Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 56
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 40 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins FÓTBOLTI Breiðablik hefur nú átt í viðræðum við félög í Hollandi og Belgíu í nokkurn tíma um að selja til þeirra þrjá unga knatt- spyrnumenn úr röðum félagsins. Þegar þau kaup ganga í gegn mun félagið hafa selt alls tólf leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á einungis þremur árum. Markmið Breiðabliks er þó ekki endilega að koma leikmönnum út í atvinnumennsku, heldur er það fylgifiskur þess að halda úti öflugu starfi í yngri flokkum félagsins. Þetta segir Arnar Bill Gunnarsson, þjálfari 2. og 3. flokks karla hjá Breiðabliki. „Markmiðið hjá Breiðabliki er að vera sjálfbært félag. Við viljum að sem flestir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna séu upp aldir Blikar,“ segir Arnar. „Þegar félagið varð Íslands- meistari í fyrsta sinn árið 2010 var liðið fyrst og fremst skipað ungum og uppöldum leikmönnum. Síðasta sumar hafði það hlutfall stórminnkað og var það fyrst og fremst vegna þess að við höfðum selt marga leikmenn út og nánast tæmt úr okkar röðum,“ bætir hann við. Eins og sést á meðfylgjandi leikmannalista eru leikmenn seldir á mismunandi aldri frá félaginu. Þess má þó geta að enginn þeirra þriggja leikmanna sem eru á leiðinni út hefur spilað meistaraflokksleik á Íslandsmóti. Arnar Bill segir of snemmt að nafngreina þá nú, þar sem ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum. Allir hafa fengið að fara „Við erum alltaf viljugir til að selja leikmenn, svo lengi sem það þjónar félaginu og leikmönnunum sjálfum. Það hefur aldrei gerst að leikmaður hafi ekki fengið að fara,“ sagði Arnar en bætir því þó við að félagið sætti sig ekki við hvaða verð sem er. Breiðablik nýtur góðs af því að vera staðsett í hverfi sem er ríkt af ungum fjölskyldum. Fjöldi iðkenda í yngri flokkum er því gríðarlega mikill. „Við erum með þúsund krakka í aldurshópnum sextán ára og yngri. Fjölmennustu flokkarnir eru með 150 stráka og 90 stelpur hver,“ segir Arnar Bill en brottfall í íþróttum er algengara eftir sextán ára aldurinn. Þarf að hlúa vel að öllum „Auðvitað njótum við góðs af því að vera með alla þessa krakka en það þarf samt að hlúa að þeim. Það gerum við með góðu skipulagi, markvissri vinnu og með vel menntaða þjálfara. Við höfum svo ávallt lagt áherslu á að þeir sem skara fram úr fái aukaæfingar og krefjandi verkefni eins og að æfa og keppa með eldri leikmönnum. Þá er það einnig stefna félagsins að ungir leikmenn fái tækifæri með meistaraflokkum þess,“ segir Arnar Bill. Hann segir þó að hinir sem ekki komist í úrvalshópinn séu ekki vanræktir. „Við gleymum þeim ekki og teljum að félagið sé að þjónusta þá líka á fullnægjandi máta. Enda væri ekki allur þessi fjöldi að æfa hjá okkur ef það væri ekki tilfellið.“ Það er þó ekki fyrr en á næstu árum sem þessi gríðarlegi fjöldi í yngri flokkunum mun skila sér upp í 2. flokk og svo meistaraflokk. „Við erum með aðeins 35 stráka í 2. flokki nú og sjáum því fram á að fá gríðarlega fjölgun í efstu flokkum á næstu árum. Það komast auðvitað ekki allir að í meistaraflokki en þetta verður vonandi til þess að það verða Blikar um allt land á næstu árum. Við myndum fagna því.“ eirikur@frettabladid.is Blikar alltaf viljugir að selja Breiðablik hefur selt níu leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á undanförnum fj órum árum og þrír til viðbótar eru á leiðinni út. Um þúsund krakkar, sextán ára og yngri, eru að æfa með yngri fl okkum félagsins. Jóhann Berg Guðmundsson, þá 18 ára, til AZ Alkmaar í Hollandi árið 2009 Guðmann Þórisson, þá 23 ára, til Nybergsund í Noregi árið 2010 Alfreð Finnbogason, þá 21 árs, til Lokeren í Belgíu árið 2011 Arnór Sveinn Aðalsteinsson, þá 25 ára, til Hönefoss í Noregi árið 2011 Elfar Freyr Helgason, þá 22 ára, til AEK í Grikklandi árið 2011 Oliver Sigurjónsson, þá 16 ára, til AGF í Danmörku árið 2011 Guðmundur Kristjánsson, þá 23 ára, til Start í Noregi árið 2012 Kristinn Steindórsson, þá 21 árs, til Halmstad í Svíþjóð árið 2012 Adam Örn Arnarson, 17 ára, til NEC Nejmegen árið 2013 Blikar í atvinnumennsku ARNAR BILL Þjálfari 2. og 3. flokks hjá Breiðabliki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson er í leit að nýju félagi eftir að félag hans, AIK í Svíþjóð, tilkynnti honum að það myndi ekki framlengja samning hans sem rennur út í lok ársins. „Eins og er þá er ekkert að gerast í mínum málum. Ég má fara en þeir vilja fá einhvern pening fyrir mig,“ segir Helgi Valur en hann getur líka klárað samninginn og farið er honum lýkur. „Það er kannski ekkert betra ef ég fæ ekkert að spila á tímabilinu. Þetta er því engin óskastaða. Þetta er búið að vera rólegt. Þær fyrir- spurnir sem ég hef fengið hafa ekki verið spennandi.“ Öster hafði samband við hann fyrir áramót en Helgi vildi ekki svara þeim eins fljótt og þeir vildu. „Félagið hefur gert mér ljóst að það tekur aðra leikmenn fram yfir mig. Það eru tveir ungir leik- menn að fara að spila núna. Það er samt sérstakt að vera búinn að velja byrjunarlið í desember sem á að spila í apríl. Þetta er svekkjandi því ég spilaði vel í fyrra og endaði tímabilið vel. Ég hefði verið til í að framlengja og vera hérna áfram en það var ekki í boði.“ Deildarkeppnin í Svíþjóð byrjar eftir mánuð en bikar- keppnin byrjar í næstu viku. AIK lék þrjá æfingaleiki um daginn og var Helgi í byrjunarliðinu í einum þeirra og kom af bekknum í hinum. „Ég spila ekki nema 2-3 detti út. Það hefur gengið illa í þessum leikjum og við verðum að sjá hvað setur. Þetta er svekkjandi upp á landsliðið því ég hef metnað fyrir að halda mér þar inni. Þá verð ég að spila,“ segir Helgi en er hann svartsýnn á að komast ekki frá félaginu áður en deildarkeppnin byrjar? „Já, eins og er. Það er ekkert að gerast í mínum málum. Það er svo- lítið svekkjandi.“ - hbg Svekkjandi því ég var til í að vera áfram AIK vill losna við Helga Val Daníelsson en leikmaðurinn hefur ekki enn fengið tilboð frá neinu félagi. MEÐ LANDSLIÐINU Helgi Valur Daníelsson hefur verið fastamaður í landsliði Lars Lagerbäck. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÚRSLIT DOMINO‘S-DEILD KARLA GRINDAVÍK - KR 100-87 (48-39) Grindavík: Samuel Zeglinski 30, Aaron Broussard 23, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 varin Þorleifur Ólafsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Ómar Örn Sævarsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Ryan Pettinella 4. KR: Martin Hermannsson 22, Kristófer Acox 17, Darshawn McClellan 14, Brynjar Þór Björnsson 12, Brandon Richardson 12, Helgi Már Magnússon 5, Finnur Atli Magnusson 5. SNÆFELL - KEFLAVÍK 79-77 (44-40) Snæfell: Ryan Amaroso 25, Jay Threatt 18/8 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 11/10 fráköst, Sigurður Þorvaldsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6, Ólafur Torfason 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Keflavík: Billy Baptist 23/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 22, Michael Craion 13/14 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 5, Snorri Hrafnkelsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3. STJARNAN - SKALLAGR. 101-92 (53-38) Stjarnan: Justin Shouse 19, Jarrid Frye 18/8 fráköst/9 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 17, Brian Mills 15, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 9/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Kjartan Atli Kjartansson 3. Skallagrímur: Carlos Medlock 29/9 fráköst/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 18, Hörður Helgi Hreiðarsson 12, Orri Jónsson 9, Sigmar Egilsson 9, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 5, Davíð Guðmundsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2. ÍR - KFÍ 95-86 (32-35, 76-76) ÍR: Eric James Palm 42, Sveinbjörn Claessen 22, Nemanja Sovic 15/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 10, D‘Andre Jordan Williams 5, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1. KFÍ: Damier Erik Pitts 33, Tyrone Lorenzo Bradshaw 20/16 fráköst/4 varin, Mirko Stefán Virijevic 18/10 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 6, Jón Hrafn Baldvinsson 4, Hlynur Hreinsson 3, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2. N1-DEILD KARLA FH - AFTURELDING 20-19 (9-9) Mörk FH (skot): Þorkell Magnússon 5 (9), Ragnar Jóhannsson 4 (10), Magnús Óli Magnússon 3 (6), Ásbjörn Friðriksson 3/2 (6/2), Einar Rafn Eiðsson 2/1 (6/2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Sigurður Ágústsson 1 (1), Andri Berg Haraldsson 1 (2). Varin skot: Daníel Freyr Andréss. 11 (30/2, 37%), Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 4 (4), Jóhann Jóhannsson 4/1 (10/2), Hilmar Stefánsson 3/1 (5/1), Pétur Júníusson 2 (2), Helgi Héðinsson 2 (3), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Elvar Ásgeirsson 1 (3). Varin skot: Davíð Svansson 13 (33/3, 39%), HAUKAR - HK 30-20 (14-8) Mörk Hauka (skot): Gylfi Gylfason 7 (9), Sigurbergur Sveinsson 7/3 (13/3), Elías Már Halldórsson 4 (4), Matthías Árni Ingimarsson 3 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (4), Jón Þorbjörn Jóhannsson 2 (3), Freyr Brynjarsson 2 (4), Adam Haukur Baumruk 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (5). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðs. 18/1 (37/3, 49%) Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 6/3 (9/4), Jóhann Karl Reynisson 3 (3), Vladimir Djuric 3 (6), Bjarki Már Gunnarsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 2 (3), Daníel Örn Einarsson 1 (2), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (2), Garðar Svansson 1 (3), Tandri Már Konráðsson 1 (9). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 12 (41/2, 29%). VALUR - FRAM 29-30 (12-18) Mörk Vals (skot): Finnur Ingi Stefánsson 7/2 (12/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (8), Atli Már Báruson 3 (4), Valdimar Þórsson 3/1 (4/1), Agnar Jónsson 3 (8), Gunnar Harðarson 2 (3), Fannar Þorbjörnss. 1 (1), Orri Gíslas. 1 (1), Vignir Stefáns. 1 (1), Nikola Dokic 1 (2), Sveinn Sveinss. 1 (3/1). Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 15/1 (38/4, 39%), Hlynur Morthens 3 (10, 30%), Mörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 10/3 (15/3), Stefán Baldvin Stefánsson 7 (8), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Sigurður Eggertsson 3 (6/1), Róbert Aron Hostert 3 (8), Ólafur Magnússon 2 (2), Stefán Darri Þórsson 1 (1). Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (35/4, 40%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 20%), FÓTBOLTI Vincent Tan, eigandi Cardiff City, útilokar ekki breyta nafni félagsins í Cardiff Dragons ef liðið kemst upp í ensku úrvalsdeildina. Liðið trónir nú á toppi B-deildarinnar með átta stiga forystu en með liðinu leika þeir Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson. Tan er milljarðamæringur frá Mal- asíu og hann vill asískar tengingar í félagið. Hann hefur þegar náð í gegn breytingum á aðalbúningi félagsins sem er nú rauður og merki félagsins var líka breytt. Nafni Cardiff City mögulega breytt KÖRFUBOLTI Magnús Þór Gunnars- son, fyrirliði Keflavíkur, lék putta- brotinn í naumu tapi Keflavíkur í Stykkishólmi í gærkvöldi en hann gat ekki spilað með Keflavík á dögunum þegar sjö leikja sigurganga liðsins endaði með tapi í Borgar- nesi. Magnús skoraði fimm stig á 27 mínútum í leiknum og komu þau öll í fyrsta leikhluta. Keflavík hefur nú tapað tveimur leikjum í röð síðan að Magnús fingur- brotnaði að eigin sögn á æfingu á laugardaginn var. - óój Magnús lék putta- brotinn í gærkvöldi SPORT BORÐTENNIS Víkingurinn Guðmundur Eggert Stephensen getur náð sögu- legum áfanga á Íslandsmótinu í borðtennis sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog um helgina. Guðmundur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari 20. árið í röð en hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1994, þá aðeins ellefu ára gamall. Guðmundur vann þrefalt í fimmtánda sinn í fyrra og hefur alls unnið 52 Íslandsmeistaratitla á ferlinum. Guðmundur tapaði ekki lotu í einliðaleik á mótinu í fyrra og hefur ekki tapað lotu í úrslitaleiknum undanfarin sex ár. Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi hefur titil að verja hjá konunum en hún varð Íslandsmeistari í tíunda sinn í fyrra. Mótið hefst klukkan 11 á laugardag en úrslitaleikirnir fara síðan fram á milli 11.30 og 14.30 á sunnudaginn. - óój Getur unnið tuttugasta árið í röð FÓTBOLTI Viðar Örn Kjartansson skrifaði í gærkvöldi undir þriggja ára samning við Fylki og mun því spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar. Viðar hefur verið að leita sér að liði eftir að Selfoss féll síðasta haust. Viðar Örn er 22 ára framherji sem er markahæsti leikmaður Selfoss í efstu deild með 10 mörk. Viðar er fjórði leikmaðurinn sem Fylkir fær til sín fyrir tímabilið en þeir Tryggvi Guðmundsson (frá ÍBV), Sverrir Garðarsson (frá Haukum) og Kristján Páll Jónsson (frá Leikni) eru einnig búnir að semja við liðið. - óój Viðar Örn samdi við Fylkismenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.