Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 2
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK „Ég er mjög ósáttur við þetta. Hann hafði ekkert samráð við okkur og ef hann hefði gert það hefði ég aldrei gefið leyfi mitt fyrir svona umfjöllun. Mér finnst þetta dálítið ómerkilegt af honum, svo ég tali nú ekki um kostn- aðinn af þessum auglýs- ingum. En páskaeggjatíðin er auðvitað fram undan,“ segir Páll Bergþórsson, um notkun Helga Vilhjálms- sonar, sem kenndur er við Góu, á umfjöllunum um búsetumál hans og eigin- konunnar í tveggja opnu auglýsingum sem birtust í Fréttablaðinu og Morgun- blaðinu í gær. Eftir að Fréttablaðið hafði samband við Helga í gær hringdi hann í Pál og baðst afsökunar. Hann vísaði ábyrgð á auglýs- ingunni alfarið á auglýsinga- stofuna, en leikurinn hafi ekki verið gerður til þess að móðga. „Ég er sáttur við auglýsinguna eins og hún er. Það getur vel verið að það sé eitthvað að þessu, eins og bara mörgu öðru,“ segir Helgi. Páll segist hafa tekið á móti afsök- unarbeiðninni, en minnt Helga á að velferðarráðherra væri þegar kom- inn í húsnæðismál þeirra hjóna. „Svo það er ástæðulaust að snúast gegn Jóhönnu í þessu,“ segir hann. Yfirskrift auglýsingarinnar er: „Nú er nóg komið!“ „Mannréttindabrot að aðskilja hjón á síðustu æviárum.“ „Ég kýs að gera eitthvað til að leiðrétta þetta ranglæti.“ og er orðunum beint að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra. „Fyrir utan notkun Helga á mál- efnum okkar er þessi ríkisstjórn á síðasta snúningi og varla við því að búast að hún geti snúið svona málum núna,“ segir Páll, og bætir við að hann og Hulda, kona hans sem dvelur nú á hjúkrunarheimili, standi í samningum við Hrafnistu til þess að fá að dvelja saman og um það hafi þau ekkert að kvarta. „Þvert á móti horfir vel um lausn málsins í samráði við velferð- arráðuneytið og stjórn hjúkr- unarheimilisins.“ Miklar líkur séu á því að málið leysist farsællega. sunna@frettabladid.is Sigurður, eruð þið búnir að finna gull í íslenskum vatns- föllum? „Það hefur alltaf verið þar og nefnist fiskur.“ Sigurður Guðjónsson er forstjóri Veiði- málastofnunar. Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að stangveiði á Íslandi velti 20 milljörðum króna á ári. Helgi Vilhjálmsson, eldri borgari Skoðaðu næstu síðu, Jóhanna Ég kýs þá sem gera eitthvað til að leiðrétta þetta ranglæti. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 96 1 Úr D V 25 . j ún í 2 00 7 Úr D ag sk rá S uð ur la nd s 7. fe br úa r s l. Úr h el ga rb la ði D V 15 .– 17 . f eb rú ar s l. Helgi biðst afsökunar á auglýsingu um Pál Páll Bergþórsson er afar ósáttur við notkun Helga Vilhjálmssonar í Góu á fréttum af sér og konu sinni í stórum auglýsingum í dagblöðum gærdagsins. Hefði aldrei gefið leyfi, segir hann. Helgi bað Pál afsökunar eftir símtal frá Fréttablaðinu. Ég er sáttur við auglýsinguna eins og hún er. Það getur vel verið að það sé eitthvað að þessu, eins og bara mörgu öðru. Helgi Vilhjálmsson forstjóri Góu DÓMSMÁL Fimmtán milljarða króna greiðslu Baugs Group sem greidd var sumarið 2008 til Fjár- festingafélagsins Gaums, Gaums Holding S.A. og Eignarhaldsfélags- ins ISP og Bague S.A. var rift í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Félögin þurfa að greiða þrotabúi Baugs þessar upphæðir til baka. Félögin voru í eigu Jóhannesar Jónssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar og fjölskyldu þeirra. Málið tengist sölu Baugs á Högum til félagsins 1998 ehf., sem var einnig í eigu fjölskyldunnar. - þeb Riftunarmál Baugs: Þurfa að borga 15 milljarða MENNTAMÁL Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða, sem mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og íslensku- og menningar- deild Háskóla Íslands, eru komnar á skrið. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflu stunguna að húsinu hinn 11. mars síðastliðinn. Við það tækifæri sagði ráðherra að verið væri að leggja hornstein að „ríki íslenskunnar“. Byggingin rís við Arngrímsgötu 5 og afmarkast lóðin af Suður- götu til austurs, Guðbrandsgötu til suðurs, Arngrímsgötu til vesturs og Þjóðarbókhlöðu til norðurs. Húsið verður á þremur hæðum og um 6.500 fermetrar að flatarmáli. Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður um 3,5 milljarðar króna. Húsið verður opnað vorið 2016, ef áætlanir ganga eftir. - shá Hús íslenskra fræða opnað vorið 2016: Fræðahöll upp úr moldinni LAGT AF STAÐ Íslenskir aðalverktakar vinna nú að því að grafa fyrir grunni hússins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA „Ég sé ekki fram á að geta haldið páska,“ segir Sherry Lynn Cormier, tveggja barna einstæð móðir, sem er 70 prósent öryrki. Tryggingastofnun borgar ekki bætur fyrr en 1. apríl, annan í páskum, og því sér Sherry ekki fram á að geta haldið gleðilega páska. „Ég hef það af rétt fram yfir helgi, með ein hverjum fimm þúsund kalli, og það eru margir sem ég hef talað við sem eru í sömu stöðu. Launin okkar eru nógu lág fyrir,“ segir hún. Á heimasíðu Tryggingastofnunar segir að lífeyrir og bætur fyrir apríl verði greiddar út 1. apríl og er vísað í 54. grein laga um almannatryggingar þar sem segir að greiða skuli út bætur fyrir fram fyrsta dag hvers mánaðar. „Vissulega verðum við vör við þessar raddir hjá okkar skjólstæðingum,“ segir Hildur Björg Hafstein, kynningarfulltrúi hjá Tryggingastofnun. „Ef greitt væri út fyrir páska yrði lengra í næstu mánaðamót og spurning hvaða hjálp væri í því. Flestir launþegar í landinu fá launin sín greidd eftir á. Þeir sem eru með lífeyri og tengdar greiðslur frá Tryggingastofnun fá hins vegar mánuðinn fyrir fram. Við greiðum alltaf aðfaranótt fyrsta hvers mánaðar, hvort heldur um frídag er að ræða eða ekki, og þá þegar hafa lífeyrisþegar aðgang að sínum greiðslum í gegnum sinn heimabanka,“ segir Hildur og segir stofnunina starfa eftir lögum. Tryggingastofnun greiðir út á sjöunda milljarð króna um hver mánaðamót til hátt í sextíu þúsund manns. - kh Tryggingastofnun ríkisins greiðir bætur og lífeyri út á annan í páskum: Sér ekki fram á gleðilega páska TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Stofnunin mun ekki greiða út bætur og lífeyri fyrr en annan í páskum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA SAMFÉLAGSMÁL Ungmenni sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eru líklegri til að hætta námi á framhaldsskólastigi en þau sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fjögurra ólíkra kannana sem gerðar hafa verið hér á landi á tíðni og afleið- ingum kynferðislegs ofbeldis og misnotkunar hjá ungu fólki á fram- haldsskólaaldri. Kannanirnar voru annars vegar gerðar meðal framhaldsskólanema og hins vegar meðal ungmenna á sama aldri sem ekki stunda nám. Tæplega tuttugu prósent ís- lenskra ungmenna sem stunda ekki nám í framhaldsskóla segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun. Hlutfallið er átta prósent hjá sama aldurshópi sem stund- ar nám, samkvæmt rannsókn sem gerð var á árunum 2000 og 2001. „Þetta eru einu samanburðartöl- urnar sem við eigum, en allt bendir til þess að þetta hafi ekki breyst,“ segir Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykja- vík. „Þá höfum við nýlegri upp- lýsingar um að yngri nemendur í framhalds skólum séu líklegri til að segjast hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi af ýmsum toga, en eldri nemendur,“ segir hún. Bryndís kynnir niðurstöður rann- sóknanna á málþingi HR í dag. - sv Ný rannsókn sýnir að nærri fimmtungur ungs fólks utan skóla hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi: Fórnarlömb ofbeldis hætta frekar í skóla Niðurstöður samnorrænnar rannsóknar, sem Rannsóknir og greining gerðu að beiðni menntamálaráðuneytisins á árunum 2009 og 2010, gefa til kynna að rúmlega þriðjungur drengja sem segjast hafa haft kynmök gegn vilja sínum vilji hætta í skólanum samanborið við 12,5% skólafélaga þeirra sem ekki hafa lent í slíku. Þá segja um 26% þeirra að þeim líði illa í skólanum samanborið við 8% annarra drengja í framhaldsskólum. Þriðjungur fórnarlamba vill hætta ALÞINGI Ekki tókst að semja um þinglok á fundi formanna stjórn- málaflokkanna í gærkvöldi. Áfram verður reynt að semja um málið í dag. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætis ráðherra lagði fram þings- ályktunartillögu í gær um frestun á þinginu. Samkvæmt tillögunni á að fresta fundum þingsins frá og með deginum í dag, eða síðar, ef nauðsyn krefur. Fundur á Alþingi hófst klukkan 10.30 í gærmorgun og stóð enn þá yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. - þeb Áfram fundað í dag: Ekki enn samið um þinglok SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.