Fréttablaðið - 17.05.2013, Page 4

Fréttablaðið - 17.05.2013, Page 4
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SVEITARSTJÓRNIR Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs klofnaði á þriðjudag þegar afgreiða átti nýtt aðalskipulag. Gunnar I. Birgisson og Aðal- steinn Jónsson, tveir fjögurra bæjar fulltrúa Sjálfstæðisflokks, sögðu „óverjandi“ að fella út deili- skipulag í Stapaþingi og Trönuþingi eins og gera ætti. Það myndi rýra verulega verðmæti lands sem bær- inn hefði tekið eignarnámi til að nýta sem byggingarland. „Að auki er mögulegt að slíkur gjörningur geti skapað Kópa- vogsbæ skaðabótaskyldu gagn- vart eigendum Vatnsenda þar sem deilur um hagsmuni fyrri eigenda fría ekki Kópavogsbæ frá gerðum samningum og skuldbindingum vegna eignar náms jarðarinnar,“ sögðu Gunnar og Aðalsteinn. Guðríður Arnardóttir úr Sam- fylkingu lagði þá til fyrir hönd minnihlutans að auglýsingu aðalskipulagsins yrði frest- að þar til lögfræðiálit lægi fyrir um hvort umrædd- ar breytingar hefðu áhrif á stöðu bæjarins gagn- vart fyrri samningum og framtíðarefndum. „Í kjölfar nýlega fallins dóms Hæstaréttar um eignarhald á Vatns- enda er það mat undirritaðra að öll skref er tengjast sam- skiptum við landeigend- ur á Vatns- enda skuli stíga með mikilli gát,“ sagði í tillögu Guðríðar og fjög- urra annarra bæjarfulltrúa. Frestunartillaga minni- hlutans var samþykkt með þeirri breytingu – sem Gunnar lagði til – að feng- in yrðu tvö lögfræðiálit en ekki aðeins eitt. „Það eru fáheyrð vinnu- brögð sem hafa verið við- höfð á þessum fundi,“ bókaði Ómar Stefáns- son, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks og samherji þeirra Gunnars og Aðal- steins í meirihlutasam- starfinu. „Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að líta vel í eigin barm varðandi þau vinnubrögð sem hér hafa verið ástunduð,“ sagði Ómar sem kvað ófaglegt að fresta aðal- skipulagi. „Unnið var af heilindum að aðal- skipulagi frá upp- hafi til þessa dags. Það er því með ólíkindum að við stöndum í þessum sporum hér á lokametr- unum og tek ég undir orð Ómars,“ bókaði Rann- veig Ásgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Y- listans sem er í meirihlutasam- starfi við Sjálf- stæðisflokk og Framsóknar- flokk. Oddviti sjálfstæðismanna, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, var á móti frestuninni. Betra hefði verið að auglýsa tillöguna eins og hún var afgreidd af öllum flokk- um úr skipulagsnefnd og óska eftir lögfræðiáliti á meðan skipulagið væri í auglýsingu. Guðríður Arnardóttir sagði mikla hagsmuni í húfi. Frestun á málinu um tvær vikur væri léttvæg í því samhengi. gar@frettabladid.is Flækjan á Vatnsenda klýfur meirihlutann Nýr meirihluti myndaðist í bæjarstjórn Kópavogs þegar breyttu aðalskipulagi var frestað vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda. Oddvitar allra meirihlutaflokkanna urðu undir þegar tveir sjálfstæðismenn og minnihlutinn ákváðu frestun málsins. 25. apríl 2013 FIMMTUDAGUR | FRÉTTIR | 2 STJÓRNMÁL „Þetta er einhver mis-skilningur hjá Ármanni bless-uðum,“ segir Gunnar I. Birgis-son, bæjarfulltrúi í Kópavogi, um bókun Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um að ályktanir Gunn-ars varðandi gestafjölda í íþrótta-húsum einkenndust af pólitískum ofsóknum. Gunnar óskaði fyrir nokkru eftir upplýsingum um nýtingu á íþróttahúsum í Kópavogi. Á bæjar-stjórnarfundi á þriðjudag lagði hann fram bókun um málið ásamt samflokksmanni þeirra Ármanns, Aðalsteini Jónssyni.„Eftir að hafa skoðað talningar í íþróttahúsum Kópavogs bæjar, er ljóst að nýting nokkurra íþrótta-mannvirkja er ekki ásættan-leg. Sérstaklega á þetta við um knatthúsið og tvöfaldan íþrótta-sal í Kórnum,“ sagði í bókuninni. „Algjörlega óafsakanlegt“ væri að nýta ekki íþróttamannvirki bæjar-ins betur. „Þær ályktanir sem bæjarfull-trúarnir Gunnar Ingi Birgisson og Aðalsteinn Jónsson draga af taln-ingum í íþróttahúsum eru bein-línis rangar og einkennast af póli-tískum ofsóknum gagnvart einu íþróttafélagi,“ bókaði þá Ármann bæjarstjóri. Íþróttafélagið sem hann vísar til er HK sem hefur umsvif í Kórnum.Spurður um þetta mál segist Ármann hafa verið ósáttur við framsetningu Gunnars og Aðal-steins á efni greinargerðar sem lögð var fram í mars. Þar hafi komið fram að Kórinn sé betur nýttur en íþróttahúsið Smárinn.„Ég skil bara ekkert í þeim að setja þetta fram með þessum hætti þegar skýrslan sýnir að þetta er akkúrat þveröfugt. Ég átta mig ekki á af hverju er verið að snúa út úr henni,“ segir Ármann.Gunnar segir bókun Ármanns byggða á misskilningi. „Þetta var allt vel meint og er bara hvatning til íþróttafélaganna að reyna að nýta húsin betur. Það kostar nú ekkert smávegis eitt svona hús,“ bendir Gunnar á.Ármann hafnar því að þessi deila hafi áhrif á samstarfið í meirihlutanum. „Þetta er einangr-að mál,“ undirstrikar bæjar-stjórinn. Eins og Ármann hafn-ar Gunnar því að þess-ar væringar breyti nokkru um samstarf meirihlutans sem sjálf-stæðismenn mynda með bæjar fulltrúum Y-listans og Framsóknar-flokks. „Þetta er bara stormur í vatnsglasi,“ útskýrir Gunnar. gar@frettabladid.is Sakar félagana um pólitískar ofsóknirÁrmann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, bókaði í bæjarstjórn að ályktanir samflokksmanna hans um talningu gesta í íþróttahúsum einkennist af pólitískum ofsóknum. Misskilningur og stormur í vatnsglasi, segir Gunnar I. Birgisson. ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KÓRINN Sjálfstæðismennn í bæjarstjórn Kópavogs takast á um nýtingu Kórsins í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LONDON, AP Metverð fékkst á uppboði hjá Christie‘s í vikunni fyrir risavaxið egg sem er að hluta til steingert.Eggið fannst á eyjunni Madagaskar og er undan útdauðri tegund sem kallast fílsfugl. Það seldist á tæpar tólf milljónir íslenskra króna, sem er meira en tvöfalt hærra verð en búist var við. Fílsfuglinn dó út fyrir mörgum öldum og er talið að eggið sé frá því fyrir sautjándu öld. Fílsfuglar voru ófleygir og nærðust á ávöxtum. Þeir voru ekki ósvipaðir strútum en gátu náð allt að 3,4 metra hæð. - þj Merkar fornminjar á uppboði hjá Christie‘s:Metverð fékkst fyrir risaegg HUNDRAÐ SINNUM STÆRRA Egg fílsfuglsins er um það bil hundrað sinnum stærra en hænuegg. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sigurður, vaða KR-ingar bara í villu? „Þeir missa reyndar stundum marks.“ Þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta lýsti undrun sinni á því að ekki hefði verið dæmd villa á Keflvíkinga sem tekið hefðu of hart á einum leikmanna KR um liðna helgi. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, sagði kvartanir KR-inga hlægilegar. Ég skil bara ekkert í þeim að setja þetta fram með þessum hætti þegar skýrslan sýnir að þetta er akkúrat þveröfugt. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. GUNNAR I. BIRGISSON ÁRMANN KR. ÓLAFSSON BANGLADESS, AP Eigendur verksmiðjuhúsnæðis í nágrenni Dhaka í Bangladess sem hrundi í gær eru grunaðir um að hafa virt tilmæli yfirvalda að vettugi þegar þeir sendu hundruð manna þar til vinnu í gær. Um hundrað manns voru taldir af í gær og mörg hundruð voru sár eftir að húsið hrundi. Talið var að um tvö þúsund manns hafi verið þar inni þegar ósköpin dundu yfir. Í húsinu voru fjórar verk-smiðjur sem framleiddu fatnað, meðal annars fyrir keðjurnar Benetton og Children‘s Place.Eftirlitsstofnanir höfðu lokað húsinu vegna þess að stórar sprungur höfðu myndast í veggjum þess, en yfirmenn í verksmiðjunum sendu fólkið engu að síður til vinnu og fullyrtu að engin hætta væri á ferðum. Innanríkisráðherra Bangladess lofaði því, í sam- tali við fjölmiðla á vettvangi, að sökudólgunum yrði refsað. Atburðir sem þessir eru nokkuð algengir í Bangladess, þar sem mörg hús eru byggð í trássi við byggingarreglugerðir og öryggisstaðla. Aðstæður í fataverksmiðum landsins komust í hámæli fyrir um fimm mánuðum þegar 112 manns létust í eldsvoða í verksmiðju í borginni Tazreen. - þj Eigendur átta hæða fataverksmiðju sem hrundi í Bangladess í gær:Virtu öryggistilmæli að vettugi HRUN Þúsundir manna þustu á vettvang þar sem átta hæða hús hrundi. Hátt í hundrað manns höfðu verið úrskurðaðir látnir í gær en sú tala gæti hafa hækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur ómerkti í gær tveggja ára fangelsisdóm yfir nuddara sem var sakfelldur fyrir nauðgun með því að stinga fingri sínum í leggöng konu sem hann var að nudda.Vörn nuddarans í héraðsdómi var ekki talin fullnægjandi þar sem kröfu um að matsmenn yrðu kvaddir fyrir dóminn var hafnað. Þess í staði fékk dómsformaður sérfræðinga með sér í dóminn en Hæstiréttur taldi það ekki jafn-gilt og ómerkti því dóminn. - sh Hæstiréttur ómerkir dóm: Nuddaradómur aftur í hérað NOREGUR Talið er að 10 til 15 þús-und eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Nor-egi í gær. Alta-áin á Finnmörku, sem er ein mesta stórlaxaá verald-ar, rennur til sjávar örfáum kíló-metrum frá þeim stað sem laxarn-ir sluppu út. Norska ríkisútvarpið (NRK) greinir frá þessu.Í gær var hvorki vitað hvað olli því að laxarnir sluppu né frá hvaða fiskeldisfyrirtæki þeir eru en fulltrúar frá Veiðimálastofnun Finnmörku fylgjast vel með gangi mála. Þess ber að geta að 15 þús-und eldislaxar eru um fjórum til fimm sinnum meira en veiðist í Alta-ánni árlega.Hans Kristian Kjeldsberg, hjá Veiðifélagi Alta-árinnar, segir í samtali við NRK að þetta sé grafalvarlegt mál ekki síst þar sem þetta sé að gerast rétt áður en villti laxinn gengur upp í ána. Algengt er að villti laxinn gangi upp í ána upp úr miðjum maí og óttast Hans Kristian að eldislaxinn kunni að fylgja þeim og blandist síðar meir og þar með sé hinn heimsfrægi stórlaxastofn Alta-árinnar í hættu. - th Norska stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum:10 til 15 þúsund laxar sluppu LAXELDI Óttast er að eldislaxinn bland-ist hinum heimsfræga stórlaxastofni Alta-árinnar. MYND/STÖÐ 2 DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavík-ur þess efnis að Valitor þurfi að opna greiðslugátt fyrir Datacell og Wikileaks. Þá skal fyrirtækið greiða 800 þúsund króna dagsekt-ir þar til gáttin hefur verið opnuð.Forsaga málsins er sú að korta-fyrirtækin Visa og Mastercard skipuðu þjónustuaðilum sínum að loka á fyrirtæki sem taka á móti greiðslum fyrir Wikileaks. Því lokaði Valitor á Datacell sem þjónustar Wikileaks á Íslandi.Datacell og Wikileaks stefndu Valitor vegna þessa og dæmdu bæði dómstig þeim í vil. - mþl Áfrýjun Valitors mistókst: Opni greiðslu- gátt Wikileaks DÓMSMÁL Davíð Örn Bjarnason, sem sat í varðhaldi í tyrknesku fangelsi grunaður um smygl á fornminjum, reiknar með að niðurstaða fáist í mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum í dag.Davíð þarf ekki að fara til Tyrklands til að fylgjast í réttar-sal. „Ég fylgist bara með í gegn-um lögmanninn minn.“ Davíð var handtekinn á flug-vellinum í Antalya í mars þegar hann var ásamt sambýliskonu sinni á leið frá Tyrklandi. Hann var með stein sem síðar kom í ljós að var fornmunur í tösku sinni. - bj Máli Tyrklandsfanga að ljúka:Ætlar ekki aft- ur til Tyrklands SPURNING DAGSINS FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU Ertu ekki viss um hvað þú ætlar að kjósa? Viltu fá svör við ákveðnum spurningum?Hringdu í Vg númerið 863 7038 og tilgreindu það málefni sem brennur á þér. Við finnum rétta frambjóðandann til þess að hafa samband við þig og svara spurningum þínum.Við hlökkum til að heyra frá þér! HVAÐ VILTU VITA? GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. APRÍL 2013 Aðeins nokkrar vikur eru frá því síðast birtust brestir í samstöðu sjálfstæðismanna í meirihlutanum í bæjar- stjórn Kópavogs. VENESÚELA Hratt gengur á nauð- synjar í Venesúela og horfa íbúar landsins nú fram á að allur sal- ernispappír í landinu klárist. AP greindi frá í gær. Fyrir var skortur á mjólk, kaffi, smjöri og mjöli. Andstæðar stjórnmálafylk- ingar kenna hver annarri um skortinn en þolinmæði íbúa landsins er þrot- in. Nicolas Maduro forseti, eftir- maður Hugos Chavez, segir að stjórnarandstæðingar séu valdir að skortinum til að reyna að skapa pólitíska ólgu. Stjórn hans tilkynnti í vikunni að von væri á 760 þúsund tonnum af mat og 50 milljón salernispappírsrúllum bráðlega. - shá 216,0983 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,85 123,43 186,9 187,8 157,97 158,85 21,192 21,316 20,922 21,046 18,37 18,478 1,196 1,203 183,04 184,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 16.05.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is MENNTUN Hátt í fjörutíu erlendir flugnemar munu leggja stund á verklegt nám í Flugskóla Íslands í ár. Fjöldinn var svipaður á síð- asta ári, en eftir fall íslensku krónunnar hefur aðsókn í námið erlendis frá aukist jafnt og þétt. Flestir nemarnir hafa stundað nám til umbreytingar á banda- rískum flugmannsréttindum yfir í evrópsk en aðrir taka lengra nám til útgáfu skírteina frá Flug- málastjórn Íslands, eins og fram kemur í tilkynningu frá Flugskól- anum. Flestir nemendurnir eru frá Ítalíu en koma einnig frá Norður- löndunum og nokkrum öðrum Evrópulöndum. Tveir ítalskir nemendur luku atvinnuflug- mannsprófi við skólann í vikunni. - sv Varð vinsælt eftir hrunið: 40 útlendingar læra flug hér EIN KENNSLUVÉLA FLUGSKÓLANS Tveir Ítalir útskrifuðust sem flugmenn í vikunni en námið í skólanum hefur notið vinsælda meðal útlendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Vöruskortur í Venesúela: Salernispappír búinn í landinu EFNAHAGSMÁL Brýnt er að ný ríkisstjórn kalli Bændasamtökin, aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld til samstarfs um úrbætur á land- búnaðarkerfinu til að komast að niðurstöðu hvernig lækka beri verð til neytenda með því að hagræða og efla samkeppni, lækka tolla og vörugjöld ásamt því að tryggja afkomu bænda. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), á umræðufundi Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja á miðvikudaginn síðastliðinn. Björgólfur telur mikilvægt að víðtæk sam- staða náist um trúverðuga áætlun um að auka framleiðni og verðmætasköpun í hagkerfinu, eins og fram kemur á vef SA. Þá verði það að leiða til þess að hagvöxtur á Íslandi verði meiri en í samkeppnisríkjunum og nái til allra atvinnugreina. „Að undanförnu hefur skapast mikil umræða um tolla og vörugjöld á landbúnaðarvörur og fram hefur komið að unnt sé að lækka matar- reikning heimila um verulegar fjárhæðir verði þessi gjöld lækkuð eða afnumin með öllu,“ sagði hann. Á heimasíðu SA kemur fram að samtökin hafi kallað eftir stöðugleika í efnahagsmálum, auknum fjárfestingum, endurskoðun skatt- kerfisins, afnámi gjaldeyrishafta og áherslu á að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins í heild sinni. - sv Formaður Samtaka atvinnulífsins segir brýnt að ný ríkisstjórn endurskoði landbúnaðarmálin: Tollar og gjöld á búvörur verði lækkuð HAGVÖXTUR VERÐI MESTUR HÉR Björgólfur segir brýnt að hagvöxtur hér á landi verði meiri en í samkeppnis- ríkjunum á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Hvítasunnudagur Strekkingur vestan til annars hægari. ÞAÐ HLÝNAR NORÐANLANDS um helgina og má búast við allt að 16 stiga hita og björtu veðri á Norðausturlandi á laugardag. Vestan til verður lítilsháttar væta á laugardag en rigning á hvítasunnudag. 5° 4 m/s 7° 4 m/s 11° 3 m/s 8° 4 m/s Á morgun Strekkingur vestan til annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 8° 7° 8° 10° 11° Alicante Aþena Basel 21° 27° 16° Berlín Billund Frankfurt 26° 20° 18° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 20° 21° 21° Las Palmas London Mallorca 22° 15° 21° New York Orlando Ósló 22° 30° 22° París San Francisco Stokkhólmur 18° 18° 17° 9° 3 m/s 6° 4 m/s 7° 2 m/s 3° 3 m/s 6° 2 m/s 6° 4 m/s 5° 3 m/s 10° 7° 9° 14° 14° ERLENT 21 starfsmanni var sagt upp störfum hjá ríkisreknu orku- fyrirtæki, The Guyana Energy Agency, í höfuðborg Gvæjana, Georgetown, í síðustu viku. Brott- reksturinn átti sér stað eftir að starfsmenn, sem grunaðir voru um að þiggja mútur í starfi, féllu allir á lygaprófi sem þeir voru látnir þreyta á vegum fyrirtækis- ins. Fyrirtækið hefur áður rekið starfsmenn af sömu ástæðu. Skiptar skoðanir eru uppi um lögmæti lygaprófa, en hefð er fyrir því í Suður-Ameríku að slík próf séu notuð til að koma upp um spillingu. Meðal annars notar lög- reglan á svæðinu lygapróf í störf- um sínum. - ósk Fjöldauppsagnir í Gvæjana: Reknir eftir fall á lygaprófi NICOLAS MADURO SJÁVARÚTVEGUR Brim fær nýtt skip Nýr togari bættist í flotann í gær þegar nýtt skip Brims hf., Skálaberg RE 7, kom að bryggju í Reykjavík. Skálabergið var keypt frá Argentínu en var áður gert út frá Færeyjum. Skipið er 74,5 metrar á lengd og 16 metra breitt og mælist 3.435 brúttólestir. Skipið er frystitogari með um 100 tonna frystigetu á sólar- hring.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.