Fréttablaðið - 17.05.2013, Side 2
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Úlfur, úlfur, úlfur?
„Já, og úlfurinn er kominn.“
Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasam-
bands Íslands. Siglingamenn vara sterklega
við mörgum stórum göllum og hættum sem
fylgi fyrirhugaðri göngu- og hjólabrú yfir
Fossvog.
HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega tólf-
hundruð einstaklingar voru á biðl-
istum fyrir skurðaðgerð á auga-
steini í febrúar samkvæmt úttekt
Landlæknisembættisins. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins fjölg-
ar jafnt og þétt í hópi þeirra sem
bíða. Um sjötíu prósenta fjölgun
hefur orðið á biðlistum frá því
á sama tíma í fyrra. Aðeins eru
gefin leyfi fyrir ákveðnum fjölda
niðurgreiddra aðgerða ár hvert.
Tvö fyrirtæki eru í samningi við
ríkið auk Landspítalans, Sjónlag
og Lasersjón.
„Við sjáum fram á að klára
okkar kvóta í júní. En vildum
gjarnan þjónusta fleiri. Þetta eru
mjög þakklátar aðgerðir og þörf-
in brýnni nú en áður,“ segir Eva
María Gunnars-
dóttir, skrif-
stofustjóri hjá
Lasersjón.
Kostnaður
við aðgerð af
þessu tagi er
um hundrað og
fimmtíu þúsund
krónur, fyrir
hvor t auga .
Fólki stendur
til boða að kaupa þjónustuna án
aðkomu ríkisins. Kristinn Ólafs-
son, framkvæmdastjóri hjá Sjón-
lagi, segir að slíkt sé ekki þróun
í rétta átt.
„Það býður upp á misskiptingu
sem við viljum ekki sjá innan heil-
brigðiskerfisins. Meðalaldur þjóð-
arinnar hækkar og við verðum því
að horfast í augu við nýjar leiðir til
þess að viðhalda lífsgæðum fólks,“
segir Kristinn.
Hann bendir jafnframt á að með
nýjum reglum Sjúkratrygginga,
sem innleiddar voru síðasta sumar,
leyfist fólki aðeins að skrá aðgerð
á einu auga á biðlista. Breytingarn-
ar hafi í för með sér verulega skert
lífsgæði þeirra sem bíði aðgerðar
á hinu auganu og dæmi eru um að
allt að ár líði á milli aðgerða hjá
sömu manneskjunni.
„Fólk þarf meðal annars að fá
ný gleraugu á meðan það bíður
og slíkt hefur ákveðinn kostnað í
för með sér. Fyrir utan álagið sem
fylgir því að hafa bara um hálfa
sjón,“ segir Kristinn.
Athygli vekur að fjöldi aðgerða
á ári hefur dregist saman um þrjá-
tíu og sex prósent frá árinu 2010.
Samkvæmt skýrslu Landlæknis-
embættisins má rekja það til sam-
einingar St. Jósefsspítala og Land-
spítala. Á St. Jósefsspítala voru
gerðar 673 skurðaðgerðir á auga-
steini árið 2010. Aðgerðum á Land-
spítala hefur hins vegar ekki fjölg-
að eftir sameiningu.
„Við erum með sérhæft starfs-
fólki og fullkomna skurðstofu sem
við notum einu sinni í viku. Það er
ömurleg nýting,“ segir Kristinn.
maria@frettabladid.is
Efnameira fólk hefur
forgang í augnaðgerðir
Þeim sem bíða skurðaðgerðar á augasteini hefur fjölgað um sjötíu prósent á einu
ári. Hvorki skortir tækni né starfsfólk til að sinna þessum fjölda, aðeins aukin
framlög frá ríkinu. Fólk getur þurft að bíða í allt að tvö ár eftir aðgerð á augum.
MARGIR BÍÐA NÝRRA AUGASTEINA Í febrúar í 2012 voru 710 einstaklingar á
biðlista eftir aðgerð á augasteini, borið saman við þá rúmlega 1200 sem nú bíða. Er
um sjötíu prósent fjölgun að ræða.
KRISTINN
ÓLAFSSON
AUGNAÐGERÐ Fjöldi aðgerða hefur
dregist saman um 36% frá árinu 2010.
FJÖLMIÐAR Frétta-
stofur 365, ritstjórn
Fréttablaðsins og
fréttastofa Stöðvar
2, Vísis og Bylgjunn-
ar verða sameinaðar
í eina öfluga frétta-
stofu 365.
Jafnframt hefur
verið ákveðið að
fella allan sjón-
varpsrekstur annan
en þjónustu frétta-
stofu undir eina stjórn, bæði dag-
skrársetningu og eigin framleiðslu
fyrir opna og lokaða dagskrá
Stöðvar 2 og sportstöðva og fylgi-
stöðva Stöðvar 2, sem eru Krakk-
ar, Gull, Bíórásin og PoppTV. Freyr
Einarsson mun stýra sjónvarps-
rekstri fyrirtækisins.
Loks eru rekstrarmál sem snúa
að húsnæði, bifreiðum o.fl. færð frá
fjármálasviði og undir stjórn Svans
Valgeirssonar sem stýrir þróunar-
og rekstrarmálum.
Sameinaðri ritstjórn stýra núver-
andi ritstjórar Fréttablaðsins.
Mikael Torfason verður aðalritstjóri
og leiðir sameiningarferlið og Ólaf-
ur Þ. Stephensen verður ritstjóri.
Áfram verða svo starfandi frétta-
og vaktstjórar einstakra miðla.
„Sameinuð fréttastofa 365 verð-
ur sú öflugasta á landinu,“ segir
Mikael en sameiningin er rökrétt
framhald á aukinni samvinnu rit-
stjórna undanfarin ár. Yfir hundr-
að manns vinna á nýrri sameinaðri
fréttastofu.
Breytingin mun hafa í för með
sér að talsverður hópur frétta-
manna vinnur fréttir fyrir alla
miðla fyrir tækisins jöfnum hönd-
um. Þá verður til svigrúm fyrir
aðra til að fara dýpra í málin í ein-
stökum miðlum. Sameiningin þjón-
ar þannig því meginmarkmiði að
viðskiptavinir miðla 365 fái betri
fréttaþjónustu.
Ritstjórn Fréttablaðsins, fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis:
Fréttastofur 365 sameinaðar
ÞÝSKALAND Kvenréttindasamtök mættu á Alexandertorg í Berlín með
brennandi dúkku á krossi við opnun á nýju draumahúsi Barbie þar í
borg. Mótmælendur hrópuðu „það er skítalykt af bleiku“ og voru mun
fleiri en aðdáendur þessarar frægu leikfangadúkku en innandyra er líkt
eftir vistarverum Barbie. Mótmælin snúa að því, að í húsinu sé haldið á
lofti gömlum klisjum um hlutverk karla og kvenna.
Þetta er annað Barbie-húsið sem er opnað, en annað slíkt var opnað
nýlega í Flórída í Bandaríkjunum. Húsið í Berlín verður opið fram í
ágúst þangað til það leggur í sýningarferð um Evrópu. - shá
Brenndu dúkku á krossi í mótmælum í Berlín:
Barbie fékk kaldar móttökur
HÍBÝLI Mótmælendur kölluðu „það er skítalykt af bleiku.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem
grunaður er um að hafa numið
stúlku á ellefta ári á brott með
valdi og brotið gegn henni kyn-
ferðislega ber við minnisleysi í
yfirheyrslum hjá lögreglu. Hann
situr nú í einangrun á Litla-
Hrauni en hann var úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 29. maí næst-
komandi.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er maðurinn rúmlega þrí-
tugur faðir. Hann er tæknimennt-
aður og mun hafa mætt til vinnu
morguninn sem brotið var framið.
Atburðarás dagsins er enn nokk-
uð óljós en lögreglan rannsakar
meðal annars hvort meint minn-
isleysi mannsins geti stafað af
eiturlyfjaneyslu, sé af geðrænum
toga eða einfaldlega blekking.
Tekin var blóðprufa úr mann-
inum og rannsakað verður hvort
hann hafi verið undir áhrifum
fíkniefna.
Maðurinn á sér sögu um fíkni-
efnabrot en hefur ekki komið áður
við sögu lögreglu vegna ofbeldis.
Maðurinn er sakaður um að
hafa numið stúlkuna á brott með
valdi er hún labbaði heim úr skóla
á þriðjudag.
Hann á að hafa ekið með hana á
stað í útjaðri borgarinnar og brot-
ið gegn stúlkunni á grófan hátt.
Stúlkan mun hafa getað gefið
greinargóða lýsingu á ferðum
bifreiðarinnar sem og útliti og
klæðaburði mannsins.
Dómari mun taka skýrslu af
stúlkunni í dag.
- hó
Lögreglan bíður niðurstöðu blóðprufu úr manninum sem grunaður er um níðingsverk gegn stúlku:
Rannsakar hvort fótur sé fyrir minnisleysi
MIKAEL
TORFASON,
aðalritstjóri 365
frétta.
FREYR
EINARSSON,
nýr sjónvarpsstjóri
Stöðvar 2.
ÓLAFUR
STEPHENSEN,
ritstjóri 365
frétta.
LÖGREGLAN Tekin var blóðprufa úr
manninum og rannsakað verður hvort
hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna.
BANDARÍKIN Móðir stúlku í Alb-
uquerque í Nýju-Mexíkó í Banda-
ríkjunum horfði á þegar maður
reyndi að taka dóttur hennar
upp í bíl sinn. Hún stökk til, upp
í eigin bíl og elti manninn um
ellefu kílómetra leið. Eltinga-
leikurinn endaði þannig að móð-
irin keyrði inn í hliðina á bíl
mannsins. Þá kom í ljós að hann
hafði skilað dótturinni úr bíln-
um nokkru áður. Hún var ómeidd.
Maðurinn flúði af vettvangi.
Lögreglan leitar nú mannsins,
en hefur ekki orðið ágengt. Lög-
reglan segir lýsingu á manninum
jafnframt passa við lýsingu kyn-
ferðisafbrotamanns í hverfinu
sem enn er leitað. - ósk
Elti ræningja dóttur sinnar:
Móðir tók til
örþrifaráða
Sameinuð frétta-
stofa 365 verður sú öflug-
asta á landinu.
Mikael Torfason, aðalritstjóri 365
EUROVISION Leikarar í uppsetn-
ingu Þjóðleikhússins á Englum
alheimsins brugðu heldur betur
út af vananum á sýningunni í
gærkvöldi, en þeir gerðu stutt
hlé á sýningu sinni til þess að sjá
Eyþór Inga syngja í forkeppni
Eurovision. Þetta er eflaust í
fyrsta og eina skiptið sem hlé
er gert á leiksýningu til þess að
horfa á Eurovision.
Að sama skapi tóku Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, og Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, sér hlé á
stjórnarmyndunarviðræðum í
gærkvöldi til þess að berja Eyþór
Inga augum. - ósk
Leikarar og stjórnmálamenn:
Allra augu voru
á Eyþóri Inga
SPURNING DAGSINS