Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 48

Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 48
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | MENNING BÆKUR ★★★ ★★ Drekinn Sverrir Berg UPPHEIMAR Brynjar vinnur hjá ráðgjafarfyrir- tæki í Reykjavík eftir að hafa misst stöðuna í Kaupþingi eftir hrunið. Hann fær það verkefni að rann- saka fjárhagsstöðu fyrirtækis þar sem eigandinn virðist hafa svipt sig lífi. Tilgangurinn með rann- sókninni er að koma með tillögur til hagsbóta fyrir fyrirtækið til að rétta af reksturinn sem er í molum. Um leið vinnur hann bakgrunns- skýrslu fyrir öflugan viðskipta- vin úti í heimi um íslenskan mann, Olgeir að nafni, sem fer fremstur í flokki við að afla fjármagns til vinnslu olíu á drekasvæðinu. Leik- urinn berst um víðan völl, sögu- sviðið teygir sig frá Moskvu til New York og þaðan til London og loks Kaupmannahafnar. Alþjóð- legir fjármálajöfrar, kröfuhafar íslensku bankanna, brugga laun- ráð og ísraelskur fyrrverandi sér- sveitarhermaður situr um hvert fótmál Brynjars. Fléttan flækist enn þegar hann upphefur ástar- samband við konu úr stjórn fyrir- tækisins sem hann er að rannsaka, konu sem hann hálft í hvoru grun- ar um græsku. Eins og sjá má af þessari upp- talningu er ekkert smáræði undir í fyrstu skáldsögu Sverris Berg. Ísland eftir hrun – ytri tími sög- unnar er apríl 2013 – alþjóðleg fjár- málaumsvif, olíuleit, græðgi, vél- ráð og persónulegir harmar, allt þetta sem nauðsynlegt er í spennu- sögu, er hér til staðar og það ekki í neinum smáskömmtum. Og enn þykknar plottið þegar í ljós kemur að upptökin að öllu saman liggja austur á Eyrarbakka á sjöunda áratugnum. Sverri tekst vel að halda utan um alla þessa þræði og þrátt fyrir æsi- leg atvik eins og byssubardaga og tilraun til launmorðs er sagan trú- verðug og speglar vel þann veru- leika sem við búum við á Íslandi í dag. Frásögnin höktir nokkuð framan af en nær sér á strik og verður þrælspennandi í seinni hlut- anum. Persónurnar eru misvel útfærð- ar en Brynjar er sannfærandi persóna og sömuleiðis Hildur dótt- ir hans, sjö ára stúlka sem hann hefur hjá sér aðra hverja viku. Olgeir er kannski einum of týp- ískur íslenskur athafnamaður úr bókmenntunum til að virka sann- færandi og Edda, konan sem Brynj- ar lendir í sambandi við, aðeins of nákvæmlega teiknuð eftir forskrift tálkvendisins úr amerískum noir- bókmenntum og kvikmyndum, en samt sem áður hafa bæði þau og aðrar persónur sögunnar nógu mikið af kunnuglegum mannlegum dráttum til að lesandi sætti sig við þau sem sannferðugar persónur. Sverrir er enginn stílsnilling- ur og reynir heldur ekki að vera það. Hér er ekki mikið um tilþrif í máli og stíl en frásögnin rennur vel og samtöl eru betur skrifuð en í flestum íslenskum glæpasögum. Heilt yfir er þetta ágætlega lukkuð spennusaga og fín aldarfarslýsing. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Ágætlega lukkuð spennusaga úr íslenskum samtíma. Höfundur heldur vel utan um alla þræði og lausnir gátanna koma skemmtilega á óvart. Alþjóðlegur bófahasar í Reykjavík SVERRIR BERG “Sverri tekst vel að halda utan um alla þessa þræði og þrátt fyrir æsileg atvik eins og byssubardaga og tilraun til launmorðs er sagan trúverðug og speglar vel þann veruleika sem við búum við á Íslandi í dag,” segir í dómnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn Íslenzk silfursmíð Safnbúð Þjóðminjasafnsins Komið er út ritið Íslenzk silfursmíð eftir Þór Magnús- son, sem fjallar um íslenska silfursmiði og verk þeirra, allt frá miðöldum til tuttugustu aldar. Ritið er í tveimur bindum og fylgir gullsmiðatal, þar sem taldir eru gull- og silfursmiðir fæddir á Íslandi fram til ársins 1950. Fæst í safnbúð Þjóðminjasafnsins. Verð 18.900 kr. F ÍT O N / S ÍA afslátturí tilefni útskrifta 20% skemmtir á Kringlukránni á föstudag og laugardag. Föstudaginn 17.05 „Þó líði ár og öld“ Gestasöngvari. Hlynur Guðmundsson, hann flytur lög Björgvins Halldórssonar Laugardaginn 18.05 „Eurovisjon stemming“ Gestasöngvari. Labbi í Mánum mætir og tekur gömul góð Rokklög Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.