Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGVeiðibyssur FÖSTUDAGUR 22. MARS 20134 Milliliðalaus innflutningur frá fram-leiðendum hefur tryggt gott verð og móttökur skotveiðimanna sýna að við erum á réttri braut,“ segir Hjálmar Ævars- son hjá veiðiversluninni Hlaði á Bíldshöfða 12, sem að sögn hans er eina sérverslun skot- veiðimanna á landinu. Upphaf Hlaðs má rekja til ársins 1984 þegar nokkrar rjúpnaskyttur á Húsavík hófu til- raunir með framleiðslu haglaskota en fram að því hafði úrval rjúpnaskota verið fremur fátæklegt og skot sem hentuðu norð lenskum aðstæðum illfáanleg. Framleiðslan var smá í sniðum til að byrja með enda skotin hlaðin í handhleðslutækjum í frístundum. Eftir- spurnin jókst jafnt og þétt og í dag getur Hlað framleitt 2.300 skot á klukkustund. Ár- lega eru framleidd 400 þúsund haglaskot fyrir veiði. Framleiðslan eykst stöðugt en yfir framleiðslunni ríkir Jónas Hallgrímsson og hefur gert frá upphafi. Auk verksmiðjunnar á Húsavík rekur Hlað tvær verslanir með veiðivörur, í Haukamýri 4 á Húsavík og á Bíldshöfða en Reykjavíkur- útibúið var stofnað 1996. „Frá upphafi hefur það verið markmið Hlaðs að veita góða þjón- ustu og bjóða vandaðar vörur sem henta að- stæðum íslenskra skotveiðimanna,“ segir Hjálmar en í verslunum Hlaðs fást allar veiði- vörur fyrir skotveiðimenn, frá skotvopnum, sjónaukum og skotfærum til fatnaðar og ann- arra fylgihluta. „Nýjasta viðbótin eru þýsk Blaser-skotvopn sem þekkt eru fyrir mikil gæði, auk nýstárlegra riffla með svokallaða „straight pull“-lása,“ upplýsir Hjálmar og á von á að menn taki þessari nýjung vel. „Þá framleiðir Blaser einnig F3-haglabyssur í hæsta gæðaflokki.“ Reykjavíkútibú Hlaðs er sann- kallað draumaland skotveiði- mannsins. Mikil áhersla hefur verið lögð á riffilskotfimi, jafnt fyrir íþrótta- skot menn sem veiðimenn. Skot- vopnategundirnar telja tugi, auk þess sem þar eru í boði tugir af púðurtegundum, kúlugerðum og hlöðnum skotfærum. Afgreiðslumenn- irnir Hjalli og Siggi eru uppspretta fróð- leiks og viðskipta vinir koma ekki að tómum kofanum hjá þeim ef þá vantar upplýsingar um riffilskot eða íhluti. Verslanir Hlaðs bjóða auk þess upp á þá þjón- ustu að endurhlaða skotin riffilskot en það sparar skotmönnum pening, auk þess sem það hjálpar þeim að finna klæðskera saumuð riffilskot sem henta skotvopninu og ætlaðri notkun. Nánari upplýsingar um verslanir Hlaðs má finna á heimasíðunni www.hlad.is en þar er einnig að finna vefverslun. Eina sérverslun skotveiðimanna Hlað var stofnað á Húsavík árið 1984 sem haglaskotsframleiðsla. Framleiðslan er enn í fullum gangi en í dag rekur Hlað einnig tvær verslanir með veiðivörur, aðra á Húsavík og hina á Bíldshöfða í Reykjavík. Markmið Hlaðs er að veita góða þjónustu og bjóða vandaðar vörur sem henta aðstæðum íslenskra skotveiðimanna. Árlega framleiðir Hlað 400 þúsund haglaskot fyrir veiði. Hjálmar Ævarsson og Sigurður Ragnar Haraldsson, eða Hjalli og Siggi eins og þeir eru oftast kallaðir, eru upp- spretta fróðleiks og viðskiptavinir Hlaðs koma ekki að tómum kofanum hjá þeim ef þá vantar upplýsingar um riffilskot eða íhluti. MYND/VALLI Redring-sigti á haglabyssu sem framleidd eru í Svíþjóð og þykja algjör bylting. Hlað ehf. Bíldshöfða12 Sími: 567 5333 www.hlad.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.