Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 38
FRÉTTABLAÐIÐ Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Veru-leiki. Heilsa og heilbrigði. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 8 • LÍFIÐ 22. MARS 2013 VERULEIKI FRAMHALDSSAGA SAGA AF VERU, RAUNUM HENNAR OG HUGLEIÐINGUM Anna Rún Frímannsdóttir íslenskufræðingur og rithöfundur skrifar Í dag á besti vinur minn afmæli. Hrúturinn Pálmar sem á aðeins eitt ár eftir í að verða táningur. Ég fæ nettan hroll við tilhugs- unina um að á næsta ári verðum við vinirnir orðnir unglingar. Ég hlakka reyndar ekkert sér- staklega til unglingsáranna og væri alveg til í að hoppa bara yfir þau. Án gríns! Hún Helga systir mín varð alveg hræðileg þegar gelgjan bankaði upp á hjá henni. Maður lifandi hvað hún átti erf- itt. Ég man sérstaklega eftir því þegar hún fór á „skammast sín fyrir fjölskylduna sína“ skeiðið. Ég skildi hana alls ekki á þessum tíma. Ég er svo stolt af fjölskyldunni minni að ég er að springa, myndi ekki skipta á henni og öllu heims- ins gulli. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar við pabbi rákumst á hana í bakaríinu þar sem hún sat með nokkrum vinum sínum og gæddi sér á skinkuhorni og kókómjólk. Pabbi gekk upp að vinunum til að heilsa en Helga lét sem hún sæi hann ekki. Ég varð bálreið út í hana. Ég vorkenndi pabba alveg hræðilega mikið þar sem hann stóð hinn vandræðaleg- asti og reyndi að gera eins gott úr þessum aðstæðum og hann gat. Ég æddi því upp að henni og sagði mátulega hátt svo allir í bakaríinu heyrðu örugglega í mér: „Helga, mamma bað mig um að skila því til þín að bangsinn þinn væri kom- inn úr þvotti og liti út eins og nýr, þú getur því sofið með hann í nótt. Ég veit að þú getur ekki án hans verið.“ Ég hefði getað svarið fyrir að Helga myndi gjósa þarna á staðnum eins og kynsystir hennar Hekla. Hún grýtti tómri kókó- mjólkurfernunni í gólfið, rauk út og skellti á eftir sér hurðinni svo undir tók í gömlum innréttingum bakarísins. Aumingja pabbi vissi hreinlega ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga. Ég var ekki viss um hvort hann ætlaði að skamma mig eða stökkva á eftir Helgu. En pabbi varð ekki reiður við mig, þvert á móti. Hann keypti meira að segja tvo kleinuhringi fyrir mig, annan með súkkulaði og hinn með karamellu. Ætli það hafi ekki verið hans leið til að þakka mér fyrir stuðninginn. Eftir þetta tal- aði mín ástkæra systir ekki við mig í tvær vikur sem var svo sem henni líkt. Ég hafði áhyggjur af að þessi gelgja færi með hana einn daginn, í bókstaflegri merkingu. Það er því kannski engin furða að ég hlakki ekki beint til að verða unglingur. Unglingar eru líka margir hverjir að flýta sér allt of mikið að verða fullorðnir. Mér finnst að maður eigi að varðveita barnið í sér eins lengi og maður getur. Maður á heldur aldrei að skammast sín fyrir fólkið sitt, vinina og fjölskylduna – það allra dýrmætasta sem maður á. Þegar ég hugsa til þess, þá finnst mér fráleitt að við Pálmar verðum nokkurn tíma svona. Pálmar! Ég lít á klukkuna og sé að ég hef nákvæmlega tíu mínútur til þess að koma mér í afmælið. Ég klára því að pakka inn afmælisgjöfinni, greiði mesta flókann úr hárinu og skokka léttfætt af stað. Á þessari stuttu leið bið ég til Guðs að ég sleppi við gelgjuna þegar að ung- lingsárunum kemur, ég er nefni- lega handviss um að hún fari mér ekki. Pálmar kemur spariklædd- ur og fínn til dyra og býður mér inn. Augnabliki síðar sit ég við stofuborðið og gúffa í mig ný- bakaðri og volgri súkkulaði köku. Sælkerinn ég er í hamingjukasti yfir kræsingunum og strax far- inn að plana hvað eigi að fara á diskinn í næstu ferð. Lífið er stundum of gott til að vera satt! FRAMHALD Í NÆSTU VIKU ég að þvinga mig í bólið ekki seinna en klukkan ellefu þó svo ég eigi eftir að gera allt mögu- legt. Svo er ég að rembast við að reyna að hugleiða stundum þegar ég er orðin alveg útkeyrð. Ég er ekkert góð í því en ég reyni og mér finnst það hjálpa. Annars finnst mér einlæglega að fólk með börn ætti að hafa rétt á því að vinna 60-80% vinnu. Held að margar rannsóknir hafi sýnt að það eru frábærir starfs- kraftar. Bugaður af sorg Suðurafríski hlauparinn og fjöl- skylduvinur ykkar Pistorius sem sakaður var um að hafa myrt unnustu sína hefur haft mikil og góð áhrif á ykkar líf. Hvernig líður ykkur við að fylgjast með þessu máli héðan frá Íslandi og hefurðu haft tök á að tala við hann? Við höfum fengið einstaka skilaboð frá honum sem ég veit að hann hefur sent okkur af því hann veit að okkur þykir vænt um hann og höfum áhyggjur af honum. Við sendum honum reglu- lega styrkjandi skilaboð. Það er skemmst frá því að segja að hann er bugaður af sorg og syrgir Reevu mjög. Þegar hann skrifar þakkar hann okkur fyrir að biðja fyrir fjölskyldu Reevu og fjöl- skyldu sinni og fyrir stuðninginn og segir hann skipta sig miklu og hjálpa sér að komast í gegn- um þessa martröð. Það sem hjálpar honum mest núna, held ég, er að hann er trúaður mjög, Suður-Afríku menn eru það jafn- an og ég veit að hann heldur sig nálægt Guði með bænum sínum og finnur þar skjól. Segðu mér aðeins þína sýn á hann eftir að hafa kynnst honum? Oscar er góðviljaður maður og vill láta gott af sér leiða. Þrátt fyrir frægð og frama og þétta dagskrá hefur hann alltaf gefið sér tíma fyrir fólk, sérstaklega þá sem eiga um sárt að binda. Hann er hugrakkur, skemmtilegur, hlýr og réttsýnn. Það er ekkert illt í honum. Ég bið að með tímanum læri hann að fyrirgefa sér. Það er ekki vafi í mínum huga að þetta var slys. Svalt að vera öðruvísi Og hvernig útskýrðuð þið málið fyrir börnunum ykkar? Þegar við Haddi, maðurinn minn, lásum fréttina voru viðbrögð okkar svo ýkt að Hanna og Hafliði sáu strax að eitthvað hræðilegt hafði gerst. Ég sagði þeim þess vegna hvað var, að Oscar hefði drepið kær- ustu sína um nóttina, haldið að hún væri þjófur. Við höfum búið í Suður-Afríku og þekkjum aðstæð- urnar, þau tvö vissu aðeins um glæpina þó við reyndum ávallt að halda slíkum sögum frá þeim, þar sem við bjuggum á öruggara svæði en Oscar. Fyrir þeim var þetta afgreitt af því að þetta var óvart. Þau hvorki dæma né dvelja við þetta og skilja heldur ekki vel afleiðingarnar, sem er ágætt. Hvað varðar Hafliða, þá hefur hann aldrei ætlað að verða Oscar eða eins og Oscar. Oscar gaf honum og okkur miklu dýrmætari gjöf en það. Hann sýndi Hafliða að hann er ekki einn og að hann eigi ávallt að vera ánægður með sig. Það er svalt að hafa engar fætur, svalt að vera öðruvísi og þetta skiptir í raun engu máli. Maður getur gert það sem maður vill þó maður sé fótalaus.Það dýrmætasta sem maður á er í hjartanu. Haf- liði skiptir um skoðun vikulega varðandi hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Það er ekk- ert alltaf fínt heima hjá mér og börnin fara bara stundum aftur í sömu fötin og í gær, þó að það sé jafnvel blettur einhvers staðar Ebba gerir engan mat fyrir börnin nema að henni þyki hann góður. Vinirnir þeir Pistorius og Hafliði saman. Pistorius hefur reynst Ebbu og hennar fjölskyldu afar vel. Burt’s Bees vörurnar fást t.d. í Lyfjum & heilsu Kringlunni og í Fríhöfninni. náttúran og ég N Á T T Ú R U L E G F E G U R Ð „UPPÁHALDS SNYRTIVARAN MÍN ER LITAÐUR VARASALVI FRÁ BURT’S BEES“ PATTRA SRIYANONGE TÍSKUBLOGGARI MÆLIR MEÐ TINTED LIP BALM FRÁ BURT´S BEES „Uppáhalds snyrtivaran mín er litaður varasalvi frá Burt’s Bees í litnum rose. Ég varð ástfangin af honum síðasta sumar þegar ég keypti mér einn í Leifstöð. Nú hafa fleiri Burt’s Bees elskur bæst við í snyrtibudduna. Þetta er eini var- asalvinn sem hefur virkað svona ótrúlega vel á mig og liturinn finnst mér fullkominn. 100% náttúrulegur er líka eitthvað til þess að gleðjast yfir!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.