Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGVeiðibyssur FÖSTUDAGUR 22. MARS 20138 HAGLABYSSU SKOTFIMI Þrjár helstu keppnisgreinar í haglabyssuskotfimi eru skeet, trap og sporting. Skeet Skeet er ætlað að líkja eftir fuglaveiðum. Leikmenn skjóta frá átta stöðvum á velli sem er hálfhringur með 19 metra radíus. Á jaðri hálfhringsins eru sjö stöðvar og í miðju hálf- hringsins er síðasta stöðin. Leirdúfukastararnir eru inni í tveimur húsum með opi hvort á móti öðru þar sem leirdúfurnar koma út. Húsin eru mishá og er hærra húsið kallað turn en það lægra mark. Trap Leikmenn standa 16 stikum fyrir aftan kastvélina. Vélin getur kastað dúfunum þannig að þær lendi á milli 48 og 52 stikum frá leik- manni. Flestar dúfur eru þó skotnar þegar þær eru um 36 stikum frá leikmanni. Leirdúfunum er kastað í mismunandi stefnu frá leik- manni. Sporting Sporting-skotfimi hefur verið að ryðja sér til rúms hér á Íslandi síðastliðin ár. Hvergi er skráð í reglur hvernig sporting-völlur eigi að líta út, heldur getur hvert skotfélag fyrir sig hannað sinn sporting-völl. Erlendis eru sporting-vellir oft stórir, ekki minni en 14 hektarar, og er það gert af öryggisástæðum. Um þessa stóru velli ganga menn með byssurnar sínar, ekki ósvipað og á golfvöllum, og stoppa á mörgum stöðum þar sem búið er að koma upp leir- dúfukösturum. Á Íslandi er þetta þó ekki orðið svona stórt í sniðum. Heimild: skotvellir.is VEIÐITÍMABIL TEGUNDA ■ Grágæs og heiðagæs má veiða frá 20. ágúst til 15. mars. ■ Hreindýrstarfa má veiða með sérstöku leyfi frá 15. júlí til 15. september og hreindýrskýr frá 1. ágúst til 20. september, einnig með sérstöku leyfi. ■ Frá 1. júlí til 15. ágúst má veiða lunda, langvíu og stuttnefju. ■ Frá 1. september til 15. mars má meðal annars veiða stokkönd, urtönd og rauðhöfðaönd, hávellu og toppönd. ■ Svartbak, sílamáf, silfurmáf og hrafn má veiða allt árið. Á síðasta ári mátti veiða rjúpu yfir fjórar helgar, í lok október og fram í nóvember, en ekki er búið að gefa út hvaða daga verður leyfilegt að veiða rjúpu í ár. Allar upplýsingar um veiðitímabil á hverja tegund er að finna á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is | Verslanir Vodafone | Verslanir og þjónustuver Símans 800 7000 F ÍT O N / S ÍA Þriðja serían um hið magnaða valdatafl í Westeros. Þátturinn er sýndur á Íslandi og í Bandaríkjunum með nokkurra klukkustunda millibili. EVRÓPUFRUMSÝNING – 1. APRÍL VALDATAFLIÐ HEFST Á NÝ NÝTTU ÞÉR NETFRELSI OG MISSTU EKKI AF NEINU! Með Netfrelsi Stöðvar 2 getur þú séð uppáhalds þáttinn þinn í tölvunni, snjallsímanum eða spjald- tölvunni hvar og hvenær sem er. ELSTA BYSSAN Fyrstu byssurnar og notkun púðurs má rekja til Kína þar sem púðri var troðið í bambusrör og síðar járnrör til að skjóta upp flugeldum í kringum árið 1000 eftir Krist. Um 1200 hafði þessi tækni þróast og búnar voru til fall- byssur sem skutu fallbyssu- kúlum. Elsta byssan sem fundist hefur fannst í Kína og er úr bronsi. Hún er talin vera frá árinu 1288. Lengd byss- unnar er 34 sentímetrar og hlaupvíddin 2,5 sentímetrar. Þyngd hennar er um 3,5 kíló án handfangs sem gert var úr viði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.