Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 20
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Það er rétt sem Ólafur Þ. Stephensen skrifar í for- ystugrein Fréttablaðsins sl. þriðjudag, um fæðingar- orlofsmálin. Því eins og rit- stjórinn bendir réttilega á: „Það fyrirkomulag að greiða foreldrum 80% launa í fæðingarorlofi, upp að ríflegu hámarki, átti svo að hvetja feður til að taka sinn sjálfstæða rétt til fæð- ingarorlofs. Í ljósi þess að flestir karlar hafa hærri laun en maki þeirra hefði hvatinn fyrir feður að nýta réttinn orðið ónógur annars.“ Á síðustu fjórum árum hefur þetta fyrirkomulag verið sett í uppnám, feðrum í fæðingarorlofi fækkað og löggjöfin sem átti m.a. að stuðla að kynjajafnrétti því leitt til hins gagnstæða. Við Unnur Brá Konráðsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, bentum á þetta í minnihlutaáliti núna á aðventunni, þegar sam- þykktar voru breytingar á fæð- ingarorlofslöggjöfinni. Eftir lát- lausan niðurskurð fjármagns til þessa málaflokks allt kjörtíma- bilið opnuðust skyndilega allar gullkistur og gefin voru fyrir- heit um stóraukin framlög. Gall- inn var hins vegar sá að efndirnar eiga að koma á nýju kjör- tímabili, þegar núverandi ríkisstjórn verður vænt- anlega farin veg allrar veraldar. Breytingunum verður því velt á komandi stjórnvöld. Þeim verður ætlað að finna fjármuni úr ofurskuldugum ríkis- sjóði til þess að efna lof- orð og fyrirheit sem gefin eru af stjórnvöldum sem eru um það bil að missa umboð sitt. Það er því ljóst að kostnaðinum af þessum breytingum er vísað inn í framtíðina. Það getur ekki talist ábyrgt, skynsamlegt eða trúverð- ugt. Helmings niðurskurður Skoðum aðeins staðreyndir: Á árunum 2007 til ársins 2009 námu útgjöld Fæðingarorlofssjóðs um 11-13 milljörðum kr. árlega á núgildandi verðlagi og voru hæst árið 2009 eða tæpur 13,1 milljarð- ur kr. Eftir það hafa greiðslur úr sjóðnum minnkað verulega. Þær voru 11 milljarðar kr. árið 2010, 8,6 milljarðar kr. árið 2011 og 7,3 milljarðar kr. á síðasta ári og stefnt er að því að þær nemi um 8,5 milljörðum kr. í ár. Í greinargerð fæðingarorlofs- frumvarpsins segir: „Þykir því mikilvægt að hefja endurreisn fæðingarorlofskerfisins þannig að kerfið verði í það minnsta jafnsett því kerfi sem var í gildi fyrir árið 2009 enda hefur ávallt við breyt- ingarnar á lögunum frá því haust- ið 2008 verið lögð áhersla á að um tímabundnar aðhaldsaðgerðir væri að ræða sem yrðu endurskoðaðar um leið og aðstæður í ríkisfjármál- um leyfðu.“ Rúmlega tvöföldun greiðslna Þetta þýðir í reynd að gert er ráð fyrir að greiðslur úr Fæðingaror- lofssjóði muni nema um 13 millj- örðum króna við lok kjörtíma- bilsins eða á árinu 2016 og hækki þannig frá yfirstandandi ári um tæpa 6 milljarða króna, sem er nær tvöföldun frá fjárlögum síð- asta árs. Til viðbótar þessu er gert ráð fyrir að fæðingarorlofstímabil- ið lengist og verði tólf mánuðir í stað níu nú. Kostnaður við leng- ingu orlofstímans nemur ríflega 1 milljarði króna fyrir hvern mánuð. Því má áætla að heildarkostnaður kerfisins samkvæmt markmiðum og ákvæðum frumvarpsins verði um 16 milljarðar króna á ári. Þetta þýðir með öðrum orðum meira en 100% hækkun að raungildi þegar komið verður fram á árið 2016. Tökum skerðingar til baka Við töldum skynsamlegast að taka ákvörðun um það núna að stefna að hækkun hámarksgreiðslna fæð- ingarorlofs og afnema þær skerð- ingar sem innleiddar hafa verið í kerfinu á síðustu árum, eftir því sem fjárhagsaðstæður leyfðu. Í áliti okkar Unnar Brár sagði því: „Sú bitra staðreynd blasir við að karlar hafa hærri laun en konur. Á síðustu misserum, í tíð núverandi ríkisstjórnar, hefur þessi launa- munur kynjanna aukist fremur en hitt, því miður. Þessi staðreynd – hversu mjög sem okkur mislíkar hún – mun því lita ákvörðun for- eldra um töku fæðingarorlofs- ins. Það virðist því nokkuð aug- ljóst að ef feður hafa ekki efni á að fara í fæðingarorlof vegna þess að hámarkið er svo lágt hafa þeir ekki heldur efni á því þótt fæðing- arorlofið verði lengt og kannski jafnvel enn síður. Ef menn telja sig ekki hafa efni á báðum leiðum, en vilja á hinn bóginn bæði hækka hámarkið og lengja fæðingarorlof- ið, væri eðlilegra að hækka fyrst hámarkið og leyfa áhrifum þess að koma fram áður en ráðist verður í að lengja það. Sannarlega er það áhyggjuefni að þátttaka feðra í fæðingarorlofi hafi minnkað. Slík þróun er óæski- leg fyrir börn og foreldra sem í hlut eiga og einnig út frá jafnrétt- issjónarmiðum. Mikilvægast til þess að auka aftur þátttöku feðra í fæðingarorlofi er að hámarkið verði því hækkað. Það á að vera forgangsverkefnið, sé til þess svig- rúm í fjármálum ríkisins að verja meira fé til málaflokksins.“ Verðum að forgangsraða Það er hvorki trúverðugt né ábyrgt, eftir að hafa staðið fyrir miklum niðurskurði á fjármunum til fæðingarorlofs, að vakna upp rétt fyrir kosningar og leggja til að taka allar skerðingar til baka og gott betur, með lengingu orlofs- ins. Sérstaklega þegar það er gert í trausti þess að aðrir eigi að sjá um framkvæmdina. Við verðum að forgangsraða og í þessu tilviki á forgangsröðunin að vera sú sem við settum fram í okkar áliti. Forgangröðun vegna fæðingarorlofs Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andr- ési önd, Syrpu eða Disney- klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði. Um miðjan janúar síð- astliðinn tilkynnti Ísland- spóstur að þann 1. apríl næstkom- andi myndu póstburðargjöld Eddu útgáfu fyrir tímarit Andrésar andar og aðrar áskriftir hjá Eddu hækka um allt að 85%. Hjá öðrum útgef- endum blaða og tímarita er einnig um miklar hækkanir á póstburðar- gjöldum að ræða. Þessi fyrirvaralitla hækkun Íslandspósts er jafn vanhugsuð og þegar stjórnvöld ætluðu að snar- hækka virðisaukaskatt á gistingu eftir að búið var að gefa út verð- skrár. Edda útgáfa, sem og aðrir útgef- endur, hafa engan möguleika á að velta fyrirvaralítilli hækkun á dreif- ingarkostnaði út í verðlagið. Hækk- un Íslandspósts mun skella af fullu afli á þeim. Í tilfelli Eddu útgáfu er hækkunin í kringum 8 milljónir króna á ári, eða sem nemur meðalárslaun- um tveggja starfsmanna. Verðhækkunin of brött Útgefendur hafa almennt skilning á því að Ísland- spóstur þurfi að breyta gjaldskrá til að rekstur fyrirtækisins gangi upp. En þessi vinnubrögð ganga ekki. Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrárbreytingum verði dreift í smærri skrefum yfir lengra tímabil. Það hefur aldrei verið auðvelt að gefa út lesefni fyrir börn og unglinga á því litla málsvæði sem íslenskan er. Hin bratta verðhækk- un Íslandspósts er tilræði við þetta mikilvæga starf. Yndislestri barna stefnt í voða Flestir sem til þekkja hafa áhyggjur af minnkandi yndislestri íslenskra barna og unglinga. Lestur fer hall- oka fyrir sjónvarpi, tölvum og snjallsímum. Til allrar hamingju eiga Andrés önd, Syrpa og Disney- klúbburinn stóran þátt í að viðhalda áhuga ungra lesenda. Samtals eru 250 þúsund eintök af þeim send út á hverju ári, eða tæplega 4 þúsund á viku að jafnaði. Óhætt er að fullyrða að 4-5 lesendur séu um hvert eintak. Það má benda á að Disney-syrp- an hefur í mörg ár verið eitt vinsæl- asta lesefnið í bókasöfnum landsins. Þessari miklu útbreiðslu er nú stefnt í voða með illa ígrundaðri hækkun póstburðargjalda. Áratugum saman hefur verið menningarpólitísk samstaða um að lesefni á íslensku eigi greiðan aðgang að heimilum landsmanna með hlutfallslega lægri burðargjöld- um en á gluggapósti. En Íslandspóst- ur segist vera m.a. að bregðast við þrýstingi frá eftirlitsstofnunum um að burðargjald eigi að endurspegla raunverulegan kostnað af þjón- ustunni. Með öðrum orðum, eftir- litsstofnanir eru farnar að stjórna íslenskri menningarþróun og þann- ig hafa áhrif á möguleika ungra Íslendinga til að efla lesturshæfni sína. Allt of lítill fyrirvari hjá Íslandspósti Landspítali – háskóla- sjúkrahús er einn stærsti vinnustaður á Íslandi með yfir 4.600 starfsmenn. Stór hluti starfsmanna er sérfræðimenntaður hvort sem um er að ræða lækna, hjúkrunarfræðinga, líf- eindafræðinga, líffræð- inga, sjúkraþjálfara, iðju- þjálfara, sálfræðinga, félagsfræðinga, eðlisfræð- inga eða verkfræðinga. Landspítalinn er jafnframt ein stærsta mennta- og vísindastofnun landsins með yfir 1.300 nemendur, þar af marga í rannsóknartengdu framhaldsnámi. Spítalinn er því órjúfanlegur þáttur í háskóla- og þekkingar- samfélaginu og framlag hans er stór þáttur í styrk Háskóla Íslands á alþjóðavettvangi. Á undaförn- um árum hafa tengsl spítalans við Háskólann í Reykjavík og aðrar rannsóknastofnanir einnig eflst mikið. Nærtæk dæmi er öflugt samstarf Landspítalans við Hjarta- vernd og Íslenska erfðagreiningu. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að spítalinn er fyrst og fremst sjúkrahús fyrir alla lands- menn. Almenningur reiðir sig á sér- fræðiþekkingu starfsmanna og þá aðstöðu sem spítalinn býr yfir. Þetta er svo sem ekki ný vitneskja þar sem óteljandi hetjudáðir eru unnar innan spítalans sem margir þekkja af eigin raun eða gegnum ættingja. Til að viðhalda og auka færni sérfræðinga hvort sem er í tengslum við greiningu, meðhöndl- un eða lækningu sjúkdóma þá er nauðsynlegt að stunda rannsóknir og þekkingarsköpun. Margir sér- fræðingar sem ráða sig til starfa á háskólasjúkrahúsi gera það vegna væntinga um að geta stundað rann- sóknir samhliða klínískum störf- um sínum. Þær framfarir sem orðið hafa í meðferð sjúkdóma eiga oftar en ekki uppruna sinn í sam- starfi grunnvísindamanna og klín- ískra sérfræðinga. Staðreyndin er sú að fólk lifir almennt mun lengur í dag en fyrir nokkrum áratugum vegna árang- urs í rannsóknum og flutnings á þeirri þekkingu sem verður til yfir í klínísk störf og meðferðir á sjúk- lingum. Öflugt þekkingarfyrirtæki Í allri umfjöllun um spítalann þessi misserin er lítið rætt hversu öfl- ugt þekkingarfyrirtæki spítalinn er. Það liggur í eðli allra háskóla- sjúkrahúsa að þar fari fram grunn- rannsóknir og nýsköpun og er Landspítalinn engin undantekn- ing þar á. Á spítalanum eru stundaðar fjöl- breytilegar rannsóknir, grunn- rannsóknir á sjúkdómum, far- alds- og lýðheilsurannsóknir og klínískar rannsóknir. Jafnframt er öflugur jarðvegur í hugbún- aðar- og tækniþróun sem skapar þekkingu sem nýtist innan sem utan spítalans. Sum þessara rann- sóknaverkefna eru þess eðlis að það verða til einkaleyfi og sprota- fyrirtæki sem efla atvinnu og stuðla þannig að auknum hagvexti í þjóðfélaginu. Það er því nauðsynlegt að minna á að þegar Landspítalinn lætur á sjá eins og raun ber vitni og klínísk starfsemi hans molnar niður vegna ófullnægjandi húsakosts, tækja- kosts og lágra launa þá er einnig önnur birtingarmynd – þekking- og nýsköpun – sem grotnar niður. Þetta mun leiða til fjárhagslegs- og þekkingarlegs taps. Það tekur langan tíma að byggja upp þekkingu og nýsköpun en að sama skapi tekur það skamman tíma að brjóta það niður með óaft- urkræfum afleiðingum fyrir sam- félagið innan sem utan spítalans. Þekkingar- og ný- sköpunarfyrirtækið LSHMENNING Jón Axel Ólafsson útgefandi FÆÐINGAR- ORLOF Einar Kristinn Guðfi nnsson alþingismaður ➜ Mikilvægast til þess að auka aftur þátttöku feðra í fæðingarorlofi er að há- markið verði því hækkað. VÍSINDI Þórarinn Guðjónsson prófessor við Háskóla Íslands og Landspítala ➜ Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrár- breytingum verði dreift í smærri skrefum … ➜ Í allri umfjöllun um spítalann þessi misserin er lítið rætt hversu öfl ugt þekk- ingarfyrirtæki spítal- inn er. Það liggur í eðli allra háskóla- sjúkrahúsa að þar fari fram grunnrann- sóknir og nýsköpun og er Landspítalinn engin undantekning þar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.