Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGVeiðibyssur FÖSTUDAGUR 22. MARS 20136
Nýlega flutti Gallerí Byssur í nýtt og glæsilegt húsnæði við Askalind 6 í Kópavogi.
Sérstaða fyrirtækisins liggur í um-
boðssölu á byssum fyrir einstak-
linga. Agnar Georg Guðjónsson,
framkvæmdastjóri fyrir tækisins,
segir þá einnig kaupa byssur af
þrotabúum og notaðar byssur
auk þess að vera með umboð
fyrir nýjar byssur. „Eftir að við
fluttum í nýja húsnæðið erum við
einnig farnir að stunda vöðluvið-
gerðir en þeim gátum við ekki
sinnt í fyrra húsnæði okkar. Nú er
veiðitímabilið að hefjast bráðlega
og því mikið að gera hjá okkur á
því sviði.“ Byssurnar sem Gallerí
Byssur er með umboð fyrir eru frá
Bernadelli og verða til sölu í versl-
uninni í sumar að sögn Agnars.
„Um er að ræða haglabyssur í dýr-
ari kantinum enda miklir gæða-
gripir.“
Þjónusta verslunarinnar við
byssueigendur snýst ekki síst að
því að gera við byssur og smíða
skefti á þær. „Við sérsmíðum
skefti og lögum í raun byssurnar
að eigendum þeirra. Þetta er
gríðar lega stórt atriði að skaft
byssunnar sé sniðið að hæð og
lögun byssueigandans. Sumir eru
hálslangir en aðrir hafa stuttan
háls. Einnig þarf að miða við hæð
og handar lengd og hvort viðkom-
andi er grannur eða feitur. Þannig
mátum við byssur við hvern og
einn svo þær passi vel. Ég reikna
með að tvær af hverjum þremur
byssum sem eru í notkun hér á
landi þurfi að fara gegnum slíkar
breytingar.“
Mikið hefur verið að gera í
vöðluviðgerðum undan farnar
vikur enda styttist í að veiðitíma-
bilið hefjist formlega. „Nú höfum
við góða aðstöðu til þess að gera
við vöðlur. Þær sem koma inn á
mánudegi og þriðjudegi eru til-
búnar á hádegi á föstudegi. Veiði-
mönnum liggur alltaf mikið á
þannig að við reynum að veita
þeim góða þjónustu.“
Auk þess selur verslunin ýmis-
legt sem tengist skotveiði, til
dæmis poka, sjónauka, ólafest-
ingar og í raun flest allt sem þá
vantar að sögn Agnars.
Verslunin er opin alla virka
daga milli kl. 13-17 en lokað er
um helgar. Bráðlega kemur nýr
vefur verslunarinnar í loftið á
slóðinni www.galleribyssur.is þar
sem allar nánari upplýsingar má
finna.
Úrvalsþjónusta fyrir
skotveiðimanninn
Gallerí Byssur veitir alhliða þjónustu við byssueigendur. Nýlega hóf verslunin
vöðluviðgerðir fyrir veiðimenn.
Agnar Georg Guðjónsson framkvæmda-
stjóri. MYND/VALLI
Þeir sem vilja stunda almenn-ar skotveiðar á Íslandi þurfa bæði að vera hand hafar
veiðikorts og skotvopna leyfis.
Umhverfisstofnun hefur umsjón
með báðum námskeiðum og gefur
út veiðikortið en lögreglan gefur út
skotvopnaleyfið. Um 600 manns
hafa sótt námskeiðin að jafnaði
undanfarin ár en sprengja varð
þó í aðsókn þeirra árið 2009 þegar
rúmlega 1.200 manns sóttu þau.
Einar Guðmann, sérfræð ingur
hjá Umhverfisstofnun, segir nær
alla sækja bæði námskeiðin enda
gagnist lítið að vera handhafi
annars skírteinisins sé ætlunin
að stunda veiðar. „Skotvopna-
leyfið gefur takmörkuð veiðirétt-
indi, í raun er sáralítið sem má
veiða hérlendis með slíkt leyfi. Því
þarf veiðikortið til að stunda veiði,
meðal annars þegar fuglar eru
veiddir en rjóminn af veiðum á Ís-
landi snýst um fugla. Eina sem má
veiða hér án veiðikorts er minkur
og selur.“
Námskeiðin eru aðskilin og gefa
aðskilin réttindi að sögn Einars.
„Skotvopnaleyfi gefur leyfi til að
kaupa skotvopn í svokölluðum A-
leyfis flokki og veiðikortið gefur
réttindi til að stunda skotveiðar
á Íslandi samkvæmt íslenskum
lögum.“
Þótt Umhverfisstofnun haldi
bæði námskeiðin þarf lögreglan
að samþykkja þátttakendur inn á
skotvopnanámskeiðið auk þess að
gefa út viðkomandi leyfi. Þannig
eru þau unnin í fullri samvinnu
við lögregluna. Þátttakendur þurfa
auk þess að ná að minnsta kosti
75% árangri á báðum prófum til
að ná þeim.
Breytt námskeið
Einar segir miklar breytingar hafa
orðið á námskeiðunum undan-
farin ár. „Skotvopnanám skeiðin
voru samræmd yfir landið árið
2004 og árið 2007 var veiðikorta-
námskeiðið stokkað upp og nám-
skeiðum breytt töluvert. Segja má
að frá árinu 2007 hafi námskeiðin
orðið sambærileg þeim sem eru í
nágrannalöndum okkar.“
Í dag spannar skotvopnanám-
skeiðið þrjá daga. Tveir dagar fara
í bóklegt nám sem endar á prófi og
einum degi er eytt á skotsvæði þar
sem þátttakendur fá undirstöðu-
þjálfun. Veiðikortanámskeiðið
fer hins vegar fram á einu löngu
kvöldi. „Þetta er þéttpakkaður
fyrir lestur þar sem farið er yfir
mikið efni á sex klukku stundum. Í
raun er gert ráð fyrir að nemendur
hafi undirbúið sig áður og kynnt
sér námsefnið.“
Fjöldi námskeiða árlega
Umhverfisstofnun heldur um
50-60 námskeið árlega. Þau byrja
snemma á vorin en aðalnám-
skeiðatíminn er að sögn Einars
í lok ágúst og fram í nóvember.
Einar segir erfiðlega hafa gengið
að fá fólk til að mæta um veturinn
á námskeiðin heldur sæki margir
veiðimenn þau stuttu áður en þeir
hefja veiði. Karlar eru enn í miklum
meirihluta þeirra sem sækja nám-
skeiðin en konur sæki þó á. „Miðað
við þróun síðustu ára má gera ráð
fyrir að konur verði um 6-8% veiði-
manna eftir fáein ár.“
Nánari upplýsingar má finna
á vef Umhverfisstofnunar, www.
ust.is.
Byssumenn í skóla
Það krefst töluverðs undirbúnings og vinnu að öðlast skotvopnaleyfi og fá
veiðikort. Umhverfisstofnun hefur umsjón með námskeiðum fyrir byssumenn.
Einar Guðmann, sérfræðingur hjá
Umhverfisstofnun. MYND/ÚR EINKASAFNI
Ráðstefna Skotvís er liður í ef lingu samstarfs veiði- og fræðimanna og starfsmanna
hins opinbera. „Við erum að fá sér-
fræðinga frá Noregi, Svíþjóð auk
aðila frá Samtökum evrópskra
skotveiðifélaga. Tilgangurinn er að
koma á nauðsynlegri umræðu um
framtíð veiðistjórnunar á Íslandi, en
við teljum að það þurfi að skoða það
kerfi frá grunni,“ segir Elvar Árni
Lund, formaður Skotvís.
Markvissari vinnubrögð
Ákvörðunarvald um veiði á villtum
stofnum er í höndum Umhverfis-
stofnunar, Náttúrufræði stofnunar
og umhverfis- og auðlindaráðu -
neytisins. Að mati Elvars er þörf á
frekari samræmingu milli þessara
stofnana. „Oft er hlutverkaskipan
þessara stofnana óskýr,“ segir Elvar
og heldur áfram. „Það er til dæmis
óþarfi að ráðherra taki ákvörðun um
veiði úr ákveðnum stofnum á hverju
ári eins og gert hefur verið með
rjúpuna. Slíkar ákvarðanir eiga að
fara fram innan þessara stofnana og
vera partur af langtímastefnumótun
um nýtingu á veiðistofnum.“ Þannig
væru pólitísk sjónarmið tekin út úr
myndinni og ákvarðanir teknar á
faglegum grundvelli og úr rann-
sóknum.
Meiri samvinna
Von Elvars er að þáttur veiðimanna
í rannsóknarstarfi muni aukast í
framtíðinni líkt og tíðkast víða er-
lendis. „Þeir gætu til dæmis hjálpað
til við að af la sýna ásamt f leiru.
Innan Skotvís er mikil reynsla og
tækifæri til að nýta félagsmenn til
rannsóknarstarfa. Möguleiki væri
á að þeir kæmu að rannsóknarstarfi
sem sjálf boðaliðar undir hand-
leiðslu vísindamanna.“
Margir áhrifavaldar
Aðalásteytingarsteinninn milli hags-
munaaðila í ákvörðun um veiði á
stofnum hafa verið skiptar skoðanir
um áhrifavalda á þá. „Hvort það er
skotveiðin sem veldur minnkun
stofna, skortur á fæðu, veðurfars-
breytingar eða annað er það sem
deilt er um. Hér á Íslandi er gert
mjög mikið úr áhrifum veiðanna
en að okkar mati er gert of mikið úr
þeim,“ segir Elvar og nefnir svart-
fuglsstofninn í því samhengi. „Þar
vitum við að afföll vegna veiða eru
mjög lítil. Afföllin eru að mestu til-
komin vegna fæðuskorts.“ Vill Elvar
meina að hægt væri að veiða áfram
úr þeim stofni sem myndi litlu breyta
um stofnstærð til lengdar þar sem
veiðarnar væru svo lítill hluti. „Það
eru heilu fræðin á bak við þetta
sem notuð eru erlendis um veiði
úr hnignandi stofnum. Vinnuferli í
kringum þessar ákvarðanatökur þarf
að endurskoða hér á landi.“
Félag í breytingu
Elvar segir starf félagsins hafa breyst
undanfarin ár. Áður fyrr hittust
menn á spjallfundum en í dag fer
umræðan meira fram á netinu.
„Skotveiðimenn skiptast á skoð-
unum á spjallþráðum á netinu. Eins
er mikið af myndböndum sem hægt
er að skoða þar svo þörfin fyrir að
hittast er minni.“ Í skoðanakönnun
sem gerð var á meðal félagsmanna í
fyrra kom fram að vilji þeirra er að
félagið beiti sér í meiri mæli sem
hagsmunagæslufélag. „Starf Skot-
vís er því að breytast töluvert. Mikill
tími okkar fer í að veita um sagnir
um lagafrumvörp og ýmsa vinnu
með stjórnvöldum.“
Í samningaviðræðum
Elvar nefnir að Skotvís þjóni veiga-
miklu hlutverki í undirbúningi
fyrir samningaviðræður við Evr-
ópusambandið um þessar mundir.
„Þar kemur reynsla annarra sam-
bærilegra félaga á Norðurlöndum
og í Evrópu sterkt inn en við erum í
góðu sambandi við þau.“ Slík sam-
vinna kemur sér vel í samningavið-
ræðum þar sem samið er um hvern
veiðistofn fyrir sig. „Svíar til að
mynda voru mjög ósáttir við margt
í sínum samningum en aftur á móti
voru Eistar mjög ánægðir og héldu
sínum veiðum nánast óbreyttum frá
því sem var fyrir inngöngu í Evrópu-
sambandið.“ Slík samvinna hefur
því mikilvæga þýðingu fyrir framtíð
íslenskra veiðimanna kjósi Íslend-
ingar að ganga í Evrópusambandið.
Áhrif veiða
ofmetin
Ráðstefna um rannsóknir og stjórnun villtra
dýrastofna á Íslandi fór fram á Grand Hóteli í gær.
Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, stóð fyrir
ráðstefnunni en hana sat fjöldi erlendra fyrirlesara
sem miðluðu þekkingu og reynslu frá sínu
heimalandi.
Ákvörðunarvald um veiði á villtum stofnum er í höndum nokkurra aðila. Að mati Elvars
er þörf á frekari samræmingu við ákvörðun um veiði á villtum stofnum. MYND/VILHELM