Fréttablaðið - 01.03.2013, Síða 25

Fréttablaðið - 01.03.2013, Síða 25
KJÚKLINGUR Í SESAMSÓSU Sesamsósa 1 dl þurrristuð sesamfræ 1½ msk. hunang 1 msk. dijonsinnep 1 msk. sítrónusafi 1 msk. ljóst edik Salt og nýmalaður pipar 1½ dl olía Setjið allt nema olíuna í matvinnsluvél og grófmaukið. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og látið vélina ganga á meðan. Kjúklingur 3 msk. olía 6-800 g kjúklingabringur, skornar í teninga 10 sitakesveppir eða venjulegir í bátum 1/3 kúrbítur í bitum 10 stk. dvergmaís í bitum 3 dl soðnar kjúklingabaunir ½ poki spínat Salt og nýmalaður pipar Hitið olíu í wokpönnu eða stórri pönnu og steikið kjúk- linginn í 3 mínútur eða þar til hann er fallega brúnaður. Bætið þá sveppum, kúrbít og dvergmaís á pönnuna og steikið í 3-4 mínútur til viðbótar. Kryddið með salti og pipar. Næst er kjúklingabaunum bætt á pönnuna og látið krauma í eina mínútu. Að lokum er spínati og sesamsósu bætt við og öllu blandað vel saman. Borið fram með góðu brauði. KJÚKLINGALÆRI Í KÚMÍNKRYDDAÐRI TÓMAT- KJÖTSÓSU MEÐ KJÚKLINGABAUNUM 3 msk. olía 8 kjúklingalæri 1 laukur, skorinn í bita 1 gulrót, skorin í bita 1 sellerístilkur, skorinn í bita 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir ½ chili, smátt saxaður fræhreinsaður 1 tsk. paprikuduft 1 msk. kúmín, steytt 1 msk. óreganó Salt og nýmalaður pipar 2 msk. tómatpuré 600 g niðursoðnir tómatar, í bitum 300-400 g soðnar kjúklingabaunir 1 dl smátt saxað kóríander eða óreganó Kryddið lærin með salti og pipar, papriku, kúmíni og óreganó. Steikið lærin í olíu á vel heitri pönnu í 3-4 mín. á hvorri hlið eða þar til þau eru orðin fallega brúnuð og setjið þau svo á disk. Steikið þá lauk, gulrót, sellerí, chili og hvítlauk á sömu pönnu í 2-3 mín. án þess að brúna. Kryddið með paprikudufti, kúmíni, salti og látið krauma í 30 sekúndur í viðbót. Bætið þá tómat puré, niður- soðnu tómötunum og kjúklingabaununum á pönnuna og blandið vel saman. Sjóðið við vægan hita í 3-4 mín- útur og hellið svo í eldfast mót. Raðið kjúklingalærunum í eldfasta mótið og þrýstið ofan á lærin þannig að þau fari hálf ofan í sósuna. Bakið við 180°C í 35-40 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 71°C. Stráið söxuðu kóríander yfir réttinn og berið fram með góðu brauði. TVÆR GÓÐAR UPPSKRIFTIR Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að einstaklega girnilegum kjúk- lingi í sesamsósu með kjúklinga- baunum, sveppum, kúrbíti og spínati sem borinn er fram með brauði. Einnig er hér uppskrift að kjúklingalæri í kúmínkryddaðri tómatkjötsósu með kjúklinga- baunum úr þættinum frá síðasta föstudegi á ÍNN. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þennan ljúffenga rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Þætt irnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heima- síðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. ÚR SÍÐASTA ÞÆTTI ÍNN Kjúklingalæri í kúmínkryddaðri tómat- kjötsósu. SAFNAÐU MOTTU Mottumarsinn er hafinn enn á ný og stendur til 21. mars. Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins sem snýr að baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Það verður skemmtilegt að fylgjast með mottunum mótast á andlitum á næstunni. www.mottumars.is KALDIR DAGAR TILBOÐ Á ÖLLUM KÆLISKÁPUM!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.