Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2013, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 17.05.2013, Qupperneq 34
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og haming ja. Jói Fel grillar. Helgarmaturinn og spjörunum úr... 8 • LÍFIÐ 17. MAÍ 2013 Góður orkumoli sem hentar vel í hreinsun. Hrákúlur 3 dl kókosmjöl 1¼ dl kakóduft 1 dl döðlur, smátt saxaðar 1 dl fíkjur, smátt sax- aðar 1 dl apríkósur, smátt saxaðar 2 msk. sítrónusafi 1/3 dl kakósmjör, brætt í vatnsbaði Salt eftir smekk Allt hráefni er sett í blandara eða matvinnsluvél. Deigið mótað í kúlur og sett í frysti eða kæli. Mörgum þykja þessar hrákúlur gefa frá sér örlítið rommbragð, það má rekja til fíkjanna. Þeir sem kunna ekki við bragðið geta prófað hrákúlur með höfr- um, rúsínum og/eða kakói. Nánari upplýsingar á www.lifdutil- fulls.is/hreins- un 1. SKORTUR Á SVEFNI Á meðan þú sefur gefur þú líkam- anum og heilanum tækifæri til að endurhlaða og safna orku. Svefn er því nauðsynlegur fyrir okkar tilveru en einnig mikilvægur eiginleiki í brennslu líkamans. Snögg lausn Farðu í háttinn á sama tíma á hverju kvöldi og gefðu líkaman- um 7-8 klst. til að sofa. Það er líka frábært að fara örlítið fyrr upp í rúm og lesa t.d. aðeins og ná sér niður. Það gefur líkamanum og heilanum hvíld frá amstri dags- ins og tækifæri til að slaka á áður en haldið er í draumalandið og þá verður svefninn betri. 2.VATNSSKORTUR Stór hluti líkam- ans samanstendur af vatni. Vatn hefur það hlutverk að færa næringarefni milli frumna og flytja úr- gang úr lungum, meltingarfærum og nýrum svo þau geti skilað frá sér. Snögg lausn Fylltu tveggja lítra flösku eða könnu af fersku vatni á hverjum morgni og geymdu inni í ísskáp og drekktu af flöskunni jafnt og þétt yfir daginn. Með þessum hætti tryggirðu þér nógu mikið vatn á hverjum degi. 4 RÁÐ ER ORKAN Í LÁGMARKI? Orkuleysi getur stafað af uppsöfnuðu eitri í líkamanum, áreiti, fæðuóþoli eða öðru sem við tökum jafnvel ekki eftir. Hér koma fjórar mjög algengar ástæður fyrir orkuleysi og hvernig þú getur breytt þeim til batnaðar á augabragði. Orkumoli SNÖGGAR LAUSNIR Með snöggum lausnum getur þú upplifað snögg viðbrögð en aftur á móti getur rót orkuleysis enn verið til staðar og því getur hreinsun komið sterk inn. Hreinsun má líkja við að ýta á endurræsingartakka líkamans svo hann starfi betur og brenni fitu. Það kemur mörgum á óvart að hægt sé að hreinsa án þess að svelta eða kvelja líkamann. 3. SKORTUR Á SÚREFNI Skortur á súrefni getur vald- ið því að þú finnir til þreytu, ein- beitingarskorts, svima eða slapp- leika. Góð öndun og útivist getur hjálpað. Snögg lausn Næst þegar þú kemur heim og vilt taka síðdegislúr farðu þá frekar í gönguskóna og út að ganga í smá stund, það getur komið þér á óvart hvað súrefni og náttúran hafa góð áhrif á orkuna. 4. ÓHREINN RISTILL Ristillinn er eitt stórt fráveitukerfi og með því að vanrækja hann getur þú valdið því að hann verði geymslustað- ur fyrir eiturefni. Þegar ristillinn er hreinn og eðlilegur ert þú orku- mikil og hraust. Að hreinsa ristilinn getur verið eins einfalt og að nota heilfæðu- hreinsun. Snögg lausn Byrjaðu á að velja grænmeti í millimál. Hráar íslenskar gul- rætur, tómatar, gúrka og brokkólí eru frábærir kostir. Bættu einnig við trefjum sem millimáli. Próf- aðu orkumolann hér að neðan. Trefjar bæta meltingu okkar og hraða ferlinu svo hlutir færast hraðar út og þér líður betur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.