Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.03.2013, Blaðsíða 22
22. mars 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Okkur til mikillar ánægju hafa ein- leikarar sem komið hafa fram með hljómsveitinni náð þeim árangri að komast í raðir Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðar meir,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar unga fólksins, Ungfóníu. Sveit- in heldur tvenna tónleika um helgina, í Skálholti og Langholtskirkju. Frum- flytja á verkið „Undursamleg hraun- elfur“ eða „Lavica Impeccabile“ eftir Ane Marie Elínardóttur Madsen og er þetta útskriftarverk hennar í tónsmíð- um frá Listaháskóla Íslands. „Verkið er samið fyrir stóra hljóm- sveit en það sem er óvenjulegt er að það er líka söngrödd í hljómsveitinni. Það er nemandi við Listaháskólann, Álfheiður Björgvinsdóttir, sem syngur vókalísu. Það er sjaldgæft að tónskáld noti rödd inn í hljómsveit sem hljóð- færi en þetta kemur rosalega vel út hjá henni,“ segir Gunnsteinn. Tvö önnur verk verða einnig flutt á tónleikunum. „Hildur Heimisdóttir, frábær ungur sellóleikari, leikur sellókonsert eftir Edward Elgar en þetta er einn ást- sælasti konsert sem skrifaður hefur verið fyrir selló,“ segir Gunnsteinn. Að lokum mun sveitin spila stóra sin- fóníu eftir franska tónskáldið Cesar Franck. Ungfónía er skipuð um 50 krökkum á aldrinum 14-25 ára sem allir stunda tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Gunn- steinn segir hljómsveitina óvenjulega að því leyti til að hún ræður sér sjálf og að einleikarar eru valdir af stjórn sveitarinnar sem skipuð er félögum innan hennar. „Þetta er níunda starfsárið okkar og við höfum náð að gefa ungum einleik- urum tækifæri á öllum tónleikunum okkar. Nú eru þetta orðin í kringum 27-28 verkefni og í hvert skipti hefur að minnsta kosti einn einleikari fengið að spreyta sig. Menn hafa svo komið og hlustað á þessa krakka spila, hrifist af þeim og svo hafa einhverjir þeirra fengið stöðu í Sinfóníuhljómsveitinni í kjölfarið. Þetta er því ákveðinn stökk- pallur fyrir ungt tónlistarfólk,“ segir Gunnsteinn að lokum. Tónleikarnir í Skálholti hefjast kl 20.30 í kvöld en kl. 17 á morgun í Langholtskirkju. kristjana@frettabladid.is Framtíð Sinfóníunnar Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfónía, fl ytur þrjú verk á tvennum tónleikum um helg- ina. Sveitina skipa um fi mmtíu krakkar á aldrinum 14-25 sem allir stunda tónlistarnám. MIKIÐ ÆFT um fimmtíu krakkar spila með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Tvennir tónleikar fara fram um helgina en það er Gunnsteinn Ólafsson sem stjórnar sveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Yndislega litla dóttir okkar og barnabarn, LILJA DÓRA ÁSTÞÓRSDÓTTIR Fjósatungu, Þingeyjarsveit, sem lést föstudaginn 15. mars verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. mars klukkan 13.30. Svana Ósk Rúnarsdóttir Ástþór Örn Árnason Elín Sigurlaug Árnadóttir Rúnar Jónsson Kristín Linda Jónsdóttir Sigurður Árni Snorrason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS REYKDAL ökukennara, leigubifreiðastjóra og sunnudagaskólakennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðsetning mun fara fram að lokinni kveðjuathöfn í Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. mars klukkan 14. Sigurjón Reykdal Nakkaew Sara Seelarak Ásmundur Reykdal Stella Stefánsdóttir Ingibjörg Reykdal Margeir Margeirsson Anna Sigríður Reykdal Snæbjörn Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann Okkar ástkæra, GUÐFINNA GUÐNADÓTTIR áður Hæðargarði 24, lést 20. mars á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund. Jarðarför auglýst síðar. Jón B. Guðmundsson Valgerður Gunnarsdóttir Þórdís Guðmundsdóttir Vilhjálmur Hafsteinsson Halldóra Guðmundsdóttir Sævar Sigurðsson Margrét Guðmundsdóttir Ármann Sigurðsson Einar Kr. Guðmundsson Bergljót Ingvadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar og mágkona, KRISTÍN BRAGADÓTTIR Efstalandi 4, Reykjavík, lést á heimili sínu 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Grímhildur Bragadóttir Haukur Guðlaugsson Baldur B. Bragason Esmat Paimani Halldór Bragason Steingrímur Bragason Sesselja Einarsdóttir Kormákur Bragason Þórdís Pálsdóttir Matthías Bragason Gréta Gunnarsdóttir Þorvaldur Bragason Ólöf Sighvatsdóttir Angela Baldvins Stefán Valur Pálsson Minningarathöfn um eiginmann minn, pabba okkar, son, tengdason, bróður, mág og frænda, SIGURÐ SVEIN PÉTURSSON fer fram í Akraneskirkju þriðjudaginn 26. mars klukkan 14.00. Silja Sjöfn Björgúlfsdóttir Sól Sigurjónsdóttir Ari Steinar Sigurðarson Magnea G. Sigurðardóttir Pétur S. Jóhannesson Silja S. Eiríksdóttir Björgúlfur Lúðvíksson og fjölskylda. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og systir, GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR (DÚNA) lést miðvikudaginn 27. febrúar. Útförin fer fram frá Kapellunni í Hafnarfirði föstudaginn 22. mars klukkan 15.00. Eyjólfur Þorbjörnsson Jakob Bjarnason Lárus Elíeser Bjarnason Vilborg Edda Lárusdóttir „Á þessum hádegistónleikum munum við blanda saman bandarískum sönglögum og íslenskum sálmum,“ segir Árni Heiðar Karlsson píanóleikari, sem kemur fram með Kristjönu Stefánsdóttur í Víðistaðakirkju í dag. „Við tökum til dæmis lög eftir Duke Ellington og Billy Strayhorn og svo munum við flytja Maríubænina eftir Atla Heimi og Laxness, í okkar eigin útsetningu. Einnig munum við flytja sálminn Nú hverfur sól í haf, sem er einn af fegurstu sálmum eftir feðgana Sigurbjörn Einars- son biskup og Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld,“ heldur hann áfram og lofar notalegri stund í guðshúsinu í Hafn- arfjarðarhrauninu. „Þar er ein af áhrifamestu altaristöfl- um landsins, eftir Baltasar,“ bendir hann á. Árni Heiðar segir þau Kristjönu hafa kynnst fyrir rúmum áratug þegar þau voru bæði í námi við Listahá- skólann í Amsterdam. „Bæði höfum við klassíska tón- list og djass í bakgrunninum og höfum gaman af að leika okkur að því að útsetja lög á okkar hátt,“ segir hann. Aðgangur á tónleikana kostar 1.500 krónur. - gun Bandarísk sönglög og íslenskir sálmar Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari halda hádegistón- leika í Víðistaðakirkju í Hafnarfi rði í dag, 22. mars klukkan 12. KRISTJANA OG ÁRNI Flytja meðal annars einn af fegurstu sálmum feðganna Sigurbjörns Einarssonar og Þorkels Sigurbjörnssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.