Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.05.2013, Qupperneq 16
17. maí 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Um þessar mundir er í kynningu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Landsímareit í Kvosinni í Reykjavík. Samkvæmt henni má reisa hús í Kirkjustræti, á bílastæðinu andspænis hinum gömlu húsum Alþingis og alveg að gangstétt (götuhæð skal eitt- hvað inndregin). Þarna verður svæðið milli húsa því miklu þrengra en núna er. Gert er ráð fyrir að í þessu nýja húsi, og hinum gömlu húsum Pósts og síma, verði hótel, stórt og mikið (segir ekki í tillög- unni að verði hótel en liggur samt fyrir). Ekki er sýnt hvar aðalaðkoma að hótel- inu verði, eða anddyri þess, en þrír staðir virðast helst koma til greina, Thorvald- sensstræti við Austurvöll, Kirkjustræti, þar sem nýja húsið skal rísa, og svo Fógetagarður (Víkurgarður). Í andmælum frá forseta Alþingis og for- sætisnefnd kemur fram að ekki gangi að hafa anddyrið við Austurvöll og þröngi kaflinn við Kirkjustrætið komi ekki heldur til greina vegna vanda sem fylgi umferð og vegna öryggis sem tryggja verði þinginu. Þá er aðeins Fógetagarður eftir, austurhluti hans á einhvern hátt. Samt er í umsögn sem fylgir tillögunni lögð áhersla á útivist og útiveitingar í Fógetagarði og „gott flæði“ milli hans og Austurvallar. Allt skal vera heilnæmt í Fógetagarði og er m.a. gert ráð fyrir börnum að leik. Eitthvað er örðugt að sjá þetta fyrir sér og um leið rútur, fjallabíla, leigubíla og bílaleigubíla sem flytja gesti hótelsins til og frá. Það segir reyndar í umsögninni með tillögunni að umferð um Kirkjustræti eigi að vera tímabundin og takmörkuð. En svo er bætt við að vinna þurfi frekar með þetta atriði. Það er orðað svona: „Unnið verði sérstaklega með umhverfi og umferð um Kirkjustræti, aðkomu að Austur velli og Víkurgarði enda um mikil- vægt almenningsrými í miðborginni að ræða.“ Þetta skil ég svo að ekki liggi fyrir nein skýr tillaga um aðkomu að hótelinu og að vandinn sé óleystur. Ótrúlegt er að höfuðborgarbúar og aðrir landsmenn vilji samþykkja svo óljós atriði, þegjandi og hljóðalaust; fyrst þarf að liggja fyrir, skýrt og skorinort, hvar aðalaðkoma hótelsins skuli vera. Mót- mæla má með því að senda póst á skipu- lag@reykjavik.is. Það þarf að gera ekki síðar en 23. maí nk. Aðkoma hótels við Fógetagarð? SKIPULAG Helgi Þorláksson sagnfræðingur ➜ Ótrúlegt er að höfuðborgarbúar og aðrir landsmenn vilji samþykkja svo óljós atriði, þegjandi og hljóða- laust; fyrst þarf að liggja fyrir, skýrt og skorinort, hvar aðalaðkoma hót- elsins skuli vera. www.jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Smart útskriftargjafir Okkar hönnun og smíði Baráttan byrjuð Margir eru enn eftir sig eftir Alþingis- kosningarnar, enda aðeins um tvær og hálf vika síðan þær fóru fram. Margir njóta þess í rólegheitunum að þurfa ekki að lesa sig í gegnum stjórnmálaskrif. Hins vegar eru þeir til sem átta sig á því að tíminn stendur ekki í stað og að í raun er stutt í næstu kosningar. Næsta vor verður kosið til sveitarstjórna og því ekki seinna vænna að hefja slaginn. Ef lesið er í aðsendar greinar í blöðum og pistla á vefnum má leiða að því líkur að barátta sé hafin fyrir val á lista Vinstrihreyfingar- innar– græns framboðs í Reykjavík. Þannig hafa þau Þorleifur Gunnlaugs- son varaborgarfulltrúi og Líf Magneudóttir, sem skipaði þriðja sætið síðast, verið dugleg að stinga niður penna. Kannski odd- vitinn Sóley Tómasdóttir þurfi að skella sér í baráttuna? Prófkjöri flýtt Þá er ljóst að nýr oddviti mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosning- um, þar sem Hanna Birna Kristjáns- dóttir er á leið úr borgarstjórn á þing. Þegar svo hefur gerst áður hefur flokkurinn flýtt prófkjöri og haldið að hausti. Líklega verður svo aftur nú. Fá ekki að hætta strax Óttarr Proppé hættir líka í borgar- stjórn, enda á leið á þing eins og Hanna Birna. Þau eru raunar þegar listuð sem þingmenn á heimasíðu Alþingis og munu taka sæti á sumarþinginu. Hins vegar er dagatal borgarstjórnar annað en flestra okkar hinna og því fá Óttarr og Hanna Birna ekki að hætta fyrr en 1. september. Þau munu því verða borgarfulltrúar og þingmenn þangað til. kolbeinn@frettabladid.isF réttastofur 365 miðla, ritstjórn Fréttablaðsins og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, voru í gær sameinaðar undir einni stjórn. Þannig verður til öflug- asta ritstjórn landsins, sem hefur yfir fjórum af stærstu fjölmiðlum landsins að ráða og hefur á að skipa yfir 100 starfsmanna hópi með fjölbreytilegan bakgrunn, menntun og reynslu. Núverandi ritstjórar Fréttablaðsins munu stýra sam- einaðri ritstjórn. Þróunin á alþjóðlegum vett- vangi hefur verið sú að í stórum fjölmiðlafyrirtækjum sem reka marga fjölmiðla vinna fréttamenn í vaxandi mæli fyrir marga miðla. Fyrir því eru bæði hagkvæmnisrök og faglegar röksemdir. Tækninni fleygir fram og það er til að mynda lítið mál fyrir sama fréttateymið að taka ljósmyndir, hreyfimyndir og hljóðupptökur og skrifa texta fyrir bæði dagblað og vef. Þá er fráleitt að senda marga fréttamenn, ljósmyndara og tökumenn til að fjalla um sama atburðinn fyrir sama fyrirtæki. Tölvukerfi eins og þau sem fréttamenn 365 nota til að vinna fréttir eru beinlínis hönnuð með það fyrir augum að sama fólkið vinni fyrir marga fjölmiðla. Með sameiningunni er dregið úr tví- og jafnvel þríverknaði sem enn á sér stað í frétta- öflun fyrirtækisins. Það er ekki algengt í nágrannalöndunum að allar tegundir fjöl- miðla séu reknar af sama fyrirtæki sem þjónustar heila þjóð eins og háttar til hjá 365, en algengt að sjónvarps- og útvarpsstöðvar sameinist um fréttastofu og dagblöð reki öfluga vefmiðla, svo dæmi séu tekin. Miðlar sem einu sinni ráku hver sína fréttastofu, Stöð 2, Bylgjan og Vísir, hafa um árabil haft sömu fréttastofu. Hún sameinast nú ritstjórn Fréttablaðsins. Það er rökrétt fram- hald af síauknu samstarfi ritstjórnanna á seinni árum. Sameining fréttastofanna hefur þrennt í för með sér sem notendur fjölmiðla 365 ættu að fagna. Í fyrsta lagi mun sérþekking fréttamanna á viðfangsefni fréttanna nýtast betur; þeir munu afla ýtarlegra upplýsinga um mál líðandi stundar og miðla þeim í öllum miðlum í stað þess að vera sérfræðingar í miðlinum eins og einu sinni var. Í öðru lagi verður til öflugri sýn á hvernig ólíkum hliðum stórra fréttamála er bezt sinnt í mismunandi fjölmiðlum 365; sjónvarp, útvarpi, vef og dagblaði. Þannig er hægt að draga upp sterka heildarmynd, þar sem miðlarnir spila saman. Í þriðja lagi er hægt að sinna fréttarútínu dagsins með færra fólki og meira svigrúm skapast þá fyrir aðra að ástunda rann- sóknarblaðamennsku og fara dýpra í mál fyrir einstaka miðla. Sameining fréttastofanna tekur einhvern tíma. Lesendur Fréttablaðsins munu þó fljótlega sjá að hópurinn sem skrifar fréttir í blaðið er enn stærri, fjölbreyttari og öflugri en verið hefur. Núverandi blaðamenn Fréttablaðsins munu birtast á sjón- varpsskjánum og rödd þeirra heyrast á Bylgjunni. Og fyrst og fremst eiga fréttirnar að verða betri og þjónustan við neytendur öflugri. Fréttastofur 365 miðla sameinast í eina: Öflugri hópur, betri fréttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.