Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 10

Fréttablaðið - 01.03.2013, Side 10
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 VERTU ÞINN EIGIN HÚSBÓNDI www.husse.com Sem Husse söluaðilli færð þú: - Einkaleyfi á Husse vörumerkinu á þínu sölusvæði. - Stuðning frá höfuðstöðvum Husse á Íslandi sem og í Svíþjóð! - Þjálfun í næringarfræði, sölumennsku og stjórnun. HAFÐU SAMBAND: info@husse.is Hefur þú áhuga á að ganga til liðs við Husse®? Husse er gæðafóður fyrir hunda og ketti. Við leitum að fólki sem vill taka að sér sölu og dreifingu á Husse vörum beint til kaupenda. Söluaðilar starfa sjálfstætt og fá sitt eigið sölusvæði. Hófleg fjárfesting og góðir tekjumöguleikar í boði. CASIO úrin komin aftur VEÐUR Yfirstandandi skeið hlýinda hér á landi og á norðurhjara er um það bil að ná hámarki, að sögn Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra. Síðan segir hann að fari kólnandi á ný og við taki kuldaskeið sem ætla megi að vari í um þrjá áratugi. Sjálfvirkar sveiflur í veðri á norðurhveli jarðar segir Páll valda því að skiptist á 25 til 40 kaldari ár og 25 til 40 hlýrri ár. Sveiflurnar s e g i r h a n n svo til komnar vegna áhrifa af hafís og speglun sólar af ísbreið- unni, sem sé misstór. Um þessar mundir segir Páll komin ein 18 ár af yfirstandandi hlýinda- skeiði og því gæti verið annað eins eftir á meðan fer kólnandi, þótt áfram geti talist tiltölulega hlýtt. „Það kólnar svona smátt og smátt frá hámarki,“ segir hann. Veðursveiflurnar segir hann virðast heldur lengri á þessari öld en síðustu þrjú til fjögur hundruð árin þar á undan, þegar skiptust á 25 köld ár og 25 hlý. „Núna er það lengri tími og nokkuð í samræmi við það sem virðist hafa verið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar.“ Páll segir að áhrifum hafíssins sé ekki gaumur gefinn í alþjóð- legum spám um loftslag. „Menn hafa verið að kenna öðrum þáttum um þessar loftslagsbreytingar, svo sem að sólin sé að breyta sér, eða að eldfjöll hafi áhrif á þessar sveiflur sem hafa verið gríðarlega miklar. En það held ég sé allt tómt mál að tala um,“ segir hann og telur sveiflurnar fremur skrifast á virkni íssins. „Ofan á þessar sveiflur bætist svo hlýnun jarðar að mestu fyrir atbeina mannsins, sem er óskyld þessu.“ Áhrif af mannavöldum segir Páll hins vegar þau að næsta kuldaskeið verði ekki jafnkalt og kuldaskeið fyrri ára. „Þetta kulda- skeið núna verður til dæmis ekki jafn kalt og var til dæmis ´66 til ´95.“ Að sama skapi segir Páll mega gera ráð fyrir að hlýindin sem svo við taki eftir næsta kulda verði enn meiri en áður. „En áhrif íssins virðast vera þýðingarmeiri þáttur en menn hafa áður gert sér grein fyrir,“ segir Páll, sem undirbýr vísinda- grein um efnið. olikr@frettabladid.is Hlýindaskeið er við að ná hámarki sínu Alþjóðlegar spár um loftslag taka alla jafna ekki mið af sveifluáhrifum vegna hafíss á norðurhveli. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir sjálf- virkar sveiflur í ísnum valda 25 til 40 ára tímabilum hlýinda og kulda á víxl. Í HAFÍS Hér má sjá glitta í varðskip Landhelgisgæslunnar í hafís undan landinu. Samkvæmt nýrri kenningu hefur ísbreiðan á norðurskautinu áhrif á sveiflur í veðurfari sem vara áratugum saman. MYND/LHG PÁLL BERGÞÓRSSON UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son ræddi við John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í fyrrakvöld. Þeir ræddu meðal annars sam- vinnu Íslands og Bandaríkjanna á norðurslóðum og áhuga Kerrys á því að Bandaríkjamenn gerist aðilar að hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Kerry lýsti yfir vilja sínum til að nýta reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði fiskveiði stjórn- unar og kvaðst vilja fá íslenska stjórnmálamenn og sérfræðinga til ráðgjafar á því sviði sem fyrst. Í ræðum sínum á fundinum lagði Össur áherslu á að Banda- ríkjamenn myndu beita sér fyrir lausn á deilunni á milli Ísraels og Palestínu. Þá hvatti hann aðra fundargesti til að styðja stjórnarandstöðuna í Sýrlandi í því að búa til nothæft stjórnkerfi. - möþ Össur hitti utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins: Kerry vill ráðgjöf Íslendinga UTANRÍKISRÁÐHERRAR Össur og Kerry ræddu saman í fyrrakvöld. Veðurstofa Íslands hefur frá stofnun fylgst með hafís við landið. Í fyrstu var stuðst við gögn héðan og þaðan, en svo með aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að hún fékk flugvél til umráða. Frá 2006 hefur einnig verið stuðst við gögn frá EUMETSAT (Veðurgervihnattastofnun Evrópu). Þeir sem áhuga hafa á eldri gögnum geta á vef Veðurstofunnar komist í bók Þorvaldar Thoroddsen frá 1916, Árferði á Íslandi í þúsund ár, en þar er hún helsta heimildin. „Þar er meðal annars að finna upplýsingar um árið 1695 sem talið er vera mesta hafísár Íslandssögunnar. Samkvæmt annálum fór hafísinn suður með Aust- fjörðum og vestur með suðurströndinni, inn í Faxaflóa og norður fyrir Borgar- fjörð, að minnsta kosti að Hítarárósi,“ segir í umfjöllun Veðurstofunnar. Hafís var mestur hér við land árið 1695 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.