Fréttablaðið - 01.03.2013, Qupperneq 8
1. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
FRÉTTASKÝRING
Hvernig er verðbólgan að þróast?
Vísitala neysluverðs hækkaði um
1,64% frá janúar til febrúar. Tólf
mánaða verðbólga hækkaði fyrir
vikið úr 4,2% í 4,8% og hefur ekki
mælst hærri frá því í júní 2012.
Til viðmiðunar er verðbólgumark-
mið Seðlabankans 2,5%.
Þessi skarpa hækkun verðbólg-
unnar kom nokkuð á óvart en
spár greiningaraðila höfðu gert
ráð fyrir 1,0 til 1,2% hækkun á
vísitölunni. Verð innlendra vara
hækkaði um 5,8% milli mánaða en
verð innfluttra vara hækkaði um
5,0%. Af einstökum vöruflokkum
hækkaði verð á fötum og skóm um
11,6%, að stærstum hluta vegna
útsöluloka. Verð á bensíni og dísil-
olíu hækkaði um 5,3%, verð á dag-
vörum hækkaði um 0,9% og verð
á nýjum bílum hækkaði um 2,1%.
Samanlagt skýrðu þessir þættir
tæplega 70% af verðbólguhækk-
uninni.
Sé þróun húsnæðisverð tekin
út fyrir sviga hækkaði vísitala
neysluverðs um 2,03% í janúar.
Því er tólf mánaða taktur vísi-
tölunnar 4,3%. - mþl
Verðbólgudraugurinn fór af stað á ný í febrúar
2,5% 4,8%
er verðbólgumark-
mið Seðlabankans.
Höfuðstóll 25 milljóna króna verðtryggðs húsnæðisláns hefur hækkað
um 1,2 milljónir á síðustu tólf mánuðum vegna verðbólgunnar.
25 1,2
Frá 1. febrúar 2012 til
1. febrúar 2013 veiktist
gengi krónunnar um
4,8%
Innfluttar vörur
bera ábyrgð á
37,5% verðbólgunnar
Þær hafa hækkað um 5% í
verði á síðustu tólf mánuðum.
Síðustu þrjá mánuði
hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um
2,0%
sem jafngildir
8,1%
verðbólgu á ársgrundvelli.
er tólf mánaða taktur
verðbólgunnar.
HJÁLPARSTARF Evrópusam bandið
(ESB) hefur óskað eftir því að
Þróunarsamvinnustofnun Íslands
leiði jarðhitaleit í Afríku á landa-
mærum Búrúndí, Rúanda og
Austur- Kongó. Er þetta gert í kjöl-
far ákvörðunar ESB um að fjár-
magna jarðhitaleitina.
Leitin verður unnin í samstarfi
Þróunarsamvinnustofnunar, EGL –
Orkustofnunar ríkjanna þriggja og
skrifstofu ESB í Rúanda. „Tækni-
leg ráðgjöf verður í höndum ÍSOR,
íslenskra orkurannsókna,“ segir í
tilkynningu Þróunarsamvinnu-
stofnunar. Verkefnið er sagt komið
á það stig að ESB og samstarfs-
aðilar hafi auglýst eftir verk tökum
til að lýsa yfir áhuga á að taka að
sér verkið. „Næsta skref verður
síðan að hópur þeirra sem lýsa
yfir áhuga verður metinn og farið
í samningaviðræður um verkið.“
Svæðið sem um ræðir hefur
verið plagað af fátækt og marg-
víslegum átökum, en fram kemur í
sameiginlegri tilkynningu ESB og
EGL að ríkin þrjú hafi hins vegar
sett þróun orkugeirans í forgang.
Leggja á áherslu á samvinnu og
nýtingu sameiginlegra auðlinda
„með þeim hætti að allir njóti góðs
af þeim efnahagslega ávinningi
sem samtengdur svæðisbundinn
raforkumarkaður hefur í för með
sér“. - óká
Þróunarsamvinnustofnun leiðir leit að jarðhita á stríðshrjáðu svæði í Afríku:
Búið að auglýsa eftir verktökum
SKÆRULIÐAR Í Goma í Austur- Kongó
síðastliðinn sunnudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP „Við gerum þetta
vegna þess að í þessum átökum
verðum við að standa með þeim
sem vilja sjá veg Sýrlands vaxa
á ný og sjá þar lýðræði og mann-
réttindi,“ sagði John Kerry, hinn
nýi utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, á alþjóðlegri ráðstefnu um
Sýrland, sem haldin var í Róma-
borg í gær.
Hann skýrði frá því að Banda-
ríkin ætluðu að verja 60 milljónum
dala, eða nærri tíu milljörðum
króna, í aðstoð við uppreisnar-
menn í Sýrlandi.
Engin hernaðaraðstoð er þó
innifalin, heldur fá uppreisnar-
mennirnir matvæli, lyf og aðrar
nauðsynjar. Þessu verður ekki
dreift til allra uppreisnaraflanna,
sem eru að berjast gegn stjórnar-
her Bashars al Assad forseta,
heldur einungis til þeirra sem
Bandaríkjamenn telja hófsama lýð-
ræðissinna.
Mouaz al Khatib, leiðtogi öflug-
asta bandalags sýrlenskra upp-
reisnarmanna, tók þátt í fundinum
og skoraði á Assad forseta að
hætta blóðugum bardögum gegn
uppreisnarliðinu: „Bashar Assad,
hagaðu þér nú einu sinni eins og
manneskja,“ sagði Khatib.
Átökin í Sýrlandi hófust snemma
árs 2011 og hafa kostað meira en 70
þúsund manns lífið. Ástandið hefur
versnað jafnt og þétt, tala flótta-
manna er að nálgast milljón og
flestar byggðir í landinu hafa orðið
fyrir gríðarlegum skemmdum.
Rússar og Kínverjar hafa staðið
gegn því að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna heimili hernaðaríhlutun,
en í gær átti François Hollande
fund með Vladimir Pútín Rúss-
landsforseta.
Uppreisnarmenn vilja fá vopn og
hernaðaraðstoð frá öðrum löndum
en þeir skiptast í marga hópa sem
hafa átt erfitt með að starfa saman
og velja sér sameiginlega leiðtoga.
Þetta hefur einnig átt sinn þátt í að
Bandaríkin og fleiri ríki hika við
hernaðaraðstoð.
Ákvörðun Bandaríkjamanna
um að verja tugum milljóna dala í
beina aðstoð til uppreisnarmanna,
þótt ekki sé það hernaðaraðstoð, er
töluverð stefnubreyting.
Kerry utanríkisráðherra baðst
þó nánast afsökunar á því að
Banda ríkin skyldu ekki gera
meira og sagði að önnur ríki væru
einnig að gera ýmislegt: „Ég er
sannfærður um að í heildina muni
þetta allt hafa áhrif á möguleika
sýrlensku stjórnarandstöðunnar
til að ná fram markmiðum sínum.“
gudsteinn@frettabladid.is
Bandaríkin aðstoða
uppreisnarmennina
Sýrlenskir uppreisnarmenn fá mat, lyf og fleiri nauðsynjar frá Bandaríkjunum en
hernaðaraðstoð er ekki í boði frekar en fyrri daginn. Þetta er engu að síður stefnu-
breyting af hálfu Bandaríkjanna, sem til þessa hafa haldið sig til hlés að mestu.
JOHN KERRY OG MOUAZ AL-KHATIB Nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við einn af leiðtogum sýrlenskra uppreisnar-
manna á fundi í Róm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP