Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2013, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 22.03.2013, Qupperneq 60
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32 Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur gengið til liðs við átak sem miðar að því að banna hestvagnaferðir í New York. Þessu greindi móðir hennar, Tish Cyrus, frá í við- tali við E! News. „Miley ólst upp í kring- um dýr og sá alla hestana okkar stækka, svo henni er mjög í mun að vernda allar skepnur,“ segir Tish, en í átakinu felst meðal annars að fá 100.000 undirskriftir til að koma banninu á fót. Fleira af fræga fólkinu tekur þátt í átakinu og má þar nefna Alec Bald- win, Pamelu Anderson og Joan Jett. Miley Cyrus vill banna hestvagna í New York Rappþulan er heitið á rappkeppni sem verður haldin í fyrsta sinn 19. apríl. Þátttakendur eru sextán ára og eldri frá öllu landinu. Keppnin sjálf fer fram í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. „Það er svolítið síðan ég talaði við Molann um að mér fannst vanta rappkeppni fyrir sextán ára og eldri,“ segir skipuleggjandinn Sesar A, spurður um tilurð keppninnar en hann er sjálfur úr Kópavogi. „Mér finnst mikið vera að krauma undir en það vantar einhvern vettvang einmitt fyrir þetta.“ Sesar veit hvað hann syngur, eða öllu heldur rappar, því hann er einn helsti frumkvöðull rapps á íslensku. Árið 2001 gaf hann út fyrstu sólóplötu sína, Stormurinn á eftir logninu, sem er fyrsta rappplatan eingöngu á íslensku. Um nafn keppninnar, Rappþulan, segir hann: „Rappið er eins og þulan gamla, nema þróaðra að einhverju leyti.“ Skráning í keppnina fer fram á Molinn.is/rapp- thulan. Umsóknarfrestur er til miðnættis 12. apríl. - fb Rappþulan haldin í fyrsta sinn Ný rappkeppni verður haldin í Kópavogi 19. apríl. Sextán ára og eldri mega taka þátt. Tíu af rútunum sem flytja söngkon- una Rihönnu og fylgdarlið hennar milli tónleikastaða í Banda ríkjunum voru stöðvaðar á landamærum Michigan og Kanada í vikunni. Við lögregluleit fannst marijúana í einni rútunni. Samkvæmt slúðursíðunni TMZ fannst lítið magn af eiturlyfinu á einum manni í rútunni og var sá kærður fyrir vörsluna. Sam- kvæmt miðlinum mun söng- konan sjálf ekki hafa verið farþegi í neinni af rútunum sem stöðvaðar voru. SKIPULEGGUR RAPPÞULUNA Sesar A er skipuleggjandi rapp þulunnar sem verður haldin 19. apríl. RIHANNA Var ekki sjálf í rútunum sem lögreglan stöðvaði. Rihönnu-rútur stöðvaðar MILEY CYRUS Ólst upp í kringum dýr. Opið frá kl. 11–20 alla daga Engihjalla og Granda & COKE PIZZA 399kr. stk. Tvöfalt pepperóní 399kr. stk. Pizza með fajitakjúklingi 399kr. stk. Pizza með skinku og osti 399kr. stk. Fjögurra osta pizza Ótrúlegt verð 899kr. ks. Coca Cola 33cl 12 dósir Aðeins75 kr. dósin!ef þú kaupirkassa Öskjuhlíð hugmynda- samkeppni Skilafrestur: 21. maí 2013 Umhverfis– og skipulags svið Reykja víkur borgar, í sam vinnu við Félag íslenskra lands lags - arkitekta, FÍLA, efnir til hug- mynda samkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Tilgangur Reykjavíkurborgar með hugmyndasamkeppninni er að fá hugmyndir að framtíðar- þróun Öskjuhlíðar svæðisins sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess og aðlögun að aðliggjandi svæðum. Samkeppnin er opin þeim lands lags - arkitektum, arkitektum og skipulags- fræðingum sem hlotið hafa lög gildingu starfsheita sér fræðinga í tækni- og hönnunar greinum, nr. 8/1996. Hvatt er til þver faglegrar teymis vinnu. Nægi legt er að einn aðili í hverju teymi hafi ofangreinda löggildingu. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 5.000.000 króna. Dómnefnd skipa: Björn Axelsson landslagsarkitekt FÍLA, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Formaður dómnefndar. Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt FÍLA Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt FAÍ Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri fjármála- og fasteigna reksturs Háskólans í Reykjavík Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt FÍLA, deildar stjóri Náttúru og garða, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur hugmyndasamkeppni.is Gögn og nánari lýsing á heimasíðunni www.hugmyndasamkeppni.is og www.fila.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.