Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 18
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Á morgun fagna Neyt- endasamtökin 60 ára afmæli, en samtökin voru stofnuð 23. mars 1953. Þau eru þriðju elstu neytendasamtök í heiminum og var helsti hvatamaður að stofnun þeirra Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur. Þegar Sveinn kom heim úr námi frá Svíþjóð sá hann hve staða íslenskra neyt- enda var að mörgu leyti slæm. Það átti ekki síst við hvað varðar skort á neyt- endalöggjöf en einnig var við- horf framleiðenda og seljenda til eðlilegra og sanngjarnra krafna neytenda neikvætt. Allt frá stofnun Neytenda- samtakanna hefur langstærsti hluti starfseminnar verið fólg- inn í að leiðbeina neytendum um lagalegan rétt sinn í við- skiptum og aðstoða þá við að ná fram rétti sínum takist þeim það ekki sjálfum. Þessi þáttur starfseminnar er enn sá mikil- vægasti. En samtökin tryggja einnig hagsmuni neytenda með ýmsum hætti, svo sem með umsögnum um lagafrumvörp, upplýsingagjöf í gegnum heima- síðuna ns.is og Neytendablaðið og áskorunum til stjórnvalda í ýmsum brýnum málum. Margt áunnist Á sex áratugum hefur sem betur fer margt áunnist og mörg dæmi eru um að barátta Neytendasamtakanna hafi borið árangur. Þannig má rifja upp þegar Neyt- endasamtökin söfnuðu á skömmum tíma um 20 þúsund undirskriftum þar sem þess var krafist að Grænmetisverslun landbúnaðarins yrði lögð niður og heildverslun með kartöflur yrði gefin frjáls. Þetta var gert í kjölfar þess að fluttar höfðu verið inn ónýtar kartöflur frá Finnlandi en seldar sem fyrsta flokks vara. Stjórnvöld ætluðu fyrst að þráast við en sáu að sér og gáfu þessi viðskipti frjáls og starfsemi Grænmetisverslunar- innar var lögð niður 1983. Fullur sigur Styttra er síðan Neytendasam- tökin fóru í málaferli vegna samráðs olíufélaganna sem lauk með fullum sigri og þeir neytendur sem höfðu komið með kvittanir til samtakanna sem sönnuðu viðskipti þeirra á samráðstímanum fengu bætur. Þegar smálánin svokölluðu komu fram gagnrýndu samtök- in harðlega þá okurvexti sem lántakendur þurfa að greiða. Með nýjum lögum um neytenda- lán er tekið á þessum málum og hert mjög að þessari okurlána- starfsemi. Verkefnin óþrjótandi Neytendasamtökin hafa einnig haft afskipti af fjölmörgum málum er varða matvæli og náð árangri. Þannig voru samtökin í fararbroddi fyrir því að settar yrðu reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum, en nú er skylt að merkja slík mat- væli sérstaklega. Baráttan fyrir minni notkun á transfitusýrum skilaði sömuleiðis árangri auk þess sem samtökin köll- uðu ítrekað eftir því að íslensk stjórnvöld innleiddu hollustu- merkið Skráargatið. Þá má nefna að búið er að banna efnið BPA í pelum eftir að Neytenda- samtökin höfðu ítrekað þá kröfu um árabil. Það er erfitt að halda úti öflugu neytendastarfi í jafn fámennu landi enda byggja samtökin að stærstum hluta á félagsgjöldum. Félagsmenn eru nú um 9.000 og er það ágætis hlutfall miðað við höfðatölu. En betur má ef duga skal. Verk- efnin eru óþrjótandi og því fleiri félagsmenn því öflugri samtök. Neytendasamtökin 60 ára Fjölskyldur með ung börn hafa ekki farið var- hluta af erfiðu efnahagsástandi síðastliðin ár. Barnafjöl- sk yldu r er u með námslán á bakinu, eru að koma sér upp þaki yfir höf- uðið og að hasla sér völl á vinnu- markaði. Þetta er fólkið sem á börn á leikskólaaldri með öllu því himneska vafstri sem smá- börnum fylgir. Það er mikilvægt að standa vel við bakið á smá- barnafjölskyldum og það hefur Reykjavík svo sannarlega gert síðastliðin ár. Ég vil sérstaklega beina sjónum að leikskólagjöld- um, sem hjá allflestum fjölskyld- um á landinu taka í budduna. Þar eru lægstu gjöldin greidd í Reykjavík. Af þessu má sjá að Reykjavík hefur vinninginn, sérstaklega gagnvart fjölskyldum með tvö börn eða fleiri á leikskólaaldri. Munurinn er allt frá því að vera 31% og upp í 64%. Gott að vera námsmaður En skoðum þá hvernig dæmið lítur út hjá námsmönnum, öryrkj- um og einstæðum foreldrum. Þess má geta að starfsfólk leik- skóla fær einnig þennan sama afslátt af leikskólagjöldum og er Reykjavík eitt örfárra sveitarfé- laga sem býður starfsfólki leik- skóla þau hlunnindi. Menntun og velferð Munurinn er skýr. Í Reykjavík hefur verið forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna þrátt fyrir erf- iða stöðu borgarsjóðs og fyrir- tækja í hennar ábyrgð. Við höfum hagrætt í stjórnkerfi og farið í skipulagsbreytingar með samein- ingu sviða og í yfirstjórn stofn- ana. Við stöndum vörð um vel- ferð og skólastarf, höfum fjölgað leikskólaplássum verulega og leggjum mikinn metnað í okkar kraftmikla skóla- og frístund- Borg barnafjölskyldna LEIKSKÓLAR Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs 1 barn 1. sæti Reykjavík 25.880 2. sæti Kópavogur 28. 156 3. sæti Akureyri 31.430 4. sæti Hafnarfjörður 31.423 5. sæti Reykjanesbær 33.080 6. sæti Mosfellsbær 33.351 7. sæti Ísafjörður 33.825 8. sæti Fljótsdalshérað 34.560 9. sæti Garðabær 35.160 2 börn 1. sæti Reykjavík 38.200 2. sæti Kópavogur 50.149 3. sæti Reykjanesbær 53.560 4. sæti Mosfellsbær 54.054 5. sæti Akureyri 55.636 6. sæti Hafnarfjörður 55.716 7. sæti Garðabær 56.160 8. sæti Ísafjörður 60.527 9. sæti Fljótsdalshérað 62.470 3 börn 1. sæti Reykjavík 46.000 2. sæti Reykjanesbær 61.440 3. sæti Kópavogur 62.897 4. sæti Akureyri 62.986 5. sæti Garðabær 70.080 6. sæti Ísafjörður 70.610 7. sæti Hafnarfjörður 72.878 8. sæti Mosfellsbær 74.757 9. sæti Fljótsdalshérað 83.730 astarf. Fagmennska og metnað- ur kennara og starfsfólks, sem og áhrif foreldra, skipta þar höfuð- máli. Árangurinn sýnir sig í betri árangri á flestum sviðum skóla- starfs, betri líðan barna og ung- linga, meiri ánægju foreldra og minna einelti. Leikskólinn er menntastofnun Leikskólinn er menntastofnun, ekki þjónustustofnun. Í umræðu um leikskólann er oft einblínt um of á þjónustuhlutverk hans en leikskóli er skóli fyrir börn á við- kvæmu og mikilvægu skeiði. Sú staðreynd að leikskólinn á Íslandi er almennur og í boði fyrir alla án aðgreiningar er gríðarmikil- væg. Með því stuðlum við að jöfn- uði og tryggjum að öll börn geti dafnað í þroskavænlegu og skap- andi umhverfi. Þetta mætti kalla félagslegt hlutverk leikskólans, sem er hans mikilvægasta hlut- verk og mætti ræða mun oftar en þjónustuhlutverkið. Stærsta velferðarmálið er góð almenn menntun fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri, uppbyggilegt frístundastarf fyrir börn og ung- linga og hóflegt gjald fyrir leik- skólanám og aðra þætti skóla- og frístundamála í Reykjavík. Þann- ig borg viljum við búa í, þannig borg er Reykjavík. LEIKSKÓLAGJÖLD LEIKSKÓLAGJÖLD námsmenn 1 barn 1. sæti Reykjavík 15.320 2. sæti Kópavogur 21.993 3. sæti Akureyri 23.406 4. sæti Garðabær 23.832 5. sæti Ísafjörður 25.515 6. sæti Fljótsdalshérað 25.688 7. sæti Reykjanesbær 26.880 2 börn 1. sæti Reykjavík 25.000 2. sæti Garðabær 39.168 3. sæti Akureyri 41.995 4. sæti Kópavogur 43.986 5. sæti Reykjanesbær 44.260 6. sæti Ísafjörður 46.401 7. sæti Fljótsdalshérað 46.944 3 börn 1. sæti Reykjavík 32.800 2. sæti Akureyri 49.345 3. sæti Garðabær 50.256 4. sæti Reykjanesbær 52.140 5. sæti Ísafjörður 56.484 6. sæti Fljótsdalshérað 63.768 7. sæti Kópavogur 65.979 NEYTENDUR Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna ➜ Í Reykjavík hefur verið forgangsraðað í þágu barna- fjölskyldna þrátt fyrir erfi ða stöðu borgarsjóðs… ➜ Allt frá stofnun Neytendasamtakanna hefur langstærsti hluti starfsem- innar verið fólginn í að leiðbeina neytendum um lagalegan rétt sinn í við- skiptum og aðstoða þá við að ná fram rétti sínum takist þeim það ekki sjálfum. Þessi þáttur starfseminnar er enn sá mikilvægasti. Samanburður á leikskólagjöldum í janúar árið 2013 í Reykjavík og átta öðrum sveitar- félögum á Íslandi. Ávallt er miðað við átta tíma vistun, námsgjald og fæði. Samanburður á leikskólagjöldum í janúar árið 2013 í Reykjavík og sex öðrum sveitar- félögum á Íslandi sem eru næst Reykjavík að stærð. Hér hafa sveitarfélögin Hafnarfj örður og Mosfellsbær verið tekin út úr myndinni því þar er tekjutenging fyrir tekjulægstu leikskólaforeldrana sem þýðir að gjaldið er breytilegt. AF NETINU Ömurlegt ljós Kastljós Helga Seljan varpaði ömurlegu ljósi á undirlægjuháttinn sem við Íslendingar höfum sýnt álfyrirtækjunum. Satt að segja skammaðist ég mín niður í tær við að horfa á þessi ósköp. Og það bætist ljótur kafli á syndaregistur ríkisstjórnarinnar að hafa ekkert gert í þessu máli– ekki einu sinni þótt sjálfur Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hafi bent á að laga þyrfti hér löggjöfina. Og nú er Steingrímur að berjast af kappi fyrir því að álfyrirtækið fyrir norðan fái sem allra flestar undanþágur frá lögum og reglum! Jahérna. Og ráðherrar í núverandi stjórn hafa hver af öðrum staðfest þá skipan að ekki megi breyta skattalagareglum álfyrirtækjanna! Og svo má vekja athygli á því hver er í heiðurssæti á lista Framsóknar- flokksins fyrir þingkosningarnar í vor. http://blog.pressan.is Illugi Jökulsson Við Stórhöfða – beint á móti Bílasölu Guðfinns 22.-24. mars kl. 13:00-17:00 Bílasala Guðfinns SNING Grafarvogur H ö fð ab ak ki Oddi Vesturlandsvegur Stórhöfði Stórhöfði Vesturlandsvegur Bryggjuhverfið B re ið h ö fð i Bíldshöfði VIÐ ERUM HÉR Sími 511 2450 | www.facebook.com/uppheimar Sjóðheitar nýjar kiljur í bland við bækur síðustu ára. Súkkulaðiegg fylgir hverri seldri bók! meðan birgðir endast Í þessari 12 daga draumaferð verður farið um margar af þekktustu perlum landsins og skyggnst inn í söguna, mannlífið og náttúruna. Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir Um ferðina: LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS á mann í tvíbýli. Gist verður í Traunkirchen, Vínarborg, Klagenfurt, Bad Gastein og München 273.900 KR.- Fegurð Austurríkis 8. - 20. ágúst Mjög mikið innifalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.