Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 8
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 FRÉTTASKÝRING Hvernig er verðbólgan að þróast? Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,64% frá janúar til febrúar. Tólf mánaða verðbólga hækkaði fyrir vikið úr 4,2% í 4,8% og hefur ekki mælst hærri frá því í júní 2012. Til viðmiðunar er verðbólgumark- mið Seðlabankans 2,5%. Þessi skarpa hækkun verðbólg- unnar kom nokkuð á óvart en spár greiningaraðila höfðu gert ráð fyrir 1,0 til 1,2% hækkun á vísitölunni. Verð innlendra vara hækkaði um 5,8% milli mánaða en verð innfluttra vara hækkaði um 5,0%. Af einstökum vöruflokkum hækkaði verð á fötum og skóm um 11,6%, að stærstum hluta vegna útsöluloka. Verð á bensíni og dísil- olíu hækkaði um 5,3%, verð á dag- vörum hækkaði um 0,9% og verð á nýjum bílum hækkaði um 2,1%. Samanlagt skýrðu þessir þættir tæplega 70% af verðbólguhækk- uninni. Sé þróun húsnæðisverð tekin út fyrir sviga hækkaði vísitala neysluverðs um 2,03% í janúar. Því er tólf mánaða taktur vísi- tölunnar 4,3%. - mþl Verðbólgudraugurinn fór af stað á ný í febrúar 2,5% 4,8% er verðbólgumark- mið Seðlabankans. Höfuðstóll 25 milljóna króna verðtryggðs húsnæðisláns hefur hækkað um 1,2 milljónir á síðustu tólf mánuðum vegna verðbólgunnar. 25 1,2 Frá 1. febrúar 2012 til 1. febrúar 2013 veiktist gengi krónunnar um 4,8% Innfluttar vörur bera ábyrgð á 37,5% verðbólgunnar Þær hafa hækkað um 5% í verði á síðustu tólf mánuðum. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ársgrundvelli. er tólf mánaða taktur verðbólgunnar. HJÁLPARSTARF Evrópusam bandið (ESB) hefur óskað eftir því að Þróunarsamvinnustofnun Íslands leiði jarðhitaleit í Afríku á landa- mærum Búrúndí, Rúanda og Austur- Kongó. Er þetta gert í kjöl- far ákvörðunar ESB um að fjár- magna jarðhitaleitina. Leitin verður unnin í samstarfi Þróunarsamvinnustofnunar, EGL – Orkustofnunar ríkjanna þriggja og skrifstofu ESB í Rúanda. „Tækni- leg ráðgjöf verður í höndum ÍSOR, íslenskra orkurannsókna,“ segir í tilkynningu Þróunarsamvinnu- stofnunar. Verkefnið er sagt komið á það stig að ESB og samstarfs- aðilar hafi auglýst eftir verk tökum til að lýsa yfir áhuga á að taka að sér verkið. „Næsta skref verður síðan að hópur þeirra sem lýsa yfir áhuga verður metinn og farið í samningaviðræður um verkið.“ Svæðið sem um ræðir hefur verið plagað af fátækt og marg- víslegum átökum, en fram kemur í sameiginlegri tilkynningu ESB og EGL að ríkin þrjú hafi hins vegar sett þróun orkugeirans í forgang. Leggja á áherslu á samvinnu og nýtingu sameiginlegra auðlinda „með þeim hætti að allir njóti góðs af þeim efnahagslega ávinningi sem samtengdur svæðisbundinn raforkumarkaður hefur í för með sér“. - óká Þróunarsamvinnustofnun leiðir leit að jarðhita á stríðshrjáðu svæði í Afríku: Búið að auglýsa eftir verktökum SKÆRULIÐAR Í Goma í Austur- Kongó síðastliðinn sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP „Við gerum þetta vegna þess að í þessum átökum verðum við að standa með þeim sem vilja sjá veg Sýrlands vaxa á ný og sjá þar lýðræði og mann- réttindi,“ sagði John Kerry, hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, á alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland, sem haldin var í Róma- borg í gær. Hann skýrði frá því að Banda- ríkin ætluðu að verja 60 milljónum dala, eða nærri tíu milljörðum króna, í aðstoð við uppreisnar- menn í Sýrlandi. Engin hernaðaraðstoð er þó innifalin, heldur fá uppreisnar- mennirnir matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Þessu verður ekki dreift til allra uppreisnaraflanna, sem eru að berjast gegn stjórnar- her Bashars al Assad forseta, heldur einungis til þeirra sem Bandaríkjamenn telja hófsama lýð- ræðissinna. Mouaz al Khatib, leiðtogi öflug- asta bandalags sýrlenskra upp- reisnarmanna, tók þátt í fundinum og skoraði á Assad forseta að hætta blóðugum bardögum gegn uppreisnarliðinu: „Bashar Assad, hagaðu þér nú einu sinni eins og manneskja,“ sagði Khatib. Átökin í Sýrlandi hófust snemma árs 2011 og hafa kostað meira en 70 þúsund manns lífið. Ástandið hefur versnað jafnt og þétt, tala flótta- manna er að nálgast milljón og flestar byggðir í landinu hafa orðið fyrir gríðarlegum skemmdum. Rússar og Kínverjar hafa staðið gegn því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimili hernaðaríhlutun, en í gær átti François Hollande fund með Vladimir Pútín Rúss- landsforseta. Uppreisnarmenn vilja fá vopn og hernaðaraðstoð frá öðrum löndum en þeir skiptast í marga hópa sem hafa átt erfitt með að starfa saman og velja sér sameiginlega leiðtoga. Þetta hefur einnig átt sinn þátt í að Bandaríkin og fleiri ríki hika við hernaðaraðstoð. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að verja tugum milljóna dala í beina aðstoð til uppreisnarmanna, þótt ekki sé það hernaðaraðstoð, er töluverð stefnubreyting. Kerry utanríkisráðherra baðst þó nánast afsökunar á því að Banda ríkin skyldu ekki gera meira og sagði að önnur ríki væru einnig að gera ýmislegt: „Ég er sannfærður um að í heildina muni þetta allt hafa áhrif á möguleika sýrlensku stjórnarandstöðunnar til að ná fram markmiðum sínum.“ gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin aðstoða uppreisnarmennina Sýrlenskir uppreisnarmenn fá mat, lyf og fleiri nauðsynjar frá Bandaríkjunum en hernaðaraðstoð er ekki í boði frekar en fyrri daginn. Þetta er engu að síður stefnu- breyting af hálfu Bandaríkjanna, sem til þessa hafa haldið sig til hlés að mestu. JOHN KERRY OG MOUAZ AL-KHATIB Nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við einn af leiðtogum sýrlenskra uppreisnar- manna á fundi í Róm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.