Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 30
FRÉTTABLAÐIÐ Tíska, hönnun og hugmyndir. Spjallið. Veruleiki. Heilsa og hamingja. Spjörunum úr og matur. 4 • LÍFIÐ 1. MARS 2013 V ið vildum gera lifandi stað þar sem hentugt er að grípa sér almennilegan bita með hraði en einnig væri aðlaðandi að slaka þar á og vera um stund og gleyma sér í amstri dagsins,“ segja þau Sara Jónsdóttir og Hálfdán Pedersen, hönnuðir Lemon, sem er nýr matsölustaður á Suðurlands- braut 4. „Við erum því til að mynda með risastóran sófa en einnig hefðbundnari kaffihúsasætaskipan og barstóla og langborð.“ Lemon býður upp á mat úr frábæru hráefni og innréttingarnar eru líka úr alvöru efniviði, t.a.m. marmara, timbri, stáli, gleri og keramík. Að sögn hönnunardúettsins er rýmið mjög bjart, hátt til lofts og stórir gluggar. „Við gátum því leyft okkur að nota þó nokkuð dökka og djúpa liti sem skapa hlýleikann á móti. Hug- myndin að staðnum í heild er eins konar blanda af búgarðs- rómantík og hröðu borgarlífi.“ Eigendur staðarins eru þeir Jón Arnar Guðbrandsson og Jón Gunnar Geirdal en staðurinn verður opnaður formlega þann 8. mars og verður afgreiðslutíminn frá klukkan 7.00 á morgnana. HOLLUSTA AÐLAÐANDI OG AFSLAPPAÐUR STAÐUR Þau Sara Jónsdóttir og Hálfdán Pedersen fengu það verkefni að hanna Lemon sem er nýr matsölustaður í Reykjavík. Þessi risastóri og skemmtilegi sófi setur sterkan svip á staðinn. Hugmyndin að staðnum í heild er eins konar blanda af búgarðsrómantík og hröðu borgarlífi. Seríur Seríur virka allan ársins hring þegar kemur að því að halda partí og gera nánast kraftaverk. Hægt er að kaupa skemmtilegar borðseríur sem ganga fyrir batt- eríum sem setja má á milli borðskreytinga. Einnig má hengja seríur á nánast hvað sem er; gardínustangir, myndaramma, skápa, handrið og svo framvegis. Allt sem glitrar Leyfðu ímyndunaraflinu að fara alla leið og notaðu allt sem þú finnur á heimilinu sem glitrar til að skreyta borðin á heimilinu. Einnig er hægt að fara í föndurbúðir og kaupa glansandi pappír og klippa niður í litla búta, dreifa honum yfir veisluborðið eða setja í litlar krukkur. Glimmersprey getur líka komið sér vel, notaðu gamlar krukkur og spreyjaðu þær – settu á þær borða og jafnvel kerti eða lifandi blóm ofan í. Svo leynist oft eitthvað sniðugt í barnaher- bergjunum. Kerti Kertin klikka aldrei – gættu þess bara að þau séu í öruggum kertaglösum eða á bakka. Dreifðu stórum kertakrukkum eða luktum á gólfið, jafnvel í tröppur ef þær eru til staðar. Ef þú átt glös aflögu eftir að hafa lagt á borð eða undirbúið veisluna kemur vel út að snúa glösum á hvolf á borðinu, jafnvel af öllum stærðum og gerðum í bland og setja sprittkerti ofan á. Prófaðu, það kemur á óvart! Borðar og músastigar Þetta er kannski farið að hljóma eins og um barna- afmæli sé að ræða en við verðum aldrei of gömul fyrir borða og músastigaskreytingar. Hægt er að gera músastiga í svörtum og hvítum lit sem eru vin- sælir um þessar mundir eða þemalitum veislunnar og hengja á milli glugga, yfir spegla eða bara hvar sem ykkur dettur í hug. ER VEISLA FRAM UNDAN? Hver kannast ekki við það að hafa þurft að skella í smá boð með stuttum fyrirvara og ekki haft hugmynd um hvernig skuli skreyta heimilið til að ná fram fl ottri partístemningu. Hér eru nokkur góð partíráð. EINLEIKIN GAMANSEMI EFTIR KARL ÁGÚST, LADDA OG SIGGA SIGURJÓNS MIÐASALA OPNAR 7. MARS KL. 12 5. APRÍL Í HÖRPU NÁNAR Á SENA. IS/ LA DD I TRYGGÐU ÞÉR MIÐ ANN Á AÐ EINS 2.475,- EF ÞÚ KA UPIR 4 MI ÐA SAMA N FYRSTA M IÐASÖLU DAGINN OPNUNAR TILBOÐ Miðasala fer fram á Miði.is, Harpa.is, í miðasölu Hörpu og í síma 528-5050. PÓSTLISTAFORSALA SENU HEFST 6. MARS KL. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.