Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 18
| 2 15. maí 2013 | miðvikudagur
Fróðleiksmolinn
Myndin sýnir hlutfallsbreytingu á neysluverðsvísitölu, sem Hagstofa Íslands
mælir, og gengisvísitölu krónunnar, sem Seðlabanki Íslands birtir, á mánaðar-
legum grunni frá árinu 2000. Þegar gengisvísitala hækkar er gengi krónu að
veikjast og öfugt. Eins og sést á myndinni fellur krónan árið 2008 (gengis-
vísitala hækkar) og vísitala neysluverðs hækkar. Frá janúar 2009 til og með
apríl 2013 hefur gengi krónu sveiflast nokkuð. Gengisvístalan hefur styrkst á
tímabilinu um 1,9% en verðlag innanlands almennt hækkað um tæp 23%.
Gengisþróun og verðlag
Sé prósentubreyting gengisvísitölunnar skoðuð nánar fyrir tímabilið janúar
2009 og til með apríl 2013 og borin saman við prósentubreytingar á ýmsum
neysluflokkum sem mældir eru í vísitölu neysluverðs kemur eftirfarandi
í ljós. Neysluflokkurinn „Ferðir og flutningar“ hefur hækkað um 48% frá
janúar 2009, „Drykkjarvörur“ um 37%, „Símaþjónusta“ um 34%, „Húsgögn
og heimilisbúnaður“ um 23% og „Matvara“ um 21%. Að meðaltali hefur
vísitala neysluverðs hækkað um 23% á þessu tímabili og laun á almennum
vinnumarkaði um 28%.
Gengisþróun, verðbreytingar og laun
■ Vísitala neysluverðs ■ Gengisvísitala (meðaltal mánaðar)
160
120
80
40
0
-40
2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012
%
70
60
50
40
30
20
10
0
-10
-20
-30
2009 2010 2011 2012 2013
%
Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands | Skoða nánar: http://data.is/13uOjn4
Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands | Skoða nánar: http://data.is/13uNgU1
Blóðbankinn stækkaði
pakkann og bætti við sig
vörudreifingu Póstsins
www.postur.is
Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Póstsins
í síma 580 1090 eða í fyrirtaekjalausnir@postur.is.
Þú getur líka skoðað þær lausnir sem í boði eru
á postur.is.
Við viljum gera meira fyrir viðskiptavini okkar
og aðstoða þá við að bjóða viðskiptavinum sínum
réttar lausnir og hagræða í rekstri – það köllum
við að stækka pakkann.
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
Miðvikudagurinn 15. maí
➜ Fjármál ríkissjóðs á greiðslugrunni
➜ Peningalegar eignir og skuldir
ríkissjóðs
➜ Útboð ríkisbréfa
➜ Vaxtaákvörðun
peningastefnunefndar Seðlabankans
kynnt
➜ Peningamál Seðlabankans gefin út
Fimmtudagurinn 16. maí
➜ Vísitala íbúðaverðs á
höfuðborgarsvæðinu
➜ Fiskafli í apríl
➜ Stjórnir og framkvæmdastjórar
fyrirtækja
Föstudagurinn 17. maí
➜ Upplýsingar um leiguverð
íbúðarhúsnæðis
➜ Samræmd vísitala neysluverðs í
apríl
Þriðjudagurinn 21. maí
➜ Velta samkvæmt
virðisaukaskattskýrslum janúar til
febrúar 2013
➜ Vísitala byggingarkostnaðar fyrir
júní 2013
Miðvikudagurinn 22. maí
➜ Vinnumarkaðsrannsókn apríl 2013
➜ Verðmæti sjávarafla janúar til
febrúar 2013
Fimmtudagurinn 23. maí
➜ Viðskipti með atvinnuhúsnæði í
apríl
Föstudagurinn 24. maí
➜Vísitala lífeyrisskuldbindinga í apríl
➜Vísitala kaupmáttar launa í apríl
➜Greiðslujöfnunarvísitala í júní
➜Mánaðarleg launavísitala í apríl
Þriðjudagurinn 28. maí
➜Fjöldi útgefinna vegabréfa
HLUTABRÉFAMARKAÐUR
Magnús Þorlákur Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
Fimm ný félög hafa verið skráð á
hlutabréfamarkað Kauphallar Ís-
lands síðastliðna tólf mánuði. Páll
Harðarson, forstjóri Kauphallar-
innar, segist eiga von á öðrum
eins fjölda skráninga næstu tólf
mánuði. N1 og Reitir stefna að
skráningu í haust og Advania og
Sjóvá á næsta ári.
„Við vitum af þó nokkrum fé-
lögum sem eru að vinna að skrán-
ingu. Þetta lítur því ágætlega út
og ég reikna með fjórum til sjö
skráningum á næstu tólf mán-
uðum. Það eru allar aðstæður til
þess en nákvæm tímasetning ein-
stakra skráninga er óviss,“ segir
Páll.
Mikill áhugi hefur verið á hluta-
fjárútboðum í tengslum við síð-
ustu skráningar, svo sem skrán-
ingar VÍS og TM í apríl og maí.
Páll segir að sá mikli áhugi á
hlutabréfamarkaðnum sem komið
hafi í ljós ætti að ýta undir fleiri
og hraðari skráningar.
„Mér finnst líklegt að það verði
ein af niðurstöðum þessa áhuga
sem er jákvætt því fleiri skrán-
ingar eru auðvitað ein lausn á
þeim vanda sem felst í skorti á
fjárfestingartækifærum á Ís-
landi. Okkur vantar bæði stærri
og smærri fyrirtæki á markað,“
segir Páll og bætir við: „Markað-
urinn hefur sem stendur mjög fáa
fulltrúa höfuðatvinnugreina þjóð-
arinnar; sjávarútvegsins, orkunn-
ar, bankageirans og ferðamanna-
iðnaðarins. Þá höfum við verið að
sjá stærri hóp fjárfesta en áður
taka þátt í þessum síðustu útboð-
um sem gerir það að verkum að
skráning á markað verður meira
spennandi kostur fyrir smærri
fyrirtæki.“
Frá bankahruni hafa sex félög
verið skráð á hlutabréfamarkað
hér á landi. Hagar riðu á vaðið í
desember 2011 og þá hafa Reg-
inn, Eimskip, Vodafone, VÍS og
TM bæst í hópinn síðastliðna tólf
mánuði.
Meðal þeirra félaga sem helst
hafa verið orðuð við skráningu
á næstu misserum má nefna N1,
Reiti og Advania. Eggert Bene-
N1 og Reitir næst í
röðinni í Kauphöllina
Búist er við því að allt að sjö ný félög verði skráð á hlutabréfamarkað á
næstu tólf mánuðum. N1 og Reitir stefna að skráningu í haust og Advania
og Sjóvá gætu komið inn á næsta ári. Mörg önnur félög að skoða málið.
■ Ferðir og fl utningar ■ Drykkjavörur ■ Símaþjónusta ■ Húsgögn
og heimilisbúnaður ■ Matvara ■ Gengisvísitala (meðaltal mánaðar)
SKRÁNING HAGA Það hefur verið álag á bjöllunni í Kauphöllinni frá því að Hagar voru
skráðir á markað í desember 2011. Á síðustu tólf mánuðum hafa fimm ný félög bæst í
hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
dikt Guðmundsson, forstjóri N1,
segir félagið stefna að skráningu í
haust og að litið hafi verið til októ-
ber eða nóvember. Þá segir hann
skráningarvinnu farna af stað hjá
félaginu.
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, segir að félagið stefni enn
að skráningu seint á þessu ári.
„Við stefnum að því en það eru ljón
í veginum sem hafa svo sem áður
verið til umfjöllunar opinberlega.
Þau lúta að erlendri fjármögnun
félagsins og skoðun Seðlabank-
ans á því hvort ákveðnir lána-
skilmálar hafi lagalegt gildi. En
við erum að vinna að því á fleygi-
ferð að slétta úr þeim hrukkum,“
segir Guðjón.
Gestur G. Gestsson, forstjóri
Advania, segir að hann telji að fé-
lagið geti verið tilbúið til skrán-
ingar á markað á næsta ári. Loka-
ákvörðun um skráningu liggi hins
vegar hjá eigendum en ekki stjórn-
endum. Stærsti eigandi Advania
er Framtakssjóður Íslands með
75% eignarhlut.
Þá hefur Sjóvá opinberað að fé-
lagið stefni að skráningu á næsta
ári þótt ekki hafi verið tekin loka-
ákvörðun um dagsetningu. Meðal
annarra félaga sem orðuð hafa
verið við skráningu má nefna Pró-
mens (sem Framtakssjóðurinn á
49,5% í), Skeljung, Marorku og
MP banka.
Páll Harðarson segir að fyrir
utan þau félög sem rætt hafi
skráningu opinberlega hafi Kaup-
höllin átt í viðræðum við nokkur
félög til viðbótar. „Ég á þó ekki
von á því að þau fari alla leið á
undan fyrstu félögunum sem lík-
leg eru til að ganga frá skráningu
á næstunni. En í þessum hópi eru
bæði stór og smá félög,“ segir Páll
og bætir við að lokum að hann eigi
ekki von á annarri nýskráningu
fyrr en í haust.
Þegar verið skráð á markað: Félög sem orðuð hafa verið við skráningu:
Hagar (desember 2011) Reitir (haust 2013)
Reginn (júní 2012) N1 (haust 2013)
Eimskip (nóvember 2012) Advania (2014)
Vodafone (desember 2012) Sjóvá (2014)
VÍS (apríl 2013) Skeljungur (?)
TM (maí 2013) Prómens (?)
Marorka (?)
MP banki (?)
SKRÁNINGAR Á HLUTABRÉFAMARKAÐ FRÁ HRUNI