Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING Veiðibyssur22. MARS 2013 FÖSTUDAGUR 3
Fagurt útlit, áreiðanleiki og framúrskarandi hönnun með notagildi er aðalsmerki
byssuframleiðandans Benelli.
„Staðfesting á því hversu eftir-
sótt og vel hönnuð margfræg
skipting Benelli er eru tilraunir
annarra framleiðenda til að stæla
hana,“ segir Kjartan Lorange í
Veiðihúsinu Sökku. Hann segir
úrval Benelli ríkulegra en flestra
annarra byssuframleiðenda.
„Í dag býður Benelli upp á fleiri
en 170 útgáfur hálfsjálfvirkra
haglabyssa. Enginn byssufram-
leiðandi býður upp á fleiri gerðir
fyrir örvhentar skyttur og Be-
nelli er orðinn leiðandi í fjölda
útgáfa haglabyssa í minni skota-
stærðum, eins og 20GA og 28GA.“
Byssum Benelli hefur síðustu
tvo áratugi fylgt fimm ára ábyrgð.
„Þeir skilmálar hafa enn styrkt
ímynd Benelli um allan heim og
gert vörumerkið leiðandi í hagla-
byssum. Íslenskir skotveiðimenn
eru afar kröfuharðir viðskipta-
vinir sem veiða við erfið skil-
yrði sem reyna mikið á búnað.
Þar hefur reynslan sýnt að Be-
nelli er í fararbroddi í gæðum
og áreiðan leika og einmitt þess
vegna er Benelli leiðandi merki
á markaðinum hér heima í dag,“
upplýsir Kjartan.
Hann segir þyngd vera einn af
mörgum þáttum sem hafa áhrif á
val á haglabyssu.
„Haglabyssur Benelli eru ann-
álaðar fyrir léttleika. Flestar
vega um þrjú kíló en sumar allt
niður í 2,75 kíló, sem er ótrúlegt
fyrir 12GA haglabyssu. Veiði-
menn gera nú auknar kröfur um
minna bakslag við notkun byssa
því þannig verður notkun skytta
bæði ánægjulegri og skilvirkari,“
útskýrir Kjartan um byssurnar
sem eru með Comfortec®-, Com-
fortec Plus®- og nú Progressive
Comfort®-bakslagsminnkandi
skepti og púðum.
„Fullyrða má að Benelli hafi
farið eins langt í að minnka
bakslag og tæknin býður upp á.
Allar Benelli-haglabyssur, og þar
með talin Super Nova-pumpan,
bjóða upp á möguleika á að stilla
skeptislengd, halla og sveigju að
óskum hvers og eins. Vaxtarlag
manna er misjafnt og því nauð-
syn að geta látið byssuna passa
hverjum og einum til að ná há-
marksárangri,“ segir Kjartan um
staðalbúnað Benelli.
„Super Nova-pumpan sem
er sú eina á markaðinum sem
býður þennan kost, ásamt því
að taka öll skot frá léttum 70mm
24 gramma æfingaskotum upp
í alþyngstu 89mm 63 gramma
veiðiskot sem völ er á. Hlaup og
þrengingar Benelli fara í gegn-
um Cryogenic-ferli, sem þeir
kalla Crio-tækni. Við það verður
ákoma, kraftur og dreifing hagla
betri og jafnari og bráðin er felld
af meiri nákvæmni og skilvirkar
en áður. Samtímis minnka líkur
til muna á að særa eða missa
bráðina frá sér.“
Að sögn Kjartans hefur ný-
liðun orðið í skotveiði á liðnum
árum og konur í auknum mæli
farnar að sækja skotvopna- og
veiðikortanámskeið til að geta
notið útiveru og sótt villibráð í
íslenska náttúru.
„Þar hefur Benelli forskot
því konur vilja léttari byssur
og möguleika á að stilla skepti
svo notkunin verði ánægjuleg.
Þetta er skemmtileg þróun sem
Benelli hefur mikinn metnað
til. Benelli er því óskakostur
þegar markmiðið er að fá mikið
fyrir peninginn; gæði, tækni-
nýjungar, fallegt útlit og fyrsta
flokks hönnun.“
Veiðihúsið Sak ka er um-
boðs- og dreifingaraðili Benelli
á Íslandi.
Benelli í fararbroddi á heimsvísu
Allt frá árinu 1967 hefur ítalski byssuframleiðandinn Benelli verið í fararbroddi í framleiðslu hálfsjálfvirkra haglabyssa.
Skiptibúnaður Benelli er sá virtasti og mest verðlaunaður allra slíkra í heiminum þegar kemur að áreiðanleika og einfaldleika.
Byssurnar má klæðskerastilla fyrir hvern og einn.
Hér mundar Kjartan Lorange afar flotta
Benelli-byssu í felulitum. Allar byssur
Benelli má stilla eftir vaxtarlagi veiði-
mannsins.
MYND/GVA