Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 10
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 9 6 4 KYNFERÐISBROT GEGN DRENGJUM Lagadeild og sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Barnahús og Háskólann á Akureyri bjóða til málþings föstudaginn 22. mars kl. 13–16 í stofu V101 í HR. 13:00 Setning málþingsins 13:05 „Milli þess að komast yfir og lifa við liggur hundurinn grafinn“ Þolandi í skáldsögu velur sér grafskrift. Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur. 13:25 Varastu ókunnuga karlmenn! Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, skýrir frá rannsókn á dómum Hæstaréttar í málum vegna kynferðisbrota gegn drengjum. 13:50 Strákar verða ekki fyrir misnotkun – bara stelpur Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið HR, fjallar um félagslega stöðu drengja sem eru þolendur kynferðisofbeldis samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar. 14:15 Strákar hrista af sér afleiðingar kynferðisofbeldis og þurfa ekki meðferð Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og forstöðumaður Barnahúss, fjallar um drengi sem þolendur kynferðisbrota. 14:45 Kaffihlé 15:00 Er líf eftir sálardauða? Sigrún Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið HA og doktorsnemi við HÍ, fjallar um heilsufar og líðan karla sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. 15:25 Konur misnota ekki stráka Strákar sem eru misnotaðir af körlum verða hommar Karlar sem verða fyrir misnotkun í æsku beita aðra kynferðisofbeldi Er þetta rétt? Því svara Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor í sálfræði við HR og HÍ og yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala og Anna Newton, stundakennari við sálfræðisvið HR og réttarsálfræðingur á Stuðlum. 15:50 Saga þolanda Gunnar Hansson Fundarstjóri: Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn er öllum opinn. Aðgangur ókeypis. BARNAHÚS 365 hefur innreið á fjarskiptamarkaðinn Fjölmiðlafyrirtækið 365 mun á næstunni hefja að bjóða nettengingar til viðskipta- vina í tengslum við aðra þjónustu. 365 gekk í gær frá samningi við Gagnaveituna um aðgang að ljósleiðara og þá stefnir fyrirtækið að uppbyggingu 4G-nets. 365 gæti haslað sér völl á símamarkaði FJARSKIPTI Fjölmiðlafyrir tækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið, mun á næstunni bjóða upp á fjarskiptaþjónustu. Fyrirtækið gekk í gær frá samn- ingi við Gagnaveitu Reykjavík- ur sem gerir 365 kleift að bjóða upp á internetþjónustu um ljós- leiðara. „Þessi samningur gerir okkur kleift að selja áfram til okkar við- skiptavina alla þá þjónustu sem ljósleiðarinn býður upp á. Það er fyrst og fremst almenn internet- þjónusta en við gætum líka boðið upp á símaþjónustu þess vegna,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, og heldur áfram: „Við gerum ráð fyrir að hefja sölu á vörum á grunni ljósleiðarans fljótlega þó við höfum ekki tímasett það nákvæmlega. Því verður þá stillt fram með annarri þjónustu sem við veitum.“ 365 tóku fyrir skömmu þátt í útboði Póst- og fjarskiptastofn- unar á tíðnisviðum fyrir 4G-fjar- skiptaþjónustu. Fékk fyrirtækið úthlutað tíðnisviði en úthlutun- inni fylgir sú kvöð að fyrirtækið skal byggja upp 4G-net sem nær til 99,5% Íslendinga fyrir lok árs 2016. Ari segir þá uppbyggingu og samninginn við gagnaveit- una opna marga möguleika fyrir fyrir tækið. „Á örfáum árum hefur sjón- varpsdreifing um netið farið úr því að skipta frekar litlu máli í að vera stærstur hluti allrar sjón- varpsdreifingar. Þetta skapar mikla möguleika í tengslum við gagnvirkni og það að dreifa efni til fleiri tækja en bara sjónvarpa,“ segir Ari en bætir við að 4G-þjón- usta bíði þó uppbyggingar slíks kerfis. Gagnaveita Reykjavíkur hefur lagt ljósleiðara til ríflega 53 þúsund heimila á þjónustusvæði sínu en þar af nýta um 40% ljós- leiðara sem sína helstu fjar- skiptatengingu. Fyrirtækið hefur þegar ljósleiðaravætt Akranes, Seltjarnar nes, Hellu og Hvolsvöll auk um 85% af Reykjavík. Stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæð- ingu Reykjavíkur fyrir árið 2015 og þá er hafið að leggja ljósleiðara í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópa- vogi og í Garðabæ. magnusl@frettabladid.is Samningur 365 við Gagnaveituna og úthlutun til fyrirtækisins á 4G- tíðnisviði á dögunum vekur upp þá spurningu hvort fyrirtækið hyggist hefja beina samkeppni við símafyrirtækin. Spurður um málið svarar Ari Edwald: „Allt þetta er í einhverjum mæli í samkeppni við símafyrirtækin þótt við verðum áfram stór við- skiptavinur þeirra. Ég vil hins vegar ekki útlista í smáatriðum hvaða þjónustu við kunnum að bjóða á næstu árum. En við erum að skoða alla möguleika og útilokum ekki neitt, sérstaklega ekki til lengri tíma litið.“ SAMNINGURINN HANDSALAÐUR Þeir Ari Edwald, forstjóri 365, og Birgir Rafn Þráinsson, forstjóri Gagnaveitu Reykja- víkur skrifuðu undir samstarfssamning fyrirtækjanna í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.