Fréttablaðið - 15.05.2013, Side 54
15. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30
Kröfulisti Nicks Cave
„Það er ekki búið að reka okkur út,“
segir rithöfundurinn Ævar Örn Jóseps-
son.
Hann er einn þeirra sem standa á bak
við spurningakeppnina Drekktu betur
sem hefur verið haldin á Bar 46 við
Hverfisgötu undanfarin þrjú ár. Keppn-
in hafði þar áður verið á Grand rokki
sáluga í sjö ár, en keppnin var með
þeim fyrstu af slíkum spurningakeppn-
um til að ná fótfestu í skemmtanalífi
borgarbúa. Nýir eigendur eru að taka
við staðnum með nýjar áherslur, sem
gæti þýtt endalok keppninnar þar. „Það
eru að koma ungir og sprækir strákar
sem hafa hugsað sér að gera breytingar
sem henta ekki þessu ráðsetta, íhalds-
sama nördagengi sem sækir þessa
keppni,“ segir Ævar Örn.
„En þetta er allt í góðu og þetta eru
ágætisdrengir. Við erum bara að skoða
landslagið og athuga hvort það er til
annar staður þar sem væri hægt
að gera þetta áfram á föstudags-
kvöldum með svipuðu sniði og verið
hefur.“
Ævar Örn tekur fram að dvölin á
Bar 46 hafi verið farsæl. „Það hefur
ekki dottið úr föstudagur nema það hafi
verið föstudagurinn langi eða eitthvað
slíkt. Þetta er alveg einstök keppni.
Þátttakendur spyrja sjálfir þannig
að spurningarnar eru mjög ólíkar
í hverri viku, sem gefur þessu
mikla fjölbreytni,“ segir hann.
- fb
Spurninganördar í húsnæðisleit
Spurningakeppnin Drekktu betur fl ytur líklega frá Bar 46 eft ir þriggja ára dvöl.
511
Drekktu betur verður haldin í
511. sinn á Bar 46 næsta
föstudagskvöld.
„Þetta er pínu leiðinlegt. Við vitum
að það eru margir krakkar að bíða
eftir þessu og maður hafði heyrt út
undan sér að Kvikmyndasjóður ætti
að einblína svolítið á barnamynd-
ir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson,
Sveppi.
Hætt hefur verið við framleiðslu
á kvikmyndinni Algjör Sveppi og
Gói bjarga málunum því hún fékk
ekki styrk frá Kvikmyndasjóði
Íslands. Ákvörðunin kom Sveppa og
félögum í opna skjöldu því síðustu
þrjár myndir í seríunni hafa allar
fengi styrki frá sjóðnum. Þær hafa
einnig notið mikilla vinsælda hjá
ungu kynslóðinni og seldust um 30
þúsund miðar á síðustu mynd.
Fréttablaðið greindi frá því fyrir
mánuði að undirbúningur fjórðu
myndarinnar væri í fullum gangi,
tökur ættu að hefjast í lok maí og
frumsýning væri fyrirhuguð í sept-
ember. Anna Svava Knútsdótt-
ir hafði einnig ákveðið að leika í
myndinni en núna verður ekkert af
tökunum. „Maður lærir vonandi af
þessu að fara ekki af stað fyrr en
svarið er komið,“ segir Sveppi og á
við svarið frá Kvikmyndasjóði.
Skipulagning Sveppa-myndanna,
í leikstjórn Braga Hinrikssonar,
hefur verið í föstum skorðum und-
anfarin ár og því hefur stefnan
verið sett á að gera aðra tilraun á
næsta ári. „Við viljum taka upp í
maí og júní og eiga möguleika á að
frumsýna í september. Við erum
með suma leikara sem eru í leik-
húsum og þess vegna hefur verið
ágætt að gera þetta þegar þau eru
að klárast.“
Aðspurður segist Sveppi ekki vita
nákvæmlega hvað sótt var um mik-
inn styrk. „Við höfum alltaf fengið
eitthvað smá, allavega nóg til þess
að fara af stað. Þetta er alltaf svo-
lítið dýrt og við viljum vera með
fleiri tæknibrellur en í myndinni á
undan.“ freyr@frettabladid.is
Hætt við tökur á
Algjörum Sveppa 4
Kvikmyndasjóður Íslands ákvað að styrkja ekki fj órðu Sveppamyndina.
Alls hafa 100 þúsund miðar selst á Sveppa-
myndirnar þrjár síðustu ár. Rúmlega 30
þúsund miðar seldust á Algjöran Sveppa og
leitina að Villa árið 2009, tæplega 40 þúsund
seldust á Algjöran Sveppa og dularfulla hótel-
herbergið árið 2010 og rúmlega 30 þúsund á
Algjöran Sveppa og töfraskápinn 2011. Hún
var jafnframt vinsælasta íslenska myndin það
árið.
100 þúsund miðar
seljast á Sveppa
GLAÐUR Á FRUMSÝNINGU Sveppi glaður í bragði á frumsýningu þriðju myndar-
innar fyrir tveimur árum. Anna Svava Knútsdóttir átti að leika í nýju myndinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nick Cave and The Bad Seeds eru á meðal þeirra
hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni All
Tomorrow‘s Parties sem fram fer helgina 28. til 29.
júní. Líkt og venja er hefur tónlistarmaðurinn lagt
fram kröfulista fyrir komu sína og segir Tómas
Young, skipuleggjandi hátíðarinnar, að listinn sé
hvorki langur né óraunhæfur.
Nick Cave spilaði síðast á Íslandi árið 2006 og
varð þá uppi fótur og fit þegar í ljós kom að gleymst
hafði að kaupa koníak handa söngvaranum. Tómas
þekkir söguna vel en tekur fram að hún muni ekki
endurtaka sig í sumar. „Árið 2006 gleymdist að
kaupa koníakflösku fyrir hann og það varð tíu mín-
útna seinkun á tónleikunum á meðan verið var að
hafa upp á réttu flöskunni. Þegar hún fannst var
henni hent upp í leigubíl og ekið upp í Laugardals-
höll. Nick fékk sér nokkra sopa, lét braka í fingr-
unum og sagðist svo vera tilbúinn. Ég ákvað
að vera með vaðið fyrir neðan mig og er
búinn að kaupa flöskuna sem er af tegund-
inni Rémy Martin,“ segir Tómas og hlær.
Nick Cave er á tónleikaferðalagi um þess-
ar mundir og kemur fram á Glastonbury
hátíðinni daginn eftir tónleikana í Ásbrú.
Með honum í för er um tuttugu manna
fylgdarlið og er hópurinn sá fjölmenn-
asti sem kemur til landsins í tengslum
við hátíðina. „Hljómsveitin sjálf er
fjölmenn og því eðlilegt að hópurinn
sé stór,“ útskýrir Tómas. - sm
Búinn að kaupa koníakið fyrir Nick Cave
Tómas Young, skipuleggjandi All Tomorrow’s Parties, er kominn með kröfulista söngvarans Nicks Cave.
GLEYMIST
EKKI Tómas
Young hefur
þegar keypt
koníaks-
flösku
sem var á
kröfulista
Nicks Cave.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
■ Ávextir ■ Vatn ■ Kex ■ Kaffi og
te ■ GosdrykkirNICK CAVE
Save the Children á Íslandi
„Ég er bara með matreiðslubækur
á náttborðinu núna og ein af þeim
er mjög fín eftir hina sænsku Leilu
Lindholm.“
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matar-
bloggari og nemi
BÓKIN