Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 43
KYNNING − AUGLÝSING Veiðibyssur22. MARS 2013 FÖSTUDAGUR 5
Hreindýraveiðitímabilið hefst í lok sumars og eru veiðimenn farnir að undir-
búa það. „Það er svona mest við að
vera í kringum hreindýra veiðina
núna,“ segir Sveinbjörn Guð-
mundsson, starfsmaður veiði-
deildar Ellingsen. „Menn þurfa
að undirgangast skothæfnipróf
og sumir þurfa nýjan búnað. Enn
aðrir eru að fá úthlutað í fyrsta
skipti og þurfa að græja sig upp í
samræmi við það.“
Sveinbjörn segir Ellingsen bjóða
gott úrval af veiðirifflum sem henta
til hreindýraveiða. „ Við erum með
Sako og Tikka sem eru finnskir
veiðiriff lar. Þeir hafa fyrir löngu
sannað ágæti sitt. Þá erum við með
Remington-riffla á verði frá 79.900
krónum í ýmsum útfærslum.
Browning X-Bolt er svo þægi legur
og nákvæmur riffill og sömu leiðis
Sauer, en þetta eru okkar aðal-
merki. Þá eru við með Hawke-
sjónauka sem eru við allra hæfi og
eins hágæðasjónauka frá Minox á
verði sem kemur á óvart. Þá erum
við með sjónauka frá þýska fram-
leiðandanum Schmidt & Bender
en þeir eru í hópi þeirra allra bestu.
Sveinbjörn segir gott úrval af
veiðiskotum frá Remington, Win-
chester og Sako í versluninni og
eins af vörum til endurhleðslu.
Úrvalið af haglabyssum til fugla-
veiða og skotæfinga er ekki síðra
en með hækkandi sól fara menn að
sögn Sveinbjörns að verða áhuga-
samari um haglabyssuskotfimi.
Sveinbjörn nefnir Remington en
þar á meðal er 870 pumpa sem er
mest selda haglabyssa í heiminum
í sínum flokki. „Þá erum við með
Winchester SXP sem er nútíma-
leg en byggð á gömlum grunni,
Browning fyrir þá sem vilja gæði
og Bettinsoli-tvíhleypur svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Sveinbjörn segir konum sem
stunda skotveiði sífellt fjölga og
þar af leiðandi þarf veiðibyssur
sem henta þeirra vaxtarlagi. „Þar
kemur byssusmiðurinn Jóhann
Vilhjálmsson, sem starfar hjá
okkur, til skjalanna en hann hefur
hjálpað konum jafnt sem körlum
við að aðlaga byssurnar þannig að
þær passi hverjum og einum ásamt
því að veita almenna ráðgjöf.“
Sveinbjörn segir stöðuga ný liðun
í greininni. „Það eru alltaf einhverj-
ir nýir að byrja og stöndum við
klárir í það en við erum með vand-
aðar og góðar pumpur sem eru á
verðbili sem hentar ungu fólki sem
er að stíga sín fyrstu skref.“
En hver er hvatinn? Ekki þurfum
við lengur að veiða okkur til matar.
Af hverju vilja menn fara á veiðar í
dag? „Ég held að það séu aðallega
ferðalögin, útiveran og snertingin
við náttúruna sem verið er að
sækjast eftir. Þá fylgir þessu auð-
vitað einhver spenna auk þess sem
flestum finnst gaman að geta boðið
upp á eigin bráð.“
Ellingsen er alhliða útivistar-
verslun og þar er að finna allan til-
heyrandi búnað svo sem skó, undir-
föt og fatnað í felulitunum. Þá er
fjölbreytt úrval gjafavöru í verslun-
inni sem er gott að muna eftir ef fólk
með veiðidellu leynist í fjölskyld-
unni. „Þá erum við að sjálfsögðu
með byssuskápa. Miðað er við að
menn komi sér upp slíkum skáp við
fjórðu byssu en almenn skynsemi
segir manni að gera það sem fyrst.“
Fyrir byrjendur jafnt
sem vana veiðimenn
Ellingsen býður mjög gott úrval af veiðibyssum og viðeigandi skotum. Þar fæst
sömuleiðis allur tilheyrandi búnaður auk þess sem viðskiptavinir hafa aðgang
að byssusmiði á staðnum.
Viðskiptavinir geta leitað ráða hjá Jóhanni Vilhjálmssyni byssusmiði.
Byssusmiðurinn Jóhann Vilhjálmsson (til hægri) hjálpar konum jafnt sem körlum að aðlaga byssurnar þannig að þær passi hverjum og einum. MYND/GVA
Sveinbjörn segir veiðimenn aðallega sækjast eftir útiveru og snertingu við náttúruna.
Veiðinni fylgir þó líka ákveðin spenna, auk þess sem gaman er að bjóða upp á eigin bráð.
Verð við allra hæfi
Konum fjölgar Konum sem stunda skotveiði fjölgar jafnt og þétt.
Stöðug nýliðun Á hverju ári bætast nýir veiðimenn í hóp þeirra eldri og
reyndari. Hjá Ellingsen fást vandaðar pumpur á verðbili sem hentar ungu
fólki í bland við vörur fyrir fólk sem gerir miklar kröfur.