Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 32
FRÉTTABLAÐIÐ Spjallið. Veruleiki. Heilsa og hamingja. Spjörunum úr og matur. 6 • LÍFIÐ 1. MARS 2013 H venær útskrifaðist þú sem innanhússarkitekt og hvaðan? Ég útskrifaðist árið 2002 frá ISAD í Mílanó. Hvernig var að búa úti á Ítalíu? Yndislegt. Ég öðlaðist þar ógleymanlega reynslu í frábæru um- hverfi með frábæru fólki og miklum innblæstri sem mun nýtast mér alla tíð. Hvað gastu lagt inn í reynslu- bankann eftir Ítalíudvölina annað en námið? Að nálgast lífi ð með opnum huga, kunna að meta andstæður, skilja heiminn örlítið betur og kynnast sjálfri mér upp á nýtt. Langaði þig alltaf að verða innan- húsarkitekt eða áttirðu þér aðra drauma? Þetta var alltaf draumurinn og markmiðið, frá því ég var lítil. Ég var vön að breyta herberginu mínu nokkrum sinnum í mánuði. Hvernig gengur að vinna við þetta fag á Íslandi í dag? Það gengur virki- lega vel og ég hef verið ofboðslega heppin með verkefni. Það dásamlega við að starfa við fagið hér er að maður fær að kljást við alls kyns verkefni enda minna um að menn sérhæfi sig á einu sviði. Þannig hef ég tekið að mér allt frá endurskipulagningu á fata- skápum upp í veitingastaði, hótel og verslanir. Ekkert verkefni er of stórt eða lítið. Nú hefurðu starfað á fjarlægum slóðum – hvernig upplifun var það? Ég hef starfað á nokkrum stöðum í heim- inum og upplifað mismunandi aðferðir við að framkvæma hluti. Það hafa allir gott af að fara út fyrir þæginda- rammann og storka sjálfum sér. Síð- asta ævintýrið hjá mér var á Nýja-Sjá- landi en þangað var ég ráðin af einni stærstu arkitektastofunni þar í landi, sem heitir Warren and Mahoney. Það var virkilega lærdómsríkt að sjá hvernig hlutirnir virka í svona stóru batteríi. Nýja-Sjáland er enn í sárum eftir skjálftann sem reið yfi r árið 2011 og því mikil uppbygging fyrir höndum. Ég lærði óskaplega mikið á þessum tíma úti enda nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn – sérstak- lega þegar maður fæst við sköpun. Ég ákvað þó að fl ytja aftur heim enda biðu mín spennandi tækifæri hér auk þess sem mér fannst þetta aðeins of langt í burtu fyrir dóttur mína. Það tala margir sem starfa erlendis um það að allt gangi svo hægt fyrir sig úti miðað við heima – er það þín upplifun sömuleiðis? Svo sannarlega, hér færðu verkefni og það á allt að vera tilbúið að einum eða tveimur mánuðum liðnum en úti hefði sam- bærilegt verkefni verið kannski árs ferli. Þetta er eiginlega alltaf svona hér en ég hef gaman af því og vinn ágætlega undir pressu. Mér fi nnst líka gott að geta keyrt á hlutina og klárað þá án þess að vera að vinna við sama hlutinn mánuðum saman. Aðeins að núinu – til hamingju með Borgina en þú sást um að gefa henni andlitslyftingu. Hvernig tilfi nning var að fá það verkefni? Ég er óskap- lega þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri enda ótrúlega skemmtilegt og spennandi. Þetta er svo ótrúlega fallegt húsnæði og möguleikarnir svo miklir að þetta var eiginlega eins og að vera í dótabúð. Við ákváðum þó að halda okkur í gamla art deco-stílnum sem Borgin er byggð í og ég held svo mikið upp á. Það má því segja að þetta hafi verið hálfgert draumaverkefni. Hvað er það sem skiptir mestu máli þegar unnið er með svona gamalt og þekkt húsnæði? Sagan, tengingin, elementin úr fortíðinni tengd við nútímann og virðing fyrir hinu liðna. Það eiga allir minningar af Borginni HANNA STÍNA ALLTAF DRAUMURINN Innanhússarkitektinn Hanna Stína, eins og hún er alltaf kölluð, lauk nýverið við glæsilegar breytingar á veitingastað Hótel Borgar. Hún var farin að breyta herberginu sínu nokkrum sinnum í mánuði strax sem barn og vissi alltaf hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. Lífi ð spjallaði við Hönnu Stínu. Mér finnst að fólk mætti vera örlítið djarfara þegar kemur að heimilum sínum og duglegra að breyta til. En á heild- ina litið myndi ég segja að Íslendingar væru alveg með þetta. JÓHANNA KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR ALDUR 36 ára HJÚSKAPARSTAÐA Ókvænt BÖRN Þórunn Klara, 7 ára STARF Innanhússarkitekt MYND/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.