Fréttablaðið - 16.03.2013, Blaðsíða 106
16. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 74
„Það var ákveðið strax morguninn
eftir að við unnum Söngvakeppnina
að hafa lagið á íslensku og það hefur
aldrei verið nein spurning. Síðan þá
erum við samt búnir að fara í tugi
viðtala og segjast ekki vita neitt enn
þá, því við vildum halda í spennuna,“
segir Eurovision-farinn Eyþór Ingi
kátur í bragði.
Myndbandið við lagið Ég á líf,
framlag okkar Íslendinga í Euro-
vision-söngvakeppnina, var frum-
sýnt í gær og kom sú ákvörðun að
halda laginu á okkar ylhýra mörg-
um á óvart. Þetta er í fyrsta skipti
sem við syngjum á íslensku í keppn-
inni frá því að reglunum var breytt
árið 1999, en þá var öllum gert
heimilt að flytja lög sín á hvaða
tungumáli sem er. Þar sem við
fengum ekki að taka þátt árið 1998
er þetta því fyrsta lagið sem er flutt
á íslensku í keppninni frá því að
Páll Óskar keppti með Minn hinsti
dans árið 1997, eða í sextán ár. „Við
vorum allir með hnút í maganum
yfir frumsýningunni en viðbrögð-
in eru búin að vera ótrúlega jákvæð
hingað til,“ segir Eyþór Ingi. „Mér
finnst tungumálið okkar eiga skilið
að njóta sín í þessum fallega texta
hans Péturs,“ segir hann og á þar
við Pétur Örn Guðmundsson, annan
höfund lagsins. „Það er bara þann-
ig að maður tjáir tilfinningar sínar
alltaf best á eigin móðurmáli og ef
einlægnin er til staðar þá nær hún
alveg til fólks þó það skilji ekki
endilega textann.“
Hinn höfundur lagsins, Örlygur
Smári, hefur látið hafa eftir sér að
til sé texti á fjórum tungumálum og
staðfestir Eyþór það. „Það er fólk
alls staðar að úr heiminum búið
að senda okkur texta á mismun-
andi tungumálum. Það er gaman
og gleðilegt hversu margir virðast
hafa skoðanir og áhuga á þessu,“
segir hann.
Lag með íslenskum texta hefur
hæst náð fjórða sætinu í Euro vision
hingað til, þegar Stjórnin fór út
með Eitt lag enn árið 1990. Spurður
hvort stefnan sé sett á að toppa þann
árangur segir Eyþór þá félaga lítið
hafa velt slíku fyrir sér. „Lagið virð-
ist þegar vera búið að fanga hjörtu
landsmanna og það er stærsti sigur-
inn. Við förum svo til Svíþjóðar og
gerum auðvitað okkar besta og
höfum gaman,“ segir hann.
Sviðsframkoman hefur ekki verið
endanlega útfærð enn þá en Eyþór
getur þó gefið það upp að með
honum á sviðinu verða Buff-bræð-
ur Péturs, þeir Hannes Heimir Frið-
bjarnarson og Einar Þór Jónsson,
Eurovision-reynsluboltinn Krist-
ján Gíslason og tónlistar maðurinn
Bergþór Smári, sem er bróðir
Örlygs Smára. „Það kemur svo í
ljós hvað við gerum við þá, það eru
nokkrar hugmyndir á lofti,“ segir
hann lúmskur. Hann segist heldur
ekki vera búinn að ákveða í hvaða
jakka hann ætli að vera á sviðinu.
„Kannski verð ég bara í kjól,“ segir
hann og hlær.
Íslenskan er
alltaf einlægari
Í fyrsta sinn í 16 ár sem íslenska heyrist í Eurovision
Í gegnum tíðina hefur reglum keppninnar verið breytt nokkrum sinnum
hvað það varðar hvort syngja megi á hvaða tungumáli sem er. Frá 1956 til
1965 mátti syngja á hvaða tungumáli sem er en árið 1966 var reglunum
breytt og hverju landi gert að syngja á móðurmálinu. Reglurnar héldust
þannig í sjö ár en árið 1973 var þeim breytt aftur. Frelsið var þó stutt því
þremur árum seinna, árið 1977, voru takmarkanirnar settar á aftur. Það ár
fengu Þjóðverjar og Belgar þó undanþágu þar sem bæði löndin höfðu þá
valið sitt lag, sem var með enskum texta, þegar reglurnar voru settar á.
Stjórnendur keppninnar virtust þá loksins hafa ákveðið sig hvað þessi mál
varðaði, því þær héldust óbreyttar í 21 ár. Árið 1999 var þeim þó breytt
aftur og hafa keppendur haft frelsi til að flytja lag sitt á hvaða tungumáli
sem er síðan, eins og við höfum nýtt okkur á hverju ári hingað til.
Reglur um tungumál síbreytilegar
MEÐ HNÚT Í MAGANUM Örlygur Smári, Eyþór Ingi og Pétur Örn voru allir með
hnút í maganum þegar myndbandið við Eurovision-lagið Ég á líf var frumsýnt í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MENNIRNIR Á BAK VIÐ MYND-
BANDIÐ Hákon Sverrisson, Jón Tómas
Einarsson, Sævar Guðmundsson og
Guðmundur Þór Kárason eru mennirnir
á bak við tónlistarmyndband Ég á líf.
VERÐUR Á SVIÐI Söngvarinn og Buff-
meðlimurinn Hannes Friðbjarnarson
verður með Eyþóri á sviði í Malmö í
maí. Hér er hann með Birni Víglunds-
syni.
Mér finnst tungu-
málið okkar eiga skilið
að njóta sín í þessum
fallega texta Péturs.
Eyþór Ingi
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
Dunhaga 5, 107 Reykjavík,
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is