Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 34
FRÉTTABLAÐIÐ Veruleiki . Heilsa og hamingja. Spjörunum úr og matur. 8 • LÍFIÐ 1. MARS 2013 Académie farðinn er léttur og rakagefandi en hylur vel roða, bólur og opnar húðholur. Húðin verður jöfn og fær meiri ljóma. Vinnur einnig á fínum línum og hrukkum og þéttir húðina. Reykjavík og nágrenni: Snyrtistofan Helena fagra Laugavegi 163, Rvk - Snyrtistofan Rós Engihjalla 8, Kóp - Snyrtihús Bergdísar Ólafsgeisla 65, Rvk - Snyrtistofan Alexia Háholt 13-15, Mosfellsb. - Snyrtistofan Mizu Borgartúni 6, Rvk - Snyrtistofa Grafarvogs Hverafold 1-3, Rvk - Snyrtistofan Morgunfrú Hátúni 6B, Rvk - Snyrtistofa Oddnýjar Arnarbakka 2, Rvk - Snyrtistofan Bonita Hæðasmára 6, Kóp - Verði Þinn Vilji Borgartúni 3, Rvk Landsbyggðin: Snyrtistofan Lind ehf Hafnarstræti 19, Akureyri - Hárskerastofa Sveinlaugar Miðstræti 6, Neskaupstað - Snyrti- stofan Alda Tjarnarbraut 19, Egilsstaðir - Anka ehf Aðalgötu 24, Stykkishólmi - Snyrti Gallery snyrtistofa Hringbraut 96, Reykjanesbæ Académie farðinn fæst á eftirtöldum snyrtistofum: 7.55! Hjálpi mér allar góðir vættir! Ég er orðin allt of sein og er viss um að Pálmar er búinn að gefast upp á að bíða eftir mér úti á horni þar sem við hittumst alltaf til að verða samferða í skólann. Ég finn að ég hef vaknað í þveröfugu skapi og á aldrei þessu vant í stórvandræðum með að ákveða í hverju ég á að vera. Í síðasta sundtíma gleymdi ég sundbolnum heima og þurfti að fá lánað hjá sundlaugarverðinum sem lét mig hafa illa lykt- andi, risastóran bol sem hefði auðveldlega getað nýst bæði mér og Millu, vinkonu minni. Það var ábyggilega einhver búinn að pissa í hann, það var alveg á hreinu og ekki skánaði lyktin þegar hún blandaðist klórnum í lauginni. Krakkarnir syntu sem hraðast fram hjá mér til að forðast fnykinn sem gaus upp með gufunni í lauginni. Þó ég hefði ekki áhyggjur af áliti bekkjarsystkina minna var álit mitt á sjálfri mér alveg að fara með mig þennan dag. Þessu vildi ég aldrei lenda í aftur. Ég veit að það er sundtími hjá mér í dag svo ég hoppa í gallabuxur og peysu og skelli mér í sundbolinn utan yfir allt saman svo ég muni nú pottþétt ekki gleyma honum aftur. Mamma er þó allt annað en sæl á svipinn þegar hún mætir mér á harðahlaupum í stiganum. „Í hverju ertu barn? Viltu gjöra svo vel að fara úr þessu,“ skipar hún og bendir með spenntum vísifingrinum að herbergisdyrunum mínum. „Neibb, ekki að ræða það,“ ansa ég á augabragði og smeygi mér fram hjá mömmu um leið og ég hífi sundbolinn örlítið lengra upp á axlirnar. Ég veit að mamma og pabbi eru löngu búin að gefa upp vonina um að ég verði eins og önnur börn en ég hef líka margoft sagt þeim að ég vilji ekki vera eins og aðrir. Mitt mottó í lífinu er að gera það sem er skemmtilegt án þess að hugsa hvað öðrum finnist um mig. Hún Alvhild amma, hálf- sænska amma mín, segir alltaf að Astrid Lindgren myndi svo sannarlega stæra sig af mér ef ég væri sögupersóna í einni af bókum hennar. Hún segir að ég sé góður og vel saltaður grautur af Línu Langsokk, Lottu í Ólátagarði og Ronju ræningjadóttur. Hún amma vill ekki fyrir nokkra muni hafa mig öðruvísi. Þess vegna elska ég ömmu út af lífinu. Ég er reyndar svolítið leið yfir því hvað ég hitti hana sjaldan. Hún er oft búin að bjóða mér að koma til Lundar að heimsækja sig og bíð ég spennt eftir því að fá að fara. Amma Alvhild telst nú kannski seint eðlileg sjálf á mennskum mælikvarða en stressar sig ekki á áliti annarra. Mér finnst það svo flott hjá henni og ég þakka oft fyrir það að líkjast henni í mér. Í fallega húsinu sínu í Lundi býr hún með kettinum Krumma, sem á heimsins stærsta prjónapeysusafn, hundinum Spóa, sem kann ekki að gelta, og páfagauknum Mikka. Þau lifa öll á lífrænu fæði og er amma búin að vera grænmetisæta frá því hún man eftir sér. Hún heldur oft áhugaverða fyrirlestra um mataræði í vest- rænni menningu og fussar svo og sveiar í hvert skipti sem hún keyrir fram hjá skyndibitastað hér á Íslandi. Við þorum því aldrei að hafa skyndibita í matinn þegar amma er á landinu, hún myndi tjúllast! En amma Alvhild veit svo sannarlega hvað hún syngur og kannski væri það bara við hæfi fyrir mig sem verðandi for- mann umhverfisvæna flokkunarflokksins að fara að hennar ráðum í þessum efnum! FRAMHALD Í NÆSTU VIKU VERULEIKI FRAMHALDSSAGA SAGA AF VERU, RAUNUM HENNAR OG HUGLEIÐINGUM Anna Rún Frímannsdóttir íslenskufræðingur og rithöfundur skrifar G lanstímarit sýna ótrúlegar umbreytingar á fólki sem hélt sig við grænmetisfæði, hráfæði, steinaldarmataræði o.s.frv. Þessum mataræðislögmálum fylgja svo alltaf ákveðin boð og bönn sem verður að fylgja samkvæmt ýtrustu túlkun laganna. Hlutirnir eru mun einfaldari en þetta og það er nokkuð öruggt að sá sem ætlar að selja þér „nýjasta ríkisleyndar málið fyrir fitubrennslu“ er að selja þér köttinn í sekknum og ætlar bara að græða á þér. Flest „leyndarmálin“ banna líka ákveðna hluti; Atkins bannaði kolvetni, grænmetisætur banna kjöt, steinaldarmataræðið bannar unnar matvörur o.s.frv. Flest hafa eitthvað til síns máls en staðreyndirnar eru þannig að okkur gengur betur að fá jákvæða styrkingu og leiðbeiningu heldur en bönn og skammir. Borðaðu þessa fimm hluti á hverjum degi ásamt tveimur máltíðum og sjáðu hvað gerist. HEILBRIGÐI FIMM LEIÐIR AÐ LÉTTARA LÍFI 1 Tveir lítrar vatn 2 Lófafylli af hnetum 3 Þrír ávextir 4 Þrír skammtar grænmeti 5 Gamla góða harðfiskinn (ekki missa sig í smjörið) Það er ekkert bannað sem heilbrigð skynsemi segir þér að sé í lagi, meira að segja súkkulaði! Það úir og grúir af fréttum um heilsu í heiminum í dag og enginn veit hverju á að trúa. Fannar Karvel íþróttafræðingur lumar hér á fi mm einföldum ráðum að hollu mataræði og léttara lífi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.