Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 58
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 iPhone 5 Verð: 129.990.- Verð áður: 139.990.- Vörunr. IPHONE 5 16GB iPhone 4S Verð: 99.990.- Verð áður: 109.990.- Vörunr. IPHONE 4S 16GB iPhone 4 Verð: 79.990.- Verð áður: 84.990.- Vörunr. IPHONE4 8GB iPad miniVerðlækkun á iPhone Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. 8GB16GB16GB Verð frá: 59.990.- Undratæki sem smellpassar í lófann. HELGIN tónleikaröð á Stúdentakjallar- anum. Röðin er samstarfsverk- efni Kjallarans, gogoyoko.com, Polar Beer og Nova. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Rockabillyband Reykja- víkur mætir á Bar 11 og spilar fyrir viðstadda. Áður en hljóm- sveitin stígur á svið þeytir Rocka- billykóngurinn Smutty Smiff skífum. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Snorri Helgason kemur fram á tónleikaröðinni Mölin á Malarkaffi á Dranganesi. Honum til aðstoðar verður hólmvíski dúettinn Andri og Jón ásamt Borko. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Sálin hans Jóns míns heldur 25 ára afmælistónleika í Vodafonehöllinni. 23.00 Magnús Einarsson og félagar leika tónlist úr ýmsum áttum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Þrjár plötusnældur taka höndum saman um hágæða teknó. DJ Yamaho, DJ Vicky og DJ Lovísa þeyta skífum á StelpuMúzík, líklegast því fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Aðgangseyrir er kr. 500. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. FÖSTUDAGUR 22. MARS 2013 Uppákomur 15.00 Ferðamálasamtök Hafnar- fjarðar og Hafnarfjarðarbær halda Dag ferðaþjónustunnar í Hafnarfirði, í salarkynnum Hraunbúa í Skátaheimilinu á Víðistaðatúni. Allir velkomnir. 17.00 Í tilefni af útgáfu skáldsög- unnar Svartþröstur eftir Hafliða Vilhelmsson er efnt til útgáfuhófs í Eymundsson, Austurstræti. Tónlist 12.00 Elma Atladóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzó- sópran og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari koma fram á há- degis tónleikum í Háteigskirkju. Almennt miðaverð er kr. 1.000. 12.00 Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Víðistaða- kirkju. Á efnisskránni eru banda- rísk sönglög og íslensk trúarljóð eftir ýmsa höfunda. 20.30 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur tónleika í Skál- holtskirkju. 21.00 Breska hljómsveitin Fears spilar á Bar 11. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Biggi Hilmars og hljóm- sveit halda tónleika og frum- sýna nýtt tónlistarmyndband á Faktorý, Smiðjustíg 6. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Band on Stage heldur tónleika á Café Rosenberg. 23.00 Félagarnir Arnar og Frímann hafa staðið fyrir kvöldunum Hugarástand í 15 ár en verða nú í fyrsta skipti á skemmtistaðnum Volta. Aðgangseyrir er kr. 500. 23.00 Ingvar Grétarsson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr.500. Sýningar 15.00 Guðmundur Bragason, meistaranemi í myndlist, opnar einkasýningu í Kubbnum. 20.00 Nemendaleikhús LHÍ frumsýnir Draum á Jóns- messunótt í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Leikritið er sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 og ókeypis er inn á sýningarnar en panta þarf miða á leikhus@lhi.is. Upplestur 18.00 Einar K. Guðfinnsson les 47. Passíusálminn í Grafarvogs- kirkju í tilefni föstunnar. Fyrirlestrar 20.00 Haraldur Erlendsson yfirlæknir heldur fyrirlestur um hina fornu tantrísku iðkun, Sri Vidya, í húsi Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22. LAUGARDAGUR 23. MARS 2013 Sýningar 15.00 Sýningin Tilraun til að beisla ljósið, opnar í Hafnarborg. Tónlist 17.00 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur tónleika í Langholtskirkju. 20.00 Þóra Einarsdóttir og Garðar Thór Cortes koma fram á óperutónleikum í Kaldalóni. Þau taka fyrir aríur og dúetta úr óperunum Ástardrykknum, Töfraflautunni og La Bohéme auk fleiri verka. 21.00 Hljómsveitirnar Oyama og Nolo spila á nýrri Hljómsveitin Fears Egill Örn Rafnsson spilar á trommur í hljómsveitinni, sem hefur vakið mikla eftirtekt í London að undanförnu og spilað á mörgum þekktustu tónleikastöðum borgarinnar. Lag þeirra, Blinded By The Sun, hefur einnig slegið rækilega í gegn og fengið mikla út- varpsspilun. „Við erum með barþjóna hérna sem hafa unnið lengi á öðrum börum og þeir eru ekki alveg að skilja það hvaða kurteisa fólk er alltaf að kaupa bjór í Kjallaranum. Það eru alltaf allir svo glaðir og næs hérna,“ segir Björg Magnúsdóttir, dag- skrárstjóri Stúdentakjallarans. Stúdentakjallarinn hefur nú verið opinn í um tvo mánuði og hefur fengið frábærar móttökur. Þar eru viðburðir á dagskrá að meðaltali fimm sinnum í viku og alltaf þétt setið, en svo virðist sem allir dagskrárliðir sem settir eru upp í Kjallaranum slái í gegn innan háskólasamfélagsins og víðar. „ Janúar er örugglega versti mánuður ársins til að opna nýjan skemmtistað en við undirbjuggum, skipulögðum og plönuðum allt vel fyrir fram og það hefur algjörlega verið að skila sér,“ segir Björg. „Við gerðum mjög nákvæmar áætlanir áður en við byrjuðum, um allt niður í hvað þyrfti að steikja marga ham- borgara á dag. Þær áætlanir hafa staðist næstum því upp á krónu en ég held að raun- tölurnar í dag séu um 300 krónum frá áætl- uninni,“ bætir hún við. Björg segir Kjallarann hafa náð að virkja 16.000 manna samfélagið í Háskóla Íslands vel með sér og það sé ótrúlega mikilvægt. „Við erum algjörlega í skýjunum yfir mót- tökunum en erum auðvitað stöðugt að bæta við okkur og reyna að gera enn betur,“ segir hún. - trs Stúdentakjallarinn gengið framar vonum Það verður spennandi að sjá hvort ný tónleikaröð slái jafn vel í gegn og aðrir dagskrárliðir Kjallarans. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Hildur Heimisdóttir sellóleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins, Ungfóníu. Þar verða frumflutt verk eftir Ane Marie Elínardóttur, sellókonsert eftir Edward Elgar og sinfónía í d-moll eftir Cesar Franck. „Ég hékk mikið í gamla Stúdentakjallaranum þegar hann var og hét, sat þar marga tón- leika og spilaði sjálfur og þótti mjög miður þegar sá staður lokaði. Þegar ég frétti af því að það ætti að endurreisa Kjallarann sá ég mér því leik á borði og setti mig í sam- band við Rebekku og Björgu um að fara af stað með tónleikaröð, sem er svo að verða að veruleika núna,“ segir Gylfi Blöndal, viðburðastjóri tónlistar- veitunnar gogoyoko. Ný tónleikaröð gogoyoko, Nova og Polar Beer hefur göngu sína í Stúdenta- kjallaranum annað kvöld og verða það hljómsveitirnar Nolo og Oyama sem ríða á vaðið og sjá um tónlist kvöldsins. Röðin verður svo haldin einu sinni í mánuði þar eftir. „Við ætlum að setja upp ferna tónleika núna og fara svo í smá frí yfir hásum- arið. Við tökum svo vonandi upp þráðinn aftur strax í haust,“ segir Gylfi. ➜ Ný tónleikaröð hefst á morgun Fitnessdrottningin Rannveig Kramer, oftast kölluð Ranný, ætlar að skella sér á Sálarballið ásamt maka sínum Hermanni Jónssyni og vinafólki þeirra, þeim Dóru Ragnarsdóttur og Jóni Ágústi Valdimarssyni. „Ég reyni að komast á böll með Sálinni reglulega en ég hreinlega man ekki hvenær ég fór síðast. Ég er samt alltaf með diskana hennar í bílnum og hlusta mikið á þá,“ segir hún. Sálin hans Jóns míns er uppáhalds ís- lenska hljómsveit Rannýjar og spurð hvert hennar uppáhaldslag með bandinu sé segir hún það vera lagið Þú fullkomnar mig. Margir gestasöngvarar koma fram með Sálverjum í Vodafonehöllinni á morgun og má þar sem dæmi nefna Selmu Björns, Ingó Veðurguð og Bláan Ópal. Einnig hefur heyrst að sonur Stefáns Hilmarssonar, Birgir Steinn, ætli að taka lagið með pabba sínum. Alltaf með Sálardiska í bílnum HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Á degi ferðaþjón- ustunnar í Hafnarfirði gefst öllum hags- munaaðilum í ferða- þjónustu í Hafnarfirði tækifæri á að kynna þjónustu sína og vörur fyrir öðrum ferðaþjón- ustuaðilum sem og al- menningi. Einnig verða í boði ýmsir áhuga- verðir fyrirlestrar tengdir ferðaþjónustu. ➜ ➜ ➜ ➜ ➜ TAKTU ÞAÐ BURT Stefán Hilmarsson á eflaust eftir að trylla lýðinn á afmælistónleikum. ALLIR GLAÐIR Björg Magnús- dóttir hjá Stúdenta kjall- aranum segir stúdenta hafa tekið honum fagnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.