Fréttablaðið - 15.05.2013, Page 30

Fréttablaðið - 15.05.2013, Page 30
Harry Selfridge er bandarískur fjölskyldufaðir sem flytur með fjölskyldu sína frá Chicago til að kenna breskum konum að kaupa tískufatnað í alvöru vöruhúsi. Auk þess tók hann upp ýmsar nýjungar í verslunarrekstri sem þykja vanalegar í dag. Til dæmis var hann sá fyrsti sem taldi að snyrtivörur og ilmvötn ættu að vera á fyrstu hæð í stórverslunum. Enn í dag er Selfridge‘s vinsæl verslun í London. Þættirnir eru byggðir á ævisögu Harrys Sel- fridge sem fæddist í Bandaríkjunum árið 1856. Faðir hans stakk af frá fjölskyldu sinni og tveir bræður Harrys létust ungir. Harry ólst því einn upp hjá móður sinni sem síðar flutti með honum til London. Hann var oft kallaður mömmustrákur vegna sterkrar vináttu þeirra. Saga Selfridges er merkileg, ekki síst vegna bakgrunns hans. Hann hætti í skóla 14 ára og fór að bera út blöð til að létta undir í heimilisrekstri. Síðan hóf Selfridge störf í banka í Michigan eða þangað til hann fékk vinnu hjá stórversluninni Marshall Field í Chicago. Þar starfaði hann í 25 ár, eignaðist hlut í fyrirtækinu og er þekkt- ur fyrir að hafa fundið upp ýmis slagorð tengd verslun. Hann hvatti fólk til innkaupa fyrir jólin með ýmsum nýstárlegum slagorðum og fann upp setninguna að viðskiptavinurinn hefði alltaf rétt fyrir sér. Selfridge‘s opnaði árið 15. mars 1909 og var brautryðjandi á margan hátt í verslunarrekstri í Englandi. Í fyrsta skipti hafði verslun upplýsta glugga á nóttunni og mikilfenglegar glugga- skreytingar. Harry Selfridge átti stórmerkilega en sorglega ævi en hann lést í maí 1947, þá 91 árs. Bandaríski leikarinn Jeremy Samuel Piven, fæddur 1965, fer með hlutverk Selfridges í þátt- unum. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda en er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Ari Gold í sjónvarpsþáttaröðinni Entourage. Hann hlaut bæði Golden Globe og Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í þeim þáttum. Lokaþáttur Mr Selfridge verður sýndur næsta sunnudag kl. 19.55. Mr Selfridge snýr aftur á Stöð 2 næsta vetur en búist er við nýrri þáttaröð í desember. Brautryðjandinn Herra Selfridge Margir hafa fallið fyrir Mr Selfridge sem Stöð 2 hefur sýnt undanfarið en áframhald verður á þáttunum næsta vetur. Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Þessari spurningu neyðist Weaver-fjöl- skyldan til að svara í gamanþáttaröð- inni The Neighbors sem hefur göngu sína á Stöð 2 á laugardagskvöld. Weaver-fjölskyldan fl ytur inn í nýtt hverfi í New Jersey. Staðurinn er líkastur paradís á jörð, í þessu litla samfélagi hjálpast allir að auk þess að hafa aðgang að golfvelli og hverju sem hugurinn girnist. Smám saman kemst Weaver-fjölskyldan að því að þau skera sig talsvert úr í nýja hverf- inu, þau eru einu íbúarnir sem ekki eru geimverur. The Neighbors fékk góðar viðtök- ur á sjónvarpsstöðinni ABC í vetur og er ein af fáum nýjum gamanþátta- röðum sem ákveðið hefur verið að halda áfram framleiðslu á næsta vetur. Mér þykir mikið skemmtilegra að vinna á Stöð 2 en RÚV. Hér fæ ég frelsi til að gera það sem mig langar til á lifandi og dýnamískum vinnustað. Á Stöð 2 eru líka aðeins meiri fíflalæti. Ég á hins vegar góða vini á RÚV og finnst alltaf gaman að koma þangað,“ segir Logi um Spurningabombuna, sem hann telur langskemmtilegasta verkefni sitt. „Föstudagskvöld eiga að vera skemmtileg og því er Spurninga- bomban skemmtiþáttur frekar en spurningaþáttur. Þess vegna eru grínistar og skemmtilegt fólk uppistaðan í gestaflórunni en í nær hverjum þætti situr nýr gestur,“ segir Logi sem á sinn eftirlætisgest. „Þorsteinn Guðmundsson er í mestu upp- áhaldi því hann kemur alltaf á óvart og er fyndinn á átakalausan hátt. Anna Svava er líka í dálæti, Gunnar Hansson, Villi naglbít- ur og Hugleikur Dagsson, sem er alltaf pínu- lítið óviðeigandi sem er gaman en líka dálítið erfitt,“ segir Logi hlæjandi og öllu vanur. „Sumir gesta minna hafa tekið yfir þáttinn en það er bara hluti af fjörinu. Það er ekkert atriðið fyrir mig að hafa stjórn á þættinum og nóg af svoleiðis fólki í sjónvarpi.“ Grunnur Spurningabombunnar var sóttur í þáttinn Big Fat Quiz of the Year á Channel 4. „Síðan höfum við bætt við mörgum atriðum sem Channel 4 hefur tekið upp á eftir okkur og er bæði fyndið og skemmtilegt,“ segir Logi sem semur flestar spurningarnar sjálfur. „Ég hef mesta ánægju af bleikum og bjánalegum spurningum og hef þá skoðun að spurningar verði að vera fyndnar. Mér finnst næst- um ófyrirgefanlegt að gera leiðinlega spurningaþætti og nauðsyn að fá að klára spurningar svo áhorfendur geti svarað þeim líka,“ segir Logi sem þykir flest leyfilegt sé ætlunin að vera fyndinn. „Eitt skemmtilegasta augnablik vetrarins var þegar Friðrik Ómar var bókaður í óheppilega tvífarakeppni sem innihélt hann sjálfan og tröllið úr Goonies. Sem betur fer hafði Friðrik húmor fyrir sjálfum sér þegar tvífari tröllsins kom í ljós en var sjáanlega brugðið sem var afskaplega fyndið en sláandi fyrir okkur og áhorfendur.“ Áhorfendur Spurningabombunnar bíða í ofvæni eftir óborganlegum spurningadansi Rúnars Freys Sigurðssonar leikara. „Rúnar er senu- þjófur en það er bara fínt. Á meðan fólk skemmtir sér vel er mér alveg sama hvort ég sé í aðalhlutverki eða ekki,“ segir Logi. MR. SELFRIDGE Kl. 19.55 sunnudagur THE NEIGHBORS Kl. 19.20 laugardögum SPURNINGABOMBAN Kl. 20.05 föstudag 15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR6 NÝIR NÁGRANNAR Á STÖÐ 2 PÍNULÍTIÐ ÓVIÐEIGANDI Logi Bergmann er þögull sem gröfin yfir óvæntum endalokum Spurningabombunnar. Óvenjuleg og bráðkemmtileg gamanþáttaröð frá Disney. Ég hef mesta ánægju af bleik- um og bjánaleg- um spurningum og hef þá skoðun að spurningar verði að vera fyndnar. KIEFER SUTHERLAND SNÝR AFTUR Í 24 Spennuþáttaröðin 24 mun snúa aftur á Stöð 2 á næsta ári. Ákveðið hefur verið að hefja framleiðslu á nýrri þáttaröð um hörkutólið Jack Bauer, sem Kiefer Suther- land leikur. Á árunum 2001-2010 voru framleiddar 8 þáttaraðir um Jack Bauer og baráttu hans við hryðjuverkamenn, alls 192 þættir og ein sjónvarpsmynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.