Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 20
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20
Ísland er nú í 26. sæti af
59 löndum sem könnun
IMD-viðskiptaháskól-
ans í Sviss gerir árlega.
Ísland hefur alla burði
til þess að gera enn
betur. Til þess þarf m.a.
að tryggja stöðugleika í
ríkisfjármálum og pen-
ingastjórn til framtíðar.
Þá þarf gott aðgengi að
hæfu vinnuafli og öfl-
uga erlenda fjárfestingu
í atvinnulífinu.
Samkeppnisskilyrði
Ísland á nú í samningaviðræð-
um við Evrópusambandið um
aðild Íslands að sambandinu.
Takist að ná hagstæðum samn-
ingum sem tryggja heildarhags-
muni er stigið stórt skref í þá átt
að gera mögulegt að taka upp
evru, minnka óstöðugleika og
koma vaxtastigi nær því sem
samkeppnisaðilar búa við. Þetta
er gríðarlega mikilvægt fyrir
starfsskilyrði og samkeppnis-
hæfni íslenskra fyrirtækja – svo
ekki sé talað um hag heimilanna.
Alþjóðleg fyrirtæki með
íslenskar rætur, á borð við
Marel, byggja tilvist sína, vöxt
og þróun á því að geta staðist
harða samkeppni á mörkuðum
utan Íslands.
Marel er í hópi stærstu útflutn-
ingsfyrirtækja landsins og er í
fararbroddi á heimsvísu í þróun
og framleiðslu á háþróuðum bún-
aði og kerfum til vinnslu á fiski,
kjöti og kjúklingi. Marel starf-
rækir skrifstofur og dótturfyrir-
tæki í meira en 30 löndum. Þar
starfa rúmlega 4.000
manns um allan heim,
þar af um 480 á Íslandi
eða um 12%. Stór hluti
þeirra sem staðsettir eru
á Íslandi þarf að vera
mikið í útlöndum til að
sinna verkefnum þar.
Vörur og þjónusta sem
seld er á Íslandi er aðeins
um 1%. Hluthafar eru um
2.100 og um 18% félags-
ins eru í eigu útlendinga.
Fyrirtæki á borð við
Marel þurfa sífellt að vera á
tánum til þess að geta skapað
eigendum sínum eðlilegan arð,
starfsmönnum sínum atvinnu-
öryggi og viðskiptavinum sínum
gæðavöru.
Svæðaskipt samvinna
Annar mikilvægur þáttur sem
ekki er unnt að horfa fram hjá
er sá að alþjóðleg þróun bendir
til þess að svæðaskipt samvinna
færist í aukana og þjóðir sem
eiga landfræðilega og viðskipta-
lega samleið þjappa sér saman
um hagsmuni sína. Þetta gildir
um þann heimshluta sem við til-
heyrum. Evrópusamstarfið er
skýrt dæmi um þetta og einnig
viðskiptasamstarfið í Norður-
Ameríku milli Kanada, Banda-
ríkjanna og Mexíkó.
Nýjasti og ef til vill mikilvæg-
asti áfanginn í þessari þróun er
nú í bígerð, en Bandaríkin og
Evrópusambandið eru að hefja
viðræður um víðtæka fríverslun
og viðskipti sín í milli.
Að minni hyggju má ekki loka
augunum fyrir þessari þróun og
ætla að Ísland geti eitt og sér
komið ár sinni betur fyrir borð
en þau ríki sem velja leið auk-
innar samvinnu sín á milli innan
ramma samstarfs eins og á sér
stað innan ESB.
Slítum ekki
„Römm er sú taug, er rekka dreg-
ur föðurtúna til“ segir í ævafornu
kvæði. Við skulum þó hafa í huga
að engin taug er svo sterk að hún
geti ekki slitnað við of mikla
áraun. Það á einnig við um þá
taug sem togar í fólk og fyrirtæki
til að halda tryggð við Ísland,
ekki síst ef miklu betri aðstæður
bjóðast í öðrum löndum.
Ég hvet alla landsmenn og ekki
síst stjórnmálamennina okkar
að íhuga þessa stöðu vandlega
og hvort ekki sé skynsamlegt
að reyna til þrautar að ná samn-
ingum um aðild að ESB í þess-
ari lotu. Hin leiðin, að hætta við-
ræðum án niðurstöðu, er óráð og
hrein uppgjöf í einu mikilvægasta
hagsmunamáli okkar. Það yrði
óviss ferð sem gæti endað illa.
Römm er sú taug
VIÐSKIPTI
Sigsteinn P.
Grétarsson
aðstoðarforstjóri
Marels
➜ Við skulum þó hafa
í huga að engin taug er
svo sterk að hún geti ekki
slitnað við of mikla áraun.
Það á einnig við um þá taug
sem togar í fólk og fyrirtæki
til að halda tryggð við Ís-
land, ekki síst ef miklu betri
aðstæður bjóðast í öðrum
löndum.
Að meðaltali minnkar rúm-
mál heila með vaxandi aldri
og vitrænni færni hnignar.
Líklegt þykir þó að áhrif
aldurs á þessa færni sé
ofmetin í rannsóknum.
Flest okkar þekkja ein-
hvern sem náð hefur háum
aldri án þess að andlegt
atgervi hafi látið undan
síga að neinu marki og því
virðist slík hnignun engan
veginn vera óhjákvæmileg.
En hvað er það þá sem
skilur á milli þeirra sem
ná háum aldri án þess að
minnið, hugsanahraðinn eða aðrir
þættir láti undan síga, og hinna
sem finna til þess að vitrænt starf
þeirra sé á hægu undanhaldi strax
upp úr miðjum aldri?
Rannsóknir benda til að umhverf-
isþættir hafi mun meiri áhrif en
arfgerð á ævilengd og heilsu á efri
árum. Flestir sem komnir eru af
barnsaldri vita að óheilbrigður
lífsstíll eykur líkurnar á hjarta- og
æðasjúkdómum. Það vita þó ef til
vill færri að margir áhættuþættir
æðasjúkdóma eru einnig áhættu-
þættir fyrir síðari tíma hnignun í
vitsmunalegu starfi, Alzheimers-
sjúkdóm og blóðrásarheilabilun.
Þessir sameiginlegu áhættuþættir
fyrir truflanir í starfsemi heila og
æðakerfis eru til dæmis reykingar,
langvarandi sykursýki, háþrýsting-
ur og ofþyngd. Þó að þarna sé um
að ræða marga áhættuþætti þarf í
mörgum tilfellum bara eina aðgerð
til þess að halda þeim öllum niðri.
Þessi aðgerð er regluleg hreyfing.
Hreyfingin hefur ekki bara góð
áhrif á starfsemi heila með
því að hjálpa til við að halda
áðurnefndum sjúkdómum í
skefjum heldur benda nið-
urstöður rannsókna ein-
dregið til að líkamsþjálfun
styrki nýmyndun og lífs-
horfur taugafruma (það
var ekki hárnákvæmt sem okkur
var sagt fyrir 20 árum síðan, að
taugafrumur endurnýjuðu sig ekki),
styrki nýmyndun æða, örvi boð-
skipti á milli taugafruma og hafi
jákvæð áhrif á námsgetu og minni.
Hreyfing er trúlega einfaldasta
leiðin til þess að vernda heilann
fyrir áhrifum aldurs og er alveg
sérlega mikilvæg forvörn fyrir þá
sem eru á miðjum aldri. Forvarnir
fyrir heilabilun hafa trúlega aldrei
verið mikilvægari en einmitt núna,
því um leið og meðalaldur fer hækk-
andi, eykst tíðni heilabilunar. Spár
gera ráð fyrir að fjöldi fólks með
Alzheimerssjúkdóm muni þrefald-
ast frá árinu 2010 til ársins 2050 og
því er mikilvægi forvarna sem miða
að því að minnka tíðni sjúkdómsins
varla ofmetið. Hreyfingin sem þú
iðkar í dag vinnur því í haginn fyrir
framtíðina, bæði í persónulegu og
samfélagslegu tilliti.
Frekari fróðleik um áhrif lífsstíls
á heila má finna á vefnum heila-
hreysti.about-brains.com.
GEFUM HEILANUM GAUM!
Heilahreysti í hárri elli
Allflestir eru
sammála um að
lífskjör batna
ekki á Íslandi
nema hagvöxt-
ur aukist. Einn-
ig um að auka
verði fjárfest-
ingu í útflutn-
ingsgreinum og
ráðast í manna-
flsfrek verkefni.
Nú er lag fyrir
Steingrím J. Sig-
fússon að láta verkin tala og stór-
auka veiðiheimildir til færaveiða á
makríl sem eru bæði vistvænar og
mannaflsfrekar.
Makríll gengur nú í auknum
mæli upp á mið smábátasjómanna.
Tæknin til veiða og meðhöndlun-
ar hráefnisins hefur tekist með
afburðum og er nú svo komið að
veiðar árið 2012 urðu að arðbær-
um atvinnuveiðum. Aukin gæði
hráefnis og hærra verð fæst fyrir
færaveidda fiskinn. Það er því
ljóst að bæði smábátasjómenn
og vinnsluaðilar hafa náð góðum
tökum á meðhöndlun hráefnis-
ins og að veiðigeta bátanna hefur
stóraukist.
Fyrirséð er að þær heimildir
sem hafa verið skammtaðar til
smábáta verða takmarkandi fyrir
framþróun veiða árið 2013 vegna
gríðarlegs áhuga fyrir veiðunum.
Hvet ég því ráðherra til að auka
rausnarlega við fyrirhugaða úthlut-
un til handfæraveiða á komandi ári
og úthluta að minnsta kosti 20.000
tonnum í handfærapottinn. Flestir
eru sammála um að öll efnisleg rök
eru fyrir því að stórauka skuli hlut
handfæraveiða við landið, hvort
sem er af efnahagslegum eða sam-
félagslegum ástæðum.
Nú er lag
Steingrímur,
látum
verkin tala
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Brynhildur
Jónsdóttir
M.S. í sálfræði
sálfræðiþjónusta
LSH - Landakoti
➜ Flestir sem komnir
eru af barnsaldri vita
að óheilbrigður lífs-
stíll eykur líkurnar á
hjarta- og æðasjúk-
dómum.
SJÁVAR-
ÚTVEGUR
Ásmundur
Skeggjason
trillukarl
➜ Nú er lag fyrir Steingrím
J. Sigfússon að láta verkin
tala og stórauka veiðiheim-
ildir til færaveiða á makríl
sem eru bæði vistvænar og
mannafl sfrekar.