Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 33

Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 33
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 17. MAÍ 2013 • 7 Myndaalbúmið inu stóð til að opna þessa verslun í Frakklandi en það voru aðallega tveir hlutir sem breyttu því, Mar- seille var formlega gerð menning- arborg Evrópu 2013 sem olli því að miðbærinn fór í algjört rugl vegna viðgerða og framkvæmda og því erfitt að finna gott pláss og svo fæddist hann Högni okkar. Þá breyttist hugsunin og við ákváð- um að finna barnvænni stað til að búa á og starfa. Hannaði brandið sjálf Hvernig fer verslunin af stað? Algarve er auðvitað stórt ferða- mannasvæði og hér er algjörlega nýtt að selja „Frozen yogurt“. Móttökurnar hafa verið mjög góð- ar. Sjálf hannaði ég brandið og við létum sérsmíða fyrir okkur kerru sem hefur fengið mikla athygli, svo erum við strax komin með á teikniborðið að opna stærri búð á næstunni svo já, þetta fer vel af stað. Einnig erum við að klára að gera verslunina að „franch- ise“ því að eru nokkrir sem bíða spenntir eftir því. Þið eruð sem sagt ekkert á heim- leið á næstunni? Það eru litlar líkur á því, nema þá bara í heimsókn. Saknar íslenska sumarsins Eruð þið dugleg að halda sam- bandi við vini og ættingja á Ís- landi? Við reynum, en maður getur alltaf staðið sig aðeins betur í því. Hvers saknar þú helst frá Ís- landi? Án efa allra vina minna og íslenska sumarsins, það er fátt sem toppar það. Þú hefur setið mikið fyrir í gegnum tíðina og ferðast víða. Hvað stendur upp úr eftir þann tíma? Það sem sem situr hvað mest eftir hjá mér eftir þessa reynslu er tíminn sem ég var á Indlandi, þar er yndislegur kúlt- úr og yndislegt fólk sem gerði það að verkum að ég átti frábæra upp- lifun þar. Með mörg járn í eldinum Þú sinnir fl eiru en móðurhlut- verkinu og nýja fyrirtækinu en þú hefur verið iðin með myndavélina þína í gegnum árin. Er það eitt- hvað sem þú ætlar að gera meira af í framtíðinni? Já, ekki spurning. Ég ætla að mynda meira þegar það verður rólegra hjá okkur með haustinu. Vonandi samt ekki of ró- legt! Annars gríp ég alltaf í vélina af og til, svona þegar ég hef smá tíma. En auðvitað er aldrei nógu mikill tími til að „leika sér“ með myndavélina eins og mig dreymir um. Hvað með matarbloggið ykkar og áhugann. Munum við kannski sjá veitingastað þegar fram líða stundir? Við getum ekki neitað því að við elskum mat, en við höfum því miður ekki sinnt blogginu nógu vel undanfarið. Annars gæti verið að við hendum bara saman einni djúsí bók á næstunni. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Hamingjusamari en ég er núna, ef það er hægt. Með MOO út um alla Evrópu ef ekki bara allan heiminn. Aftur á móti get ég ekki hugsað mér hvar við verð- um niður komin í heiminum. Við erum svo miklir ferðamenn. Eitthvað að lokum? Ef þið eigið leið til Algarve í sumar, kíkið þá við hjá okkur á MOO og fáið ykkur ferskan og hollan 98,8% fitulausan jógurt ís. Þetta er búið að vera alveg frábært, eiginlega það besta sem hefur komið fyrir okkur og verð- ur bara betra með hverjum deginum sem líður.Við elsk- um þetta hlutverk. Chloé segir mesta dekrið að vera með fjölskyldunni. Kíktu á midi.is til að sjá framboðið af tónleikum, kvikmynda -og leiksýningum og íþróttaviðburðum. HVERNIG VÆRI AÐ KÍKJA ÚT Í KVÖLD?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.