Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.03.2013, Blaðsíða 46
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 Gott að hafa pör í hópnum Í sýningunni eru fjórir leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guð- mundsdóttir, Einar Aðalsteinsson og Hannes Óli Ágústsson, en svo vill til að bæði Aðalbjörg og Hannes og Anna Gunndís og Einar eru pör. Ragnheiður segir það muna miklu fyrir leikfélagið að hafa fastráðna leikara. „Það gefur okkur ákveðið vægi að þetta unga fólk var tilbúið til að flytja norður og setja upp heimili. Það myndast öðruvísi stemning en ef fólk er lausráðið og býr annars staðar.“ Ragnheiður segir það á margan hátt jákvætt að í leiksýningunni eru tvö pör. „Það er ótrúlegt hvað þau vinna vel saman þó þau séu saman 24 tíma dags. Öll dramatík er tekin út á sviðinu og skilin eftir þar. Þetta eru miklir listamenn.“ Hún segir forsölu á leiksýninguna hafa gengið vel því uppselt er á fyrstu fjórar sýningarnar. „Við erum að reyna að bjóða upp á sýningar sem eru ekki í boði annars staðar svo að fólk geti gert sér ferð hingað til að koma á sýningu.“ MENNING Ungur tyrknesk-ættaður lögregluþjónn, Cem, aðstoðar leynilögreglumanninn Jochen við að handtaka meintan hryðju- verkamann. Hryðjuverkamaðurinn, Carnegie Gigantae, á rætur sínar að rekja til Kaliforníu og er grunsamlega líkur stórum kaktus. Jochen segist geta sannað að Carnegie sé stórhættulegur glæpa- maður og segir yfirmanni sínum, Dr. Schmidt frá handtökunni. Cem og Jochen nota svo ýmsar hefðbundnar yfirheyrslu- aðferðir, en algjörlega án árangurs. Súsí, sem er ung lögreglukona, rekst svo inn á skrifstofuna og dregst inn í málið. Þegar Dr. Schmidt birtist tekur atburðarásin óvænta og afdrifaríka stefnu. „Á meðan á sýningunni stendur sýnir kaktusinn engin viðbrögð, en þiggur þó sígarettu á einum tímapunkti. Það má svo deila um það hvort hann hafi í rauninni þegið sígarettuna eða hvort henni hafi verið þröngvað upp á hann,“ segir Ragn- heiður. Með verkinu sé höfundur að fjalla um hlutgervingu á fólki og vísa í meðferð fanga í bandarískum fangelsum í Írak, Afganistan og Kúbu þar sem komið er fram við fólk eins og hluti. Hún segir að það hafi verið skemmtileg áskorun fyrir leikarana að glíma við að leika á móti dauðum hlut. Áhorfendur séu einróma um það að á meðan sýningunni stendur verði kaktusinn allt í einu að manneskju. „Þetta er eitt af þessum góðu verkum þar sem maður hlær innilega og upphátt og nokkru seinna veltir maður fyrir sér hvort maður hefðu átt að hlæja.“ Leikritið er eftir þýska rithöfundinn og mannréttindalögfræðinginn Juli Zeh sem er vel þekkt í sínu landi. „Hún tekst í verkinu á við málefni eins og ótta og öryggisfíkn í nútíma sam- félagi.“ Það fái mann á gamansaman hátt til að íhuga samtíma og umhverfi. „Við lifum á því að vera óttaslegin og hafa ein- hvern sem tryggir öryggi okkar. Það má segja að tæki stjórnvalda til að stjórna almúganum sé að ala okkur á ótta og telja okkur svo trú um að þau geti tryggt öryggi okkar. En er það raunveruleikinn eða uppspuni? Það er ein af þeim spurn- ingum sem verkið tekst á við.“ Ragnheiður segir að leikhópurinn hafi meðal annars sótt innblástur í bíó- myndir og sjónvarpsþætti sem fjalla um þegar einn maður bjargar heiminum við dramatískar aðstæður, eins og 24 og Die hard. Bilið sé oft stutt á milli Jack Bauer í þáttunum 24 og þess sem maður les í fréttum. „Það er svakalegt tækifæri fyrir mig sem leikhússtjóra að fá að setja upp sýn- ingu í eigin leikhúsi. Við vorum að sýna Leigumorðingjann fyrir jól og það er viss samhljómur á milli þessara tveggja verka. Þau passa bæði inn í listræna stefnu okkar um að vera framsækið og alþýðlegt leikhús. Þetta smellpassaði líka fyrir leikarana okkar sem eru allt saman þenkjandi listamenn,“ segir Ragnheiður. - hj Hryðjuverkamaður eða kaktus? Kaktusinn nefnist leikrit sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld. Verkið fj allar um lögregluþjón sem á að handtaka meintan hryðju- verkamann sem minnir grunsamlega mikið á stóran kaktus. Meinfyndið verk en vekur mann jafnframt til umhugsunar, segir leikstjórinn. ÚR KAKTUSNUM Í sviðsetningunni er innblástur sóttur í bíómyndir og sjónvarpsþætti á borð við 24 og Die hard, bilið milli þess sem gerist þar og þess sem er í fréttum er oft skuggalega lítill. RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR Yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björnssonar á Hönnunarsafni Íslands lýkur á sunnudag. Þá munu munu Gísli og Harpa Þórs- dóttir safnstjóri ganga um sýn- inguna og spjalla um feril Gísla og grafíska hönnun á Íslandi. Gísli er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld. Á langri starfsævi hefur hann hannað mörg þekkt merki fyrirtækja. Má þar nefna merki Sjón varpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar. Gísli hefur hannað og sett upp fjölda bóka og gert bókakápur og hannað aug- lýsingar á prenti og í sjónvarpi. Á sýningunni er farið yfir fjöl- breyttan feril Gísla; fjölmörg merki fyrirtækja og stofnana eru til sýnis ásamt nokkrum hönnunar ferlum. Á sýningunni má sjá myndbrot frá auglýsinga- stofu Gísla, myndbrot af sjón- varpsmerkinu frá þeim 43 árum sem merkið hefur verið notað og stutta viðtalsmynd sem nemendur Gísla gerðu þar sem fjallað er um áhrif hans sem kennara á nemendur sína og samstarfs- menn. Sýningarspjall Gísla og Hörpu á sunnudag hefst klukkan 14. Grafískur frumkvöðull spjallar um verk sín Yfi rlitssýning Gísla B. Björnssonar að lokum komin. GÍSLI B. BJÖRNSSON Ræðir við Hörpu Þórsdóttur um verk sín á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.