Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 1
LÍFIÐ ÚRSLIT MÚSÍKTILRAUNAÚrslitakeppni Músíktilrauna verður haldin í Silfurbergi í Hörpu á morgun kl. 17.00. Margar þekktar hljómsveitir hafa byrjað feril sinn í Músík tilraunum og þess vegna er fróðlegt að fylgjast með úrslitunum nú. Tíu til tólf hljómsveitir sýna spila- gleði sína þennan eftirmiðdag. M ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast ð honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta kjúkli LJÚFFENGUR MATUR Úlfar Finn- björnsson sýnir meistaratakta í eldhúsinu á ÍNN. KALDIRDAGAR TILBOÐ Á ÖLLUM KÆLISKÁPUM! VEIÐIBYSSURFÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Kynningarblað Haglabyssur, rifflar, byssuskot og skotvopnaleyfi. Andrea Magnús- dóttir hönnuður SUMARIÐ VERÐU R Í ÖLLUM LITUM REGNBOGANS 4 Ragna Fossberg og Björn Emilsson GERÐU NÁNAST ALLT SJÁLF FYRI R HEIMILIÐ 4 Magdalena Dubik lærði köfun PABBI KYNNTI MIG FYRIR SPORTINU 10Lífi ð 22. MARS 2013 FÖSTUDAGUR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 16 3 SÉRBLÖÐ Lífið | Veiðibyssur | Fólk Ekki í vafa að þetta var slys Ebba Guðrún Guðmundsdóttir heldur góðu sambandi við vin sinn Oscar Pistorius, sem ákærður er fyrir morð á unnustu sinni. Sími: 512 5000 22. mars 2013 69. tölublað 13. árgangur Biðst afsökunar á auglýsingu Páll Bergþórsson veðurfræðingur er afar ósáttur við notkun Helga Vilhjálms- sonar í Góu á fréttum af sér og konu sinni. Helgi bað Pál afsökunar. 2 Obama vill sjálfstæða Palestínu Bandaríkjaforseti segir Palestínu- menn eiga rétt á eigin ríki. 8 365 á fjarskiptamarkað Fjölmiðla- fyrirtækið 365 mun á næstunni bjóða nettengingar til viðskiptavina í tengslum við aðra þjónustu. 10 MENNING Útskriftarárgangur leik- listardeildar LHÍ frumsýnir Draum á Jónsmessunótt í kvöld. 26 SPORT Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Slóveníu í Ljubljana í kvöld í undankeppni HM. 36 VILTU LÆRA L ISTINA AÐ MUNA? YFIR 50 GERÐIR Á LAGER FARTÖLVUR 15,6” FARTÖLVUR FRÁ 69.990 15,6“ SKOÐUN Verðlagseftirlit er eins og leikhúsgagnrýni fyrir búðir, skrifar Pawel Bartoszek. 17 SAMGÖNGUR Flugfélag Íslands þarf að kaupa losunarheimildir vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda fyrir um tuttugu milljónir króna á ári. Að auki bætist við kostnaður upp á nokkrar milljónir vegna utanumhalds. Árni Gunnarsson forstjóri segir að þetta sé einn af undirliggjandi þáttum sem skýri fyrirhugaða hækkun flugfargjalda hjá félaginu sem verður 1. apríl. „Einhvers staðar verðum við að fá þessa peninga. Þetta er bara íþyngjandi skattur,“ segir hann. Heimildirnar eru hluti af við- skiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, en Ísland á aðild að því. Umhverfis stofnun heldur utan um kerfið og hefur heimild til þess að beita stjórnvalds- sektum og jafnvel kyrrsetningu ef flugrekendur afla sér ekki kvóta. Árni telur að kerfið eigi ekki við hér á landi. Því sé komið á fót til að draga úr flugsamgöngum og beina flugfarþegum í Evrópu- löndum fremur í lestir. Hér sé engum lestum til að dreifa. „Helsti valkosturinn við að fljúga innanlands er að keyra í einkabíl. Þar er útblásturinn á hvern far- þega meiri en á hvert sæti í flug- vél. Þetta er kerfi sem var van- hugsað að taka upp á Íslandi.“ Flugrekendur verða 31. mars að hafa skilað inn áætlun um hve mikið þeir hafi losað af gróður- húsalofttegundum. Þeir hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum til Umhverfis- stofnunar, sem ber að leggja stjórnvaldssekt á þá sem ekki hafa skilað inn í samræmi við losun. Sektin nemur 100 evrum á hvert tonn sem losað er út í andrúms- loftið án losunarheimilda. - kóp Losunarkvóti hækkar verð á flugmiðum til almennings Kostnaður Flugfélags Íslands við kaup á losunarheimildum vegna mengunar er um tuttugu milljónir á ári. Stuðlar að hærra farmiðaverði, segir forstjóri. Landhelgisgæslan þarf að kaupa heimildir vegna sinna véla. Kerfið nær til allra flugrekenda sem skráðir eru á Íslandi, þar með talið Landhelgisgæslunnar, sem er flugrekandi í skilningi laganna. Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að farið hafi verið fram á undanþágu frá kerfinu og verið sé að vinna að því í samráði við Umhverfisstofnun. „Það myndast töluverður kostnaður við þetta, ekki bara vegna notkunar heldur þess eftirlits sem verður að vera með þessu,“ segir Sindri. Sá kostnaður hlaupi á milljónum fyrir Gæsluna. Hann segir að óháðir aðilar þurfi að taka út skýrslur og þá sé ekki að finna hér á landi. Hið sama segir Árni hjá Flugfélaginu. Sindri segir bagalegt að þurfa að bæta þessum kostnaði við rekstur Gæslunnar. Gæslan þarf líka að borga FRÉTTIR Bolungarvík 2° NA 5 Akureyri 4° SA 3 Egilsstaðir 4° SA 5 Kirkjubæjarkl. 5° A 8 Reykjavík 4° A 7 Hvessir syðst á landinu í dag, 13-18 m/s þar síðdegis. Fremur hægur vindur annars staðar. Úrkoma með SA- og S-stöndinni. Hiti 0-6 stig yfir daginn. 4 DÓMSMÁL Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins (FME), gekkst við því fyrir dómi í gær að hafa komið trúnaðarupplýsingum úr Lands- bankanum um viðskipti þing- mannsins Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar til DV. Hann þvertók hins vegar fyrir að í því hefði falist refsivert brot gegn þagnarskyldu. Aðalmeðferð í máli ríkissak- sóknara gegn Gunnari og Þórarni Þorbjörnssyni, fyrrverandi starfs- manni Landsbankans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar réttlætti Gunnar gjörðir sínar með því að á þessum tíma hefði verið sótt hart að honum úr öllum áttum, meðal annars af Guð- laugi Þór, og hann þess vegna séð sér hag í því að veita DV upplýsing- ar um viðskiptin. Hann hefði því haft samband við Þórarin. „Ég þekkti hann sem bón góðan mann og úrræðagóðan,“ sagði Gunnar um Þórarin. „Ég útskýrði fyrir honum að ég væri undir miklu álagi og sætti aðför.“ Þórarinn sagðist hins vegar hafa talið að rannsókn á máli Guðlaugs stæði fyrir dyrum hjá Fjármála- eftirlitinu og aðeins þess vegna hefði hann afhent Gunnari gögnin. Verjandi Þórarins sagði að skjól- stæðingur hans hefði verið „ hafður að leiksoppi í þessum hildarleik Gunnars og Guðlaugs“. - sh / sjá síðu 6 Gunnar Þ. Andersen kom gögnum um Guðlaug Þór í DV en neitar lögbroti: Játar leka „undir miklu álagi“ Á SAKAMANNABEKK Þórarinn Már Þorbjörnsson, lengst til hægri, var hafður að leiksoppi í hildarleik Gunnars Andersen og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að sögn verjanda hans. Báðir sakborningarnir neituðu sök við aðalmeðferðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta var persónan Gunnar Andersen sem var að berjast fyrir lífi sínu í starfi og hafði samband við persónu- legan vin og bað um greiða. Gunnar Þ. Andersen fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins SAMGÖNGUR Tæp 40 prósent starfsmanna ÁTVR og 28 prósent starfsmanna Landsbankans hafa skrifað undir samgöngu samning og skuldbinda sig þar með til að nota annan samgöngumáta en einkabílinn. Þess í stað hjólar fólk í vinnuna, tekur strætó eða gengur að minnsta kosti þrisvar í viku. Æ fleiri fyrirtæki bjóða nú upp á slíka samninga. „Það eiga allir rétt á 20 þúsund króna niðurgreiðslu á árskorti í strætó, sem og 40 þús- und króna viðbót- argreiðslu vegna kostnaðar við vist- vænar sam göngur,“ segir Finnur Sveinsson, sérfræð- ingur í samfélags- ábyrgð hjá Lands- bankanum. - kh, kóp / sjá síðu 4 Semja við starfsfólkið: Æ fleiri hreyfa ekki bílinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.