Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 30
FRÉTTABLAÐIÐ Hönnun og hugmyndir. Chloé Ophelia. Heilsa og hamingja. Jói Fel grillar. Helgarmaturinn og spjörunum úr...
4 • LÍFIÐ 17. MAÍ 2013
Starf? Hönnuður og eigandi madebySHE ehf.
Lá það alltaf fyrir að fara í tískubransann? Nei, alls
ekki. Ég hafði mestan áhuga á stærðfræði og raun-
greinum almennt í skóla og fór þess vegna í verk-
fræðinám í Háskóla Íslands eftir menntaskóla og út-
skrifaðist með B.Sc. í byggingaverkfræði árið 2004.
Vann síðan á verkfræðistofu í nokkur ár þar til ég tók
algjöra U-beygju og stofnaði madebySHE.
Hvernig gengur að vera fatahönnuður og reka
verslun á sama tíma? Þetta getur verið púslu-
spil, ég myndi í rauninni vilja hafa meiri
tíma til að hanna og skapa. Þetta hefur
samt gengið ágætlega þar sem ég er ekki
með opið alla daga í versluninni held-
ur þrjá daga vikunnar og er síðan með
netverslun (www.madebySHE.is) sem
er opin allan sólarhringinn. Þann-
ig næ ég að nýta hluta vikunnar í
hönnunina og eins fyrir allt hitt
sem tengist rekstrinum og ekki
næst að gera þegar verslun-
in er opin. En mér hefur fund-
ist mikilvægt að vera sjálf til
staðar í versluninni og vera
þannig í kringum kúnnana
mína.
Hvernig gengur að samtvinna fer-
ilinn og móðurhlutverkið? Það gengur
oftast ágætlega en ekki alltaf. Það koma
auðvitað tarnir þar sem vinnudagurinn er
langur en ég hef reynt að skipuleggja mig vel
og tek oft pásu seinnipartinn til að vera með
stráknum mínum og held þá frekar áfram á kvöld-
in eftir að hann er sofnaður. En ég hef verið gjörn á að
vinna fram eftir á nóttunni en er að reyna að taka mig að-
eins á í því og eitt af markmiðum mínum fyrir 2013 var
m.a. að fara fyrr að sofa og það er að takast ágætlega.
Áttu þér draumaverkefni? Að vera besta mamma og eigin-
kona í heimi! Það væri líka gaman að hanna kjól á söng-
konuna Adele.
Hvert er aðaltískuíkonið? Audrey Hepburn!
Hvaða strauma munum við sjá í sumar í línunni þinni?
Ég elska hvað það er mikið af fallegum litum í gangi og
mikið um mynstraðar flíkur ásamt röndóttu og doppóttu –
litríkt og skemmtilegt sumar fram undan!
Hvert sækirðu innblástur áður en þú sest við teikniborð-
ið eða hvernig verða hugmyndirnar til? Ég fæ innblástur
úti um allt, t.d. frá gömlum ljósmyndum, kvikmyndum, leikhús-
um og bara umhverfinu allt í kring.
Hvaða litir og snið eru í uppáhaldi hjá þér núna? Grænn,
blár, bleikur og appelsínugulur eru svona þeir litir sem eru
mest uppáhalds hjá mér þessa stundina. Annars klæðist ég
sjálf litríkum, klæðilegum og fallegum flíkum sem eru umfram
allt þægilegar og það er það sem ég legg mest upp úr við
hönnunina mína hjá madebySHE.
Hvað dreymir þig um að fá í fataskápinn fyrir sum-
arið? Mér finnst ég aldrei eiga nógu marga jakka
og skó, en svo vantar mig regnkápu, sólgleraugu,
lopapeysu, gúmmítúttur og strigaskó.
Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að vinna?
Þegar maður er með eigin rekstur
þá getur verið erfitt að stimpla
sig úr vinnunni en ég er að
reyna að vera duglegri að
kúpla mig aðeins út. Það
geri ég
t.d.
með því
að fara
út að
hlaupa
eða í
jóga sem
mér finnst
æðislegt.
Svo elska
ég að baka,
prjóna, fara
á kaffihús, og
gleyma mér
yfir góðri bók
eða tímariti og á
sumrin elskum við
fjölskyldan að fara
í útilegur og ferðast
um fallega Ísland.
TÍSKA VÆRI GAMAN AÐ
HANNA KJÓL Á ADELE
Silja Hrund Einarsdóttir, verkfræðingur og fatahönnuður, segir sumarið einkennast af mynstri, doppum,
röndum og litagleði.
Silja Hrund Einarsdóttir segir oft svolítið
erfitt að stimpla sig út úr vinnunni.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Strigar, ótal stærðir
frá kr. 195 Olíu/Acrýl/
Vatnslitasett
12/18/24x12 ml
frá kr. 570
Acryllitir 75 ml
kr. 499
Vatnslitasett
kr. 695
Skissubækur
kr. 595
Þekjulitir/
Föndurlitir
frá kr. 795
Gólf- og borðtrönur
frá kr. 2.100
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Myndlistavörur í miklu úrvali