Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. mars 2013 | FRÉTTIR | 13 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Nú býðst viðskiptavinum Landsbankans ný leið til að millifæra. Það eina sem þarf er netfang eða farsímanúmer viðtakanda, sem getur verið í hvaða banka sem er. Kynntu þér snjallgreiðslur á landsbankinn.is eða á farsímavefnum L.is. „Ég legg kaffið bara inn á símanúmerið þitt“ UPPLÝSINGATÆKNI Ísland heldur fjórða sæti með 8,17 í upplýsingatæknieinkunn hjá Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU-Inter- national Telecommunication Union), einni af undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. Í nýbirtri skýrslu kemur fram að staða fimm efstu þjóða sé óbreytt á milli ára. Í efsta sæti er Suður-Kórea með 8,56 í einkunn. Stofnunin býr til einkunnina með því að bera saman ólíka þætti innviða upplýsinga- tæknikerfa og notkunar þeirra hjá þjóðum heims. Þannig er horft til aðgengis að upplýs- ingatækni, notkunar og hæfni fólks í að nýta sér tæknina. Borin eru saman 155 lönd. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er niðurstaðan staðfesting ITU á tækni, gæðum, útbreiðslu, verði og þekkingu í íslenska fjarskiptakerfinu og sýnir að Síminn og Míla hafi á síðustu árum leitt uppbyggingu og viðhald kerfisins af trausti og skynsemi. „Síminn og Míla hafa á árinu 2012 og munu á árinu 2013 samtals verja tæpum sjö milljörðum króna í fjárfestingar í fjar- skiptakerfinu,“ segir í tilkynningu og bent er á til samanburðar að heildarfjárfestingar Reykjavíkurborgar á ári nemi um sex millj- örðum króna. - óká Ísland í fjórða sæti í samanburði á aðgengi að upplýsingatækni: Staða efstu landa lítið breyst UPPLÝSINGATÆKNIEINKUNN LANDA Vill strangari reglur um brottkast 2 NOREGUR Norski þingmaðurinn Oskar Grimstad lýsti í viðtali við norska ríkisútvarpið yfir óánægju sinni með bann ESB við brott- kasti í áföngum. Sjávarútvegsráðherrar ESB náðu í vikunni samkomulagi um að bann við brottkasti taki gildi frá og með næstu áramótum. Heimila á allt að 9% brottkast fyrstu tvö árin, 8% næstu tvö ár á eftir og síðan 7%. Grimstad segir erfitt að hafa eftirlit með þessu. Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hafði beðið sjávarútvegsráðherrana um að hafna málamiðlunum. Suður-Kórea Svíþjóð Danmörk Ísland Finnland Holland Lúxemborg Japan Bretland Sviss 8,56 8,34 8,29 8,17 8,04 7,82 7,76 7,76 7,75 7,68 0 2 4 6 8 HEIMILD: SKÝRSLA ITU, MEASURING THE INFORMATION SOCIETY 2012 Verkbann boðað í skólum 1 DANMÖRK 50.000 danskir kennarar verða sendir heim 1. apríl næstkomandi hafi samningar milli þeirra og sambands danskra sveitarfélaga ekki náðst fyrir þann tíma. Í fréttum danskra fjölmiðla segir að deilt sé um vinnutíma kennara en þeir vilja halda eða breyta vinnutímasamkomulaginu sem samband sveitarfélaganna vill afnema. Kennarar eru andvígir tillögum um heilsdagsskóla þar sem þeir óttast að með slíku fyrirkomulagi verði tími til undirbúnings kennslu of naumur. Vilja leyfa staðgöngumæðrun 3 SVÍÞJÓÐ Meirihluti ráðgjafanefndar sænska ríkisins um siðfræði læknavísinda leggur til að kona megi ganga með barn fyrir aðra ef um fjölskyldutengsl er að ræða. Ráð- gjafanefndin vill jafnframt að heimilt verði að gefa barnlausum pörum frjóvguð egg sem afgangs verða við tæknifrjóvgun. Enn fremur sér nefndin ekkert athugavert við að frysta egg til framtíðarnota í félagslegum tilgangi, það er sé kona ekki komin í varanlegt samband áður en frjósemi hennar minnkar. Þetta kemur fram í aðsendri grein þriggja fulltrúa nefndarinnar í Svenska Dagbladet. NORÐURLÖND 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.