Fréttablaðið - 17.05.2013, Side 12

Fréttablaðið - 17.05.2013, Side 12
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 MENNTUN „Það er ljóst að við þurfum að laga okkur að nýjum tímum. Hversu lengi þurfum við á kennslustofum að halda í Háskólanum? Þar sem allt að 300 manns sitja í einum hnapp og hlusta á kennara lesa af glærum?“ sagði Arn- fríður Guðmundsdóttir, dósent við guð- fræðideild HÍ, í samtali við Fréttablað- ið. Mark C. Taylor, forseti trúarbragða- fræðideildar í Columbia-háskóla í New York, spurði áleitinna spurninga á fyrir- lestri í Háskóla Íslands á miðvikudaginn um umhverfi háskóla almennt. „Hann vakti athygli á siðferði þess að mennta fólk sem við vitum að fær ekki vinnu, þá sérstaklega innan akadem íunnar.“ Mark Taylor varar jafnframt við því að háskólar, eins og þeir eru uppbyggðir í dag, framleiði fræðimenn sem enginn markaður sé fyrir. Hann segir háskóla- samfélagið í dag, sérstaklega hvað varðar framhaldsmenntun, einkennast af því að prófessorar sem hafi þröngt áhugasvið hvetji nemendur sína til að rannsaka þröng svið fræðigreina í námi sínu, svið sem þeir sjálfir hafi áhuga á. Þannig verði nemendur klón af kennur- um sínum; meira og meira efni er gefið út, en sértæk viðfangsefni hafa orðið til þess að þessar útgáfur leiða sjaldan eitt- hvað nýtt í ljós. „Módelið fyrir háskólaumhverfi eins og við þekkjum það er yfir 300 ára gam- alt. Það er ljóst að breytinga er þörf en það er eins og háskólarnir, og starfsfólk þeirra, vilji ríghalda í óbreytt ástand,“ sagði Taylor í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sé nauðsynlegt skref í átt að þessum breytingum að taka bein- línis fyrir allar fastráðningar prófess- ora, breyta þeim í sjö ára starfssamn- inga sem svo er hægt að framlengja ef samstarfið skilar árangri og báðir aðilar eru ánægðir að þessum sjö árum loknum,“ bætir hann við. Taylor bendir enn fremur á að í Bandaríkjunum sé námið orðið alltof dýrt, sérstaklega í því umhverfi sem nú er, þegar erfitt er fyrir menntað fólk að fá vinnu við sitt hæfi. „Námslán í Bandaríkjunum eru orðin hærri í heild- ina en öll kreditkortaskuld Bandaríkja- manna.“ Taylor talar um sex skref sem séu mikilvæg fyrir háskóla samfélagið að taka til að bæta úr þessari stöðu. Meðal annars vill hann nota internetið og tækni á framsæknari hátt, og koma þannig á samstarfi á milli skóla um allan heim. olof@frettabladid.is Ég held að það sé nauðsyn- legt skref í átt að þessum breyt- ingum að taka beinlínis fyrir allar fastráðningar prófessora... Mark C. Taylor, deildarforseti í Columbia-háskóla Evrur í dönskum hraðbönkum 1 DANMÖRK Þeir Danir sem vilja hafa með sér reiðufé í utanlandsferðir þurfa nú ekki lengur að standa í röð inni í banka. Í hraðbönkum nokk- urra banka er nú hægt að taka út evrur. Til að byrja með verður hægt að taka út evrur án sérstaks gjalds, að því er haft er eftir fulltrúa Danske Bank á vef Politiken. Hjá Jyske Bank verður gjaldið það sama og hjá gjaldkera í banka. Foreldrar í 17 ára fangelsi 2 NOREGUR Foreldrarnir í Noregi sem í gær voru dæmdir í 17 ára fangelsi fyrir ofbeldi og kynferðisbrot gegn þremur sonum sínum áfrýjuðu strax dóminum. Fram kemur í dómsúrskurði að foreldrarnir hafi beitt yngstu synina tvo kynferðisofbeldi í mörg ár. Sannað þykir að foreldrarnir hafi beitt elsta soninn, sem er 17 ára og stjúpsonur föðurins, ofbeldi frá því að hann var sex ára. Hinir drengirnir eru nú sex og sjö ára. Samvinna um Nató-aðild 3 SVÍÞJÓÐ Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Noregs, og Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands, greindu frá því í gær að samvinna yrði milli landanna um mögulega aðild að Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Þeir lögðu hins vegar áherslu á að aðild væri ekki á dagskrá nú. Fylgi Svía við aðild að NATO mælist nú 32 prósent en var 23 prósent 2011. Aðalfundur Haga hf. 7. júní 2013 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 7. júní 2013 og hefst hann kl. 09:00 á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi í Kópavogi. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2012/13. 4. Tillaga að nýjum samÞykktum félagsins. • Lögð verður fram tillaga að nýjum samÞykktum Þar sem Þær hafa verið endurskoðaðar í heild sinni. Greinargerð um helstu breytingar er aðgengileg hluthöfum á skrifstofu félagsins og vefsíðu Þess, www.hagar.is 5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 8. Tillögur stjórnar um arðgreiðslustefnu. 9. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/hluthafaupplysingar/adalfundur-/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. Háskólaumhverfið er byggt á 300 ára gömlu módeli Mark C. Taylor, forseti trúarbragðafræðideildar Columbia-háskólans, vill láta taka fyrir fastráðningar prófess- ora, nota tækni í auknum mæli við kennslu, koma nemendunum úr hefðbundnum kennslustofum og stuðla að meiri fjölbreytni í námi. Dósent við guðfræðideild Háskóla Íslands, Arnfríður Guðmundsdóttir, tekur undir. BRETLAND Forsvarsmenn tækni- risans Google sátu undir harðri gagnrýni breska þingsins í gær vegna skattamála fyrirtækisins. Fullyrt var að fyrirtækið spilaði með regluverk skattamála til að forðast greiðslur í sameiginlega sjóði Breta. Fyrir breskri þingnefnd full- yrti aðstoðarforstjóri Google, Matt Brittin, að fyrirtækið færi að lögum í stóru sem smáu. Google er aðeins eitt þeirra stórfyrirtækja sem hafa legið undir ámæli vegna skattamála. Í þeim hópi eru Amazon, Face- book og Starbucks. Google hefur undan farin ár greitt 0,1% af tug- milljarða veltu í skatta í landinu, segir í frétt AP. - shá Bresk stjórnvöld æf: Argast í Google vegna skatta GOOGLE Skattamál stórfyrirtækja eru víða til athugunar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HÁSKÓLANEMAR Dósent við guðfræðideild HÍ segir nauðsynlegt að skólinn lagi kennslu að nýjum tímum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NORÐURLÖND 1 2 3 MENNTAMÁL Nýr skólameistari í VA Menntamálaráðherra hefur skipað Elvar Jónsson í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands (VA) til fimm ára. Elvar hefur BA gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið kennsluréttindanámi á meistarastigi frá Háskólanum á Akureyri. Hann hefur kennt við VA síðan 2010.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.