Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 25
KJÚKLINGUR Í SESAMSÓSU Sesamsósa 1 dl þurrristuð sesamfræ 1½ msk. hunang 1 msk. dijonsinnep 1 msk. sítrónusafi 1 msk. ljóst edik Salt og nýmalaður pipar 1½ dl olía Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og grófmaukið. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og látið vélina ganga á meðan. Kjúklingur 3 msk. olía 6-800 g kjúklingabringur, skornar í teninga 10 sitakesveppir eða venjulegir í bátum 1/3 kúrbítur í bitum 10 stk. dvergmaís í bitum 3 dl soðnar kjúklingabaunir ½ poki spínat Salt og nýmalaður pipar Hitið olíu í wokpönnu eða stórri pönnu og steikið kjúk- linginn í 3 mínútur eða þar til hann er fallega brúnaður. Bætið þá sveppum, kúrbít og dvergmaís á pönnuna og steikið í 3-4 mínútur til viðbótar. Kryddið með salti og pipar. Næst er kjúklingabaunum bætt á pönnuna og látið krauma í eina mínútu. Að lokum er spínati og sesamsósu bætt við og öllu blandað vel saman. Borið fram með góðu brauði. KJÚKLINGALÆRI Í KÚMÍNKRYDDAÐRI TÓMAT- KJÖTSÓSU MEÐ KJÚKLINGABAUNUM 3 msk. olía 8 kjúklingalæri 1 laukur, skorinn í bita 1 gulrót, skorin í bita 1 sellerístilkur, skorinn í bita 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir ½ chili, smátt saxaður fræhreinsaður 1 tsk. paprikuduft 1 msk. kúmín, steytt 1 msk. óreganó Salt og nýmalaður pipar 2 msk. tómatpuré 600 g niðursoðnir tómatar, í bitum 300-400 g soðnar kjúklingabaunir 1 dl smátt saxað kóríander eða óreganó Kryddið lærin með salti og pipar, papriku, kúmíni og óreganó. Steikið lærin í olíu á vel heitri pönnu í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þau eru orðin fallega brúnuð og setjið þau svo á disk. Steikið þá lauk, gulrót, sellerí, chili og hvítlauk á sömu pönnu í 2-3 mín. án þess að brúna. Kryddið með paprikudufti, kúmíni, salti og látið krauma í 30 sekúndur í viðbót. Bætið þá tómat puré, niður- soðnu tómötunum og kjúklingabaununum á pönnuna og blandið vel saman. Sjóðið við vægan hita í 3-4 mín- útur og hellið svo í eldfast mót. Raðið kjúklingalærunum í eldfasta mótið og þrýstið ofan á lærin þannig að þau fari hálf ofan í sósuna. Bakið við 180°C í 35-40 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 71°C. Stráið söxuðu kóríander yfir réttinn og berið fram með góðu brauði. TVÆR GÓÐAR UPPSKRIFTIR Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að einstaklega girnilegum kjúk- lingi í sesamsósu með kjúklinga- baunum, sveppum, kúrbíti og spínati sem borinn er fram með brauði. Einnig er hér uppskrift að kjúklingalæri í kúmínkryddaðri tómatkjötsósu með kjúklinga- baunum úr þættinum frá síðasta föstudegi á ÍNN. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þennan ljúffenga rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þætt irnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heima- síðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. ÚR SÍÐASTA ÞÆTTI ÍNN Kjúklingalæri í kúmínkryddaðri tómat- kjötsósu. SAFNAÐU MOTTU Mottumarsinn er hafinn enn á ný og stendur til 21. mars. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins sem snýr að baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Það verður skemmtilegt að fylgjast með mottunum mótast á andlitum á næstunni. www.mottumars.is KALDIR DAGAR TILBOÐ Á ÖLLUM KÆLISKÁPUM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.