Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 37

Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 37
5MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2013 VARNAÐARORÐ SEÐLABANKANS Bent er á það í nýlegri umfjöllun Grein- ingar Íslandsbanka að í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika komi fram að vegna gjaldeyrishaftanna og takmarkaðra fjárfestingakosta hér innanlands safnist sparnaður heimila og fyrirtækja upp hjá bönkunum, fjár- festingasjóðum og lífeyrissjóðum. „Þvinguðum sparnaði lífeyrissjóðakerfisins þarf að finna farveg þótt spurn eftir fjármagni sé takmörkuð. Við þessar aðstæður skapast veruleg hætta á eignaverðhækkunum umfram það sem skýrist af væntri arðsemi. Slíkar innistæðulausar hækkanir ganga til baka fyrr eða síðar,“ segir í umfjöllun Greiningar. Hvað skuldabréfamarkað varðar er bent á að fjármagn virðist farið að leita annað. „Í skýrslunni segir að á skuldabréfamarkaði hafi mikil eftirspurn allt frá árinu 2009 leitt til talsverðrar verðhækkunar skráðra bréfa. Verðhækkunin virðist þó hafa stöðvast á fyrri hluta síðasta árs og samhliða dró úr veltu. Minnkandi velta með skráð skuldabréf bendir til þess að sparifé leiti nú í ríkari mæli í aðra fjárfestingakosti.“ Þá fylgist Seðlabankinn með áhættuþáttum á hlutabréfamarkaði þar sem veltan hafi aukist verulega undanfarið. „Nýskráningum hefur jafnframt fjölgað eftir því sem lengra hefur liðið frá fjármálaáfallinu. Spurn eftir hlutafé í almennum hlutafjárútboðum í undanfara skráningar á markað hefur aukist verulega enda tilhneiging á markaðnum til að bréfin hækki enn frekar eftir að þau hafa verið tekin til viðskipta.“ Bent er á að nýskráð félög hafi fyrsta mánuðinn eftir skráningu hækkað um tíu prósent frá hlutafjárútboðum og um 23 prósent fyrstu þrjá mánuðina. Þegar skýrsla Seðlabankans kom út hafði OMXI6-hlutabréfavísitalan hækkað um 14,4 prósent frá áramótum og í fjármálastöðugleikaskýrslunni er sagt erfitt að leggja mat á hversu varanleg sú hækkun væri. „Bankinn bendir samt á að þessu fylgi oft aukin skuldsetning. Vegna takmarkaðrar eftirspurn- ar fyrirtækja eftir lánsfjármagni til fjárfestingar er hætta á að lánastofnanir auki útlán til skuldsettra kaupa og geti það aukið kerfisáhættu. Segir bankinn mikilvægt að fylgjast með þeim áhættuþáttum sem gætu valdið eignaverðs- bólu,“ segir í umfjöllun Greiningar. Hvað íbúðamarkað varðar er á það bent í fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans að velta hafi aukist jafnt og þétt frá árinu 2009 og fasteigna- verð hækkað frá árinu 2011. „Bankinn bendir þó á að raunverð íbúðarhús- næðis hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin þrjú ár eftir mikla lækkun á árunum 2008 og 2009. Verðþróunin hefur hins vegar verið afskaplega ólík eftir svæðum og hækkaði fermetraverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu töluvert í fyrra. Er fermetraverðið þannig hæst á höfuðborgarsvæðinu en sveiflur eru þar einnig meiri.“ KJÖRLENDI FYRIR EIGNA- VERÐSBÓLU INNAN HAFTA Framkvæmdastjóri Kortaþjónust- unnar, Jóhannes Ingi Kolbeinsson, hefur sent áskorun til Samkeppn- iseftirlitsins um að kæra meint samkeppnislagabrot stjórnenda Valitors til lögreglu. Forstjóri Valitors, Viðar Þor- kelsson, sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir Jóhannes Inga fara fram úr sér. Hann segir Valitor ekki í beinni samkeppni við Kortaþjónustuna. Viðar bendir á að að Valitor hafi verið í samkeppni við móðurfyr- irtæki Korta- þjónustunn- ar, Teller, sem sé 15 sinnum stærra fyrir- tæki en Valitor og eitt stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í Evrópu. Viðar segir jafnframt að um sé að ræða gamalt mál sem snúi að sam- keppni í færslu- hirðingu á Ís- landi frá árinu 2 0 07 fra m á mitt ár 2009. Þannig segir Viðar að Korta- þjónustan hafi ekki verið færslu- hirðir á umræddu tímabili heldur einungis söluskrifstofa fyrir er- lenda fyrirtækið Teller og að allar færslur við hérlenda söluaðila hafi verið sendar úr landi til heima- lands Teller, Danmerkur, til frek- ari úrvinnslu. Í áskorun sinni hvetur Korta- þjónustan stjórnvöld til að tryggja Samkeppniseftirlitinu auknar heimildir þannig að eftirlitið geti ekki aðeins vísað málum til lög- reglu eins og nú er heimilt heldur einnig til annarra opinberra eft- irlitsaðila, til dæmis til Fjármála- eftirlitsins og skattayfirvalda, svo lög um fjármálafyrirtæki virki sem skyldi. Í yfirlýsingu Valitors segir hinsvegar að ágreiningur sé um hvernig eigi að túlka samkeppnis- lög á þessum tíma og að málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Valitor segist þó fagna þeim hugmyndum um aðkomu ríkisvalds að skilgrein- ingu á markaði, skilvirkni hans og hagkvæmni til þess að gæta hags- muna íslenskrar greiðslumiðlunar og íslensks almennings. Í áskorun Kortaþjónustunn- ar segir meðal annars: „Í ljósi ákvörðunar Samkeppniseftirlits- ins nr. 08/2013 þar sem eftirlitið lagði 500 milljóna króna sekt á Valitor vegna alvarlegra, lang- varandi og síendurtekinna brota Valitors gegn samkeppnislögum skorar Kortaþjónustan á Sam- keppniseftirlitið að nýta heimild- ir samkeppnislaga og kæra málið til lögreglu til rannsóknar.“ Jafnframt er vísað til laga um fjármálafyrirtæki og krafna um hæfi stjórnarmanna og fram- kvæmdastjóra. Þannig vill Korta- þjónustan fá úr því skorið hvort stjórnarmenn og framkvæmda- stjóri Valitors fullnægi hæfis- skilyrðum laga um fjármálafyr- irtæki. olof@frettabladid.is Munnhöggvast um brot á Samkeppnislögum Stjórnendur Kortaþjónustunnar og Valitors takast hart á um samkeppnisbrot og viðskiptahætti. Kortaþjónustan segir að kæra eigi samkeppnislagabrot Valitors til lögreglu. Valitor segist ekki í beinni keppni við Kortaþjónustuna. KORTIÐ NOTAÐ Milljarðar velta um kortakerfi verslana og eftir nokkru að slægjast í þeim viðskiptum. Hér hafa fyrirtæki játað á sig hliðarspor frá lögum um samkeppni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES VIÐAR ÞORKELSSON JÓHANNES INGI KOLBEINSSON NÝSKÖPUN EYKUR VERÐMÆTI Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektarverðum árangri. Arion banki styður nýsköpun í atvinnulífinu. LANDHELGISGÆSLAN BETRI NÝTING TÆKJA MEÐ VERKEFNUM ERLENDIS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.