Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 24
FÓLK|HELGIN TÓNMENNTAKENN- ARI OG ÚTSETJARI Skarphéðinn á yfir 270 útsetningar fyrir kóra og sönghópa. Nokkrar þeirra verða fluttar á tónleikum í Salnum í kvöld klukkan 20.30. MYND/GVA Raddaðar útsetningar á lögum með Bítlunum, Þursaflokknum, ABBA, Michael Jackson, Billy Joel, TOTO og mörgum fleiri munu hljóma í Salnum í Kópavogi í kvöld. Allar eru útsetning- arnar eftir tónmenntakennarann Skarp- héðin Þór Hjartarson sem hefur fengist við útsetningar í tuttugu ár. „Ég átti orðið svolítið af efni og því datt mér í hug að halda tónleika með útsetningum sem hefðu ekki verið fluttar áður,“ segir Skarphéðinn, sem hefur sérhæft sig í útsetningum fyrir raddir. Á tónleikunum koma fram þrjátíu manns og má þar nefna kvartettinn Rúdolf, kvartettinn Nútímamenn og karlakórinn Voces Masculorum. Í gamni má geta þess að Skarphéðinn er sjálfur í öllum þessum kórum og verður því á sviðinu stóran hluta tónleikanna. „Ég kem fram í flestum atriðum nema kvennaatriðunum,“ segir hann glettinn en kvennasönghópurinn Háværurnar og sönghópurinn Áttan koma einnig fram. Útsetningarnar hefur Skarphéðinn að aukastarfi. Að aðalstarfi er hann tón- menntakennari í Kópavogsskóla auk þess sem hann syngur mikið í jarðar- förum og þá helst með karlakórnum Voces Masculorum. Skarphéðinn á yfir 270 útsetningar fyrir kóra og sönghópa sem hann hefur búið til í gegnum árin. Hann segir starfið afar skemmtilegt. „Sérstaklega þegar maður fær frjálsar hendur,“ segir hann glaðlega. ÚTSETJARI Á SVIÐI TÓNLEIKAR Úr hugarheimi útsetjara er yfirskrift tónleika sem Skarphéðinn Þór Hjartarson stendur fyrir í Salnum í Kópavogi í kvöld. Flutt verða vel þekkt lög í útsetningum sem aldrei hafa verið fluttar áður opinberlega. Að verkefninu standa fjórar konur í samvinnu við Söguhring kvenna, sem er samstarfsverk- efni Borgarbókasafns Reykjavíkur og Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Konurnar fjórar eru Ania Wozniczka, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Kristín Viðarsdóttir og Letetia B. Jónsson. Verkefnið miðar að því að gera sýnilegt fram- lag kvenna af erlendum uppruna til íslenskrar menningar og samfélags. Verkefnið hefur hlotið styrki frá Mannrétt- indaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Hlaðvarp- anum og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. HEIMSINS KONUR Nú er unnið að viðtalsbók um þátttöku kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. FLOTT LÖG Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 í kvöld en nánari upplýsingar er að finna á www.salurinn.is TILNEFNING Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum við gerð bókarinnar geta tilnefnt konur af erlendum upp runa á Íslandi með því að fylla út eyðublað á vef Borgar bóka- safnsins. Skila frestur er til 31. mars. FJÖLMENNING Konur frá Taílandi sýna hér dans frá föðurlandi sínu. Einstök fermingargjöf gjöfin sem gefur ár eftir ár Rúmföt frá 8.390 kr Ofið úr 100% Pima bómull Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 Sími: 554 6626 kopavogur@redcross.is raudikrossinn.is/kopavogur ÓSKUM EFTIR SJÁLFBOÐALIÐUM Í Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5546626 eða með tölvupósti á sandra@redcross.is. FATABÚÐIR RAUÐA KROSSINS Rauða kross búðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru fjórar: Laugavegi 12 Laugavegi 116 Mjódd Strandgötu 24, Hafnarfirði FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.