Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 52
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 Gegn krabbameini í körlum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ N IC 13 01 02 Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR Hrós er grundvallaratriði í góðum samskiptum og manneskja sem hrósar getur haft heilmikil jákvæð áhrif á fólk í kringum sig. Hrós hefur uppbyggjandi áhrif á hegðun og sjálfs- mynd fólks. Með hrósi fáum við leiðbeiningar um hvað sé æskileg hegðun og trú á eigin getu. Það er mikilvægt að velja jákvæða og eftirsóknarverða hegðun og hrósa henni og einnig þarf hrós að vera einlægt og heiðarlegt. Það er staðreynd að okkur líkar betur við það samferðafólk sem sendir frá sér jákvæða strauma. Ég veit ekki hvort Íslendingar séu lélegri en aðrar þjóðir að hrósa eða hvort slíkur þjóðarkarakter hafi verið athugaður sérstaklega. Mín reynsla er þó að Íslendingar taka hrósi mjög vel og virðast almennt móttækilegir fyrir jákvæðum athugasemdum í sinn garð. Ég held að allir hafi upplifað hversu gott er að fá hrós. Við gerum okkur þó kannski ekki alltaf grein fyrir því hversu öflug og mögnuð áhrif jákvætt við- mót gagnvart náunganum hefur á öll samskipti okkar. Það er list og þjálfun að taka eftir því jákvæða í fari annarra og á sama tíma eitt öflugasta verkfæri sem við höfum til að auka vellíðan náungans. Við ættum að hafa það sem almenna reglu að ef það er eitthvað í fari annarra sem við erum ánægð með eða tökum eftir að er vel gert þá eigum við ekki að hika við að láta viðkomandi vita. Listin að taka eft ir því jákvæða Bóas Valdórsson sálfræðingur deildi með okkur mikilvægi þess að hrósa öðrum. HRÓS ALLTAF GOTT Bóas segir að líklega hafi allir upplifað hversu gott það er að fá hrós. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eftir að hafa verið haldinn hátíð- legur þann 1. mars í tíu ár í Hol- landi ákváðu forsprakkar Hrós- dagsins árið 2011 að takmarka daginn ekki lengur bara við Hol- land, heldur breyta deginum í Alþjóðlegan hrósdag. Það hefur heldur betur gengið upp hjá þeim og deginum nú fagnað vítt og breitt um heiminn, meðal ann- ars hér á Íslandi. Hrós er alveg ókeypis og segir á síðu dagsins að hann sé ekki hugsaður í gróða- skyni fyrir neinn, nema sálarlíf þeirra sem veita og þiggja hrós en það er þeirra von að dagurinn verði að jákvæðasta degi heimsins. Hér á Íslandi hittir hann á sama dag og afmælishátíð bjórsins, sem er skemmtileg tilviljun. Í tilefni Alþjóðlega hrósdagsins hafði Fréttablaðið samband við nokkra vel valda einstaklinga sem samþykktu að deila með okkur hrósyrðum og hvetjum við alla okkar lesendur til að nýta daginn vel. - trs Hrós kostar ekkert Alþjóðlegi hrósdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag en hann byrjaði í Hollandi. Hrósið mitt fá íslenskir hjúkrunar- fræðingar fyrir harðfylgi og ríka réttlætis- kennd. Starf hjúkrunarfræð- inga er meðal mikilvægustu starfa samfélagsins og eiga þeir að fá mannsæmandi laun. Svo einfalt er það nú. Bjarni Haukur Þórsson leikari Ég vil nota tækifærið og hrósa bleiugerðar- mönnum. Þið hafið unnið sannkallað þrekvirki á liðnum árum og áratugum, lyft mannkyninu upp úr daunillri og óþrifalegri forneskju tau- bleia og annarra hindurvitna– og gert líf okkar allra bærilegra, einfaldara, þrifalegra og umfram allt ilmvænna. Snuðþróunarmeistarar eiga líka skilið hrós og klapp á bak. Já, og fólkið sem býr til kornabarnastólana sem titra. Bragi Valdimar Skúlason, tón- listarmaður og faðir Mig langar að hrósa Ingibjörgu Baldursdóttur og Þórhildi Þórhallsdóttur á Kaffi Ilmi á Akureyri fyrir að leggja áherslu á holl- ustu í matargerð. Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona Mig langar að hrósa konu sem heitir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir fyrir frábærasta fyrirlestur sem ég hef heyrt í mörg ár. Fyrirlestur- inn fjallaði um viðkvæm og eldfim mál eins og klám, jafnrétti, kynjafræði, femínisma o.fl. og flutti hún þetta efni á ótrúlega skemmti- legan hátt, full af eldmóði og húmor. Einstök kona. Edda Björgvinsdóttir leikkona Það eru svo margir sem eiga hrós skilið! Ég vil hrósa Hildi Lilliendahl fyrir hrein- skilni, hugrekki og úthald. Ég vil hrósa konunum í Stígamótum fyrir allt sem þær gera, fyrir konur og karla, og bara fyrir að vera til. Ég vil hrósa lögreglunni á Íslandi fyrir að sýna þrautseigju og standa sig ótrúlega vel í baráttunni við skipulagða glæpa- starfsemi– ef þeir fara ekki að slaka á hef ég ekkert til að skrifa um! Og síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þeim frábæru íslenskum ung mennum sem ég þekki fyrir að vera eins heil- brigð, klár og skemmtileg og raun ber vitni. Það er gaman að hrósa! Stefán Máni Sigþórsson rithöfundur Mig langar að hrósa Hirti Hjartarsyni fyrir frábæran þátt á X-inu. Mikil synd að slík guðsgjöf sé tekin af dagskrá. Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður Hrósið mitt fer til töffarans hennar Heru Bjarkar söng- konu sem er nú komin í úrslit í einni stærstu söngva- keppni í Suður-Amer- íku, Viña del Mar. Alltaf frábært að sjá íslenskar konur standa sig svona vel á alþjóðlegum vettvangi. Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona Mig langar til þess að hrósa Eddu Heiðrúnu Backman. Hún er dásamleg kona sem lætur ekkert stoppa sig, hún sýnir okkur að allt er mögulegt sé viljinn fyrir hendi og að við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Kristrún Ösp Barkardóttir, fyrir- sæta og meðeigandi hun.is Ég vil hrósa henni Boggu í Súðavík (Vilborg Arnardóttir) fyrir að búa til Raggagarð. Yndis- legur fjölskyldu- garður sem hún og hennar fólk hefur lagt ótrúlegan metnað í síðustu átta árin. Hún hefur lagt þúsundir klukkustunda í að gera garðinn að ævintýraveröld. Garður- inn er opinn öllum og frítt inn. Hún hefur svo sannarlega gert heiminn að betri stað og sýnt ótrúlega töff fordæmi. Mugison tónlistarmaður Hrósið fær Vilborg Arna pólfari. Ég hreinlega dáist að henni fyrir að hafa gengið á suðurpólinn og fyrir að hafa látið drauminn rætast. Þetta kallast að þora að fara út fyrir normið og gera hlutina. Hún er sannkölluð fyrirmynd og hvatning til allra þeirra sem eiga gamla ryk- fallna drauma eða nýja um að fara að gera eitthvað í þeim. High five á Vilborgu! Sigríður Lund Hermannsdóttir fjölmiðlakona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.