Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 37
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 22. MARS 2013 • 7 megnis héðan með hjálp inter- netsins. Nota vefsíðuna mína og auðvitað Facebook og Twitter. Það reynist vel í svona starfi. Væntanlega fer ég eitthvað út líka. Hvernig kunnirðu við þig fyrir framan kvikmyndatökuvélina við gerð matreiðsluþáttanna á mbl.is? Ég kunni vel við mig. Ég er svo heppin að vera ekki mikið stressuð og mér finnst gaman að sýna fólki hvað er ein- falt og fljótlegt að búa til hollan mat. Fljótlegra og ódýrara en að hlaupa og kaupa tilbúið. Fyrir utan hvað það er miklu betra. Það gekk skemmtilegt mynd- band á veraldarvefnum á dögunum af mistökum þínum við gerð matreiðsluþáttanna. Þú virðist ekki taka lífinu of alvar- lega eða hvað? Ég þekkti ruglu- dallinn sjálfa mig vel þarna og fannst þetta fyndið. Eigum við von á að sjá þig aftur í sjónvarpi á næstunni? Það gæti vel farið svo. Geri bara það sem mér finnst gott En svona fyrir áhugasama þá opnaðir þú á dögunum nýja heimasíðu – hvað er þar skemmtilegt að finna? Á síðunni pureebba.com er að finna fjöl- margar uppskriftir að heilsu- samlegum, einföldum barna- mat sem og alls konar mat, drykkjum, kökum og svo fram- vegis fyrir alla fjölskylduna. Allt mjög einfalt. Ég set aldrei neitt inn neins staðar nema mér finnist það sjálfri gott og útbúi það reglulega. Einnig er þar að finna alls konar fróðleik um allt sem viðkemur heilsu – aftur allt sem ég nota sjálf og hefur reynst mér vel. Einnig eru þar nokkur myndbönd á ensku þar sem ég sýni hvernig á að útbúa hitt og þetta sem ég hafði áhyggjur af að fólki fyndist svo flókið og þyrfti að sjá hvernig gert væri til að þora að prófa. Til dæmis súkkulaðibúðingur úr avókadói! Svo eru þar upplýs- ingar um mig og bókina What should I feed my baby? sem er uppfærð útgáfa af bókinni; Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Oft eins og útspýtt hundskinn Hvernig gengur að sameina það að reka heimili, vinna að mörgum verkefnum í einu og sinna móðurhlutverkinu sem krefst mikils af þér með að- stæður Hafliða í huga? Það gengur oftast ágætlega. Við maðurinn minn vinnum hjá sjálfum okkur og getum því stokkið frá yfir daginn og sinnt því sem þarf að sinna, sem er mikill kostur þegar kemur að Hafliða. Það þarf að smíða fætur, stilla fætur og yfir- fara reglulega og fara í sjúkra- þjálfun og annað slíkt. Við erum heppin. En annars er ég eins og allar mæður, oft eins og útspýtt hundskinn, lafmóð og andstutt að reyna að sjá um og muna eftir milljón hlutum í einu. En ég er farin að læra betur núna að slá af kröfunum. Það er ekkert allt- af fínt heima hjá mér og börnin fara bara stundum aftur í sömu fötin og í gær, þó að það sé jafn- vel blettur einhvers staðar. Stundum er ekkert til að borða af því ég komst ekki í búð. Ég er ekki alltaf tilhöfð og svo reyni Ég hef mikla trú á hollum mat. Mín reynsla er sú að hann hjálpar manni að verða besta eintakið af sjálfum sér. MATUR Mér finnst allt gott. En ég hlýt að vera með smá ítalskt blóð í æðum því að mér finnst allt sem er að drukkna í ólífu- olíu, hvítlauk, smjöri og parmesan alveg svakalega gott. Líka mexíkóskt, löðrandi í avókadó mauki, sýrðum rjóma, rifnum osti og öllu hinu. Íslenska lambakjötið er líka alltaf dásamlegt. Þessi listi gæti í stuttu máli fyllt heila blaðsíðu hjá matargati eins og mér! DRYKKUR Vatn. VEITINGAHÚS Það eru nokkur sem ég elska, Kaffihúsið Garðinn og Gló. Annars finnst mér íslensku veitingahúsin almennt alveg svakalega góð, skál fyrir þeim! TÍMARIT Þar sem ég get skoðað fallega hönnun. VEFSÍÐA Ætli ég hafi ekki lært mest af honum Dr. Mercola vini mínum www.drmer- cola.com þó vefsíðan hans sé langt frá því að vera konfekt fyrir augun, en tilgangurinn og upplýsingarnar helga meðalið! VERSLUN Lífrænar verslanir. HÖNNUÐUR Ég er svo einföld, geri að- eins þá kröfu að föt fari mér, sniðið og litirnir og mér líði vel í flíkinni. Þannig að ég á engan einn uppáhaldshönnuð, kaupi það sem passar mér hverju sinni. HREYFING Peak fitness á svifbrettinu mínu heima eða hvað sem það nú heitir, þar tek ég 8x30 sekúndur og erfiða þangað til að ég er að drepast – í stuttu máli, get ekki andað og sé svart, og svo tek ég inn á milli 90 ögn léttari sekúndur. Svo reyni ég að drullast til að gera eitthvað smá meira, lyfta með eigin þyngd eftir plani frá Línu Guðnadóttur vinkonu minni, sem er einka- þjálfari. DEKUR Nudd og sund! Uppáhalds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.