Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 16
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 Heilgrillaður humar í ofni með hvítlauk, chilli og íslensku smjöri. Bláskel 1490 kr.kg Glæný, frá Stykkishólmi. Opið laugardag 10–15 Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings gera sér fulla grein fyrir því að þeir þurfa að gefa eftir hluta eigna sinna í íslenskum krónum til að hægt verði að ganga frá nauðasamn- ingum þrotabúanna tveggja. Þeir eru tilbúnir til að semja við íslensk yfirvöld, og eftir atvikum aðra innlenda aðila, um að selja bæði Íslandsbanka og Arion banka með afslætti gegn því að fá greitt með erlendum eignum. Þá vilja þeir koma öðrum íslenskum eignum sínum í einhvers konar fjárfesting- ar eða selja þær til innlendra aðila. Þetta hefur komið skýrt fram í við- ræðum við aðila sem vinna fyrir báða kröfuhafahópana. Krónuhópur myndaður Fréttablaðið greindi frá því í gær að kröfuhafar bæði Glitnis og Kaup- þings hefðu á síðustu tveimur vikum myndað hóp sem gengur undir nafn- inu krónuhópurinn (e. ISK-working group). Hlutverk hans á að vera að kanna forsendur fyrir því að losa um eignir þrotabúanna, en samtals eiga þeir 454 milljarða króna virði af eignum í íslenskum krónum. Þeirra stærstar eru eignar hlutir búanna í annars vegar Íslandsbanka og hins vegar Arion banka, nýju bönkunum tveimur sem reistir voru á rústum þeirra föllnu. Hópur, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), hefur óskað eftir óform legum viðræðum um að kaupa allavega annan bankann, og er þar meira horft til Íslandsbanka. Hug myndin er þá sú að FSÍ, lífeyris sjóðir landsins og eftir atvikum aðrir fjár- festar sem hafa bolmagn til að taka þátt í svona stórum fjárfestingum, bankarnir tveir eru saman lagt bók- færðir á 212 milljarða króna, muni fá að kaupa bankana með mikl- um afslætti. Viðmælendur Frétta- blaðsins innan úr þeim hópi hafa talað um að það þyrfti að vera á bilinu 30 til 50 prósenta afsláttur. Ef kröfuhafarnir fallast á það eru íslensku fjárfestarnir mögulega til- búnir til að nota erlendar eignir til að greiða fyrir bankana. Finna þarf heimili fyrir krónurnar Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins eru kröfuhafarnir afar jákvæðir gagnvart slíkri lausn, þótt nánari útfærsla verði að liggja fyrir. Þeir gera sér fullkomlega grein fyrir því að eignir þrota búanna tveggja í íslenskum krónum, sam- tals 454 milljarðar króna, verði færðar niður í þeim samningum sem fram undan eru til að leysa úr slitum búanna. Til að búa sig undir þessar viðræður mynduðu þeir meðal annars krónuhópinn svo- kallaða. En sala á Íslandsbanka og Arion banka leysir einungis eitt vanda- mál af nokkrum. Það þarf einnig að leysa í hvað hinir 250 milljarðarnir sem kröfuhafar eiga í krónum eiga að fara í, enda ljóst að ekki verður hægt að afnema gjaldeyrishöft hér á landi fyrr en búið er að binda þá í langtímaverkefnum eða skulda- bréfum. Kröfuhafarnir þurfa, með öðrum orðum, að finna langtíma „heimili“ fyrir íslensku krónurnar sína og eru tilbúnir til þess að setj- ast að samningaborðinu varðandi þann þátt einnig. Þeir hafa teiknað upp ýmsa möguleika, að minnsta kosti fjóra til fimm, sem þeir telja að gætu verið raunhæfir til að höggva á hnútinn. Um eðli þeirra, utan bankasölunnar, ríkir þó mikil leynd. Allir eiga að græða Í samræðum við þá er hins vegar ljóst, þótt þeir leggi til hug myndir, að lausnirnar sem ræða á um verði alltaf að koma frá íslenskum stjórn- völdum og að lokaákvörðun um hvort á þær verði fallist verði alltaf að vera pólitísk. Í því samhengi telja þeir að sú ríkisstjórn sem mun setjast að völdum eftir kosningarnar í apríl verði að samþykkja þær leiðir sem verði ofan á. Umboð þeirra sem taka slíkar ákvarðanir verður að vera algjört. Nýleg yfirlýsing Katrínar Júlíus- dóttur fjármálaráðherra um að hún hefði virkjað stýrinefnd um losun fjármagnshafta í nóvember í fyrra gefur til kynna að íslensk stjórnvöld séu einnig farin á fullt í þessa vinnu. Ljóst er að þeir nauðasamningar sem þrotabúin tvö ætluðu að klára á síðasta ársfjórðungi 2012 hefur hreyft verulega við íslensku stjórn- sýslunni, enda ljóst að afgreiðsla þeirra myndi mögulega hafa gríðar- leg áhrif á íslenskan fjármála- stöðug leika. Takist hópunum tveim, kröfu- höfum og stjórnvöldum, að koma sér saman um sölu banka og bindingu annarra krónueigna með miklum afslætti þá mun stórt skref vera stigið í átt að losun gjaldeyrishafta. Íslenskir fjárfestar, og þar verða lífeyrissjóðir líkast til stærstir, munu eignast eignir með miklum afslætti og erlendu kröfu hafarnir munu fá tækifæri til að ljúka nauða- samningum sínum með þeim hætti að margir í kröfuhafa hópnum munu græða gríðarlega mikið af peningum. Kröfuhafar tilbúnir að veita afslátt Stærstu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings gera sér grein fyrir því að nauðasamningar þeirra verða ekki samþykktir nema að þeir losi um krónueignir sínar. Þeir eru tilbúnir að gera slíkt með afslætti og opnir fyrir því að selja viðskiptabanka til lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta. SNÝST ALLT UM KRÓNUR Til að hægt verði að lyfta gjaldeyrishöftum þarf meðal annars að binda risavaxnar krónueignir kröfuhafa föllnu bankanna til langs tíma eða koma þeim í hendur aðila sem vilja eiga þær. Fyrir það vilja kröfuhafarnir fá erlendar eignir, t.d. í evrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Bæði Glitnir og Kaupþing ætluðu sér að ljúka gerð nauðasamninga fyrir síðustu áramót. Bæði búin hafa sótt um undanþágu frá gjaldeyrishöftum hjá Seðlabanka Íslands til að geta gert það. Í nóvember, þegar mikil umræða fór af stað í fjölmiðlum og stjórnmálum um möguleg áhrif nauðasamninganna á íslenskan fjármálastöðugleika, þá varð ljóst að samþykkt þeirra myndi frestast um óákveðinn tíma. Við það féll virði krafna á Glitni og Kaupþing, sem eru framseljanlegar á markaði, skarpt. Sem dæmi má nefna að væntar endurheimtir krafna í bú Glitnis voru komnar upp í 31 prósent í ágúst 2012. Í desember voru þær komnar niður í 26 prósent. Til að setja þetta í samhengi þá voru samþykktar almennar kröfur í bú Glitnis 2.263 milljarðar króna í lok síðasta árs. Hvert prósentustig í endur- heimtum er því margra milljarða króna virði. Á þessum tíma seldu stórir aðilar, sem höfðu veðjað á að nauðasamningarnir yrðu samþykktir, kröfur sínar. Kröfuhafahópurinn tók því nokkrum breytingum. Erlendir vogunar- og fjárfestingarsjóðir eru stærstu kröfuhafar beggja þrotabúanna. Tveir vogunarsjóðir, Burlington Loan Management og York Global Finance Offshore BDH, eiga t.d. samþykktar kröfur á Glitni og Kaupþing upp á samtals 511 milljarða króna. Virði krafna hefur lækkað VIÐSKIPTI Stjórn Íslandsbanka vill greiða allt að 30 prósent af hagnaði síðasta árs í arð til eigenda sinna. Þetta var ákveðið á stjórnar fundi á miðvikudag. Hversu há mögu- leg arðgreiðsla verður mun verða ákveðið á aðalfundi bankans. Íslandsbanki hagnaðist alls um 23,4 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Hámarksarðgreiðsla yrði því sjö milljarðar króna. Um 6,7 milljarðar króna af henni myndu renna til þrotabús Glitnis, sem á 95 prósenta hlut í Íslands- banka, og um 300 milljónir króna til íslenska ríkisins. Íslandsbanki birti uppgjör sitt fyrir árið 2012 í gær. Þar kom fram að hagnaður af reglulegri starfsemi bankans hefði verið 15,7 milljarðar króna, sem er 1,8 milljörðum krónum betri niður- staða en á árinu 2011. Birna Einars dóttir, bankastjóri Íslands- banka, segir að útlán hafi verið mun meiri en árin á undan. Alls hafi um 100 milljarðar króna af „brakandi nýjum lánum“ verið lánuð út á árinu 2012. Heildar- innlán bankans lækkuðu hins vegar á milli ára um alls 17 millj- arða króna. Að sögn Birnu var það aðallega vegna samdráttar í innlánum fjármálastofnanna. Alls hafa um 20.900 einstak- lingar fengið 463 milljarða króna afskrifaða, leiðrétta eða gefna eftir með öðrum hætti frá stofnun bankans. Birna segir að allir endurútreikningar lána eigi að klárast á þessu ári. - þsj Hagnaðurinn nam 23,4 milljörðum króna í fyrra: Íslandsbanki vill greiða 30% í arð GOTT UPPGJÖR Stjórnendur Íslands- banka eru ánægðir með uppgjör síðasta árs. Eiginfjárhlutfall bankans er 25,5 prósent og stjórn hans vill greiða út arð. Í KABÚL Noorullah seðlabankastjóri og Reynir Grétarsson, frá Creditinfo, hand- sala samning. MYND/CREDITINFO VIÐSKIPTI Creditinfo setur upp fjárhagsupplýsingakerfi fyrir seðlabanka Afganistan. Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo, undirritaði samning um verkefnið í Kabúl 19. febrúar síðastliðinn. Fram kemur í tilkynningu að starfsmenn Creditinfo í Prag og Reykjavík aðstoði við uppsetn- ingu kerfisins. Áætlað er að hún taki sex til sjö mánuði. Alþjóða- bankinn (World Bank) bauð verkið út fyrir hönd Seðlabanka Afganistans. - óká Lönduðu verki í Afganistan: Kerfi Creditinfo innleitt í Kabúl 454 milljarðar íslenskra króna eru eignir þrotabúa föllnu bankanna Glitnis og Kaupþings. ASKÝRING | 16 KRÖFUHAFAR FÖLLNU BANKANNA TILBÚNIR TIL SAMNINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.