Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 52

Fréttablaðið - 17.05.2013, Síða 52
17. maí 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32 Fannst ég vera í röngu hlutverki Ugla Stefanía Jónsdóttir er ein þeirra transkvenna sem hefur gengið í gegn um kynleið- réttingu hér á landi. Íslenskum konum fjölgaði um fimm í vikunni með slíkri aðgerð. FYRIRSÆTAN Cindy Crawford í hvítum kjól. RAUÐKLÆDD Georgia May Jagger í stíl við dregilinn. DÓMARI Nicole Kidman var í sumarlegum kjól. Opnunarmynd 66. kvikmyndahátíðarinnar í Cannes var stórmyndin The Great Gatsby en hún var sýnd á miðvikudagskvöldið. Fræga fólkið fj ölmennti á rauða dregilinn og lét smá rigningu ekki aft ra sér við að klæðast sínu fínasta pússi. Aðalleikararnir Leonardo DiCaprio, Carey Mulligan og Tobey Maguire létu sig ekki vanta og brostu til ljósmyndara. Glamúrinn alls- ráðandi í Cannes AÐALLEIKARARNIR Leonardo DiCaprio, Carey Mulligan og Tobey Maguire. NORDICPHOTOS/GETTY GLÆSILEG Fyrirsætan Cara Delvingne var stórglæsileg. FLOTT Lana Del Rey í síðkjól. DOPPÓTT Söngko- nan Florence Welch í fallegum kjól. Skoska hljómsveitin Franz Ferd- inand ætlar að gefa út sína fjórðu plötu, Right Thoughts, Right Words, Right Action, 4. ágúst á vegum Domino Records. Söngvarinn Alex Kapranos hafði áður lýst því yfir að platan kæmi út á þessu ári. Hún var tekin upp í London, Skotlandi og í Skandinavíu. Fjögur ár eru liðin síðan síðasta plata sveit- arinnar, Tonight: Franz Ferdinand, leit dagsins ljós. Hljómsveitin spilar á evrópskum tónlistarhá- tíðum í sumar, þar á meðal Pukkel- pop og Bestival. Ný plata frá Ferdinand KAPRANOS Franz Ferd inand hefur tilkynnt um nýja plötu í ágúst. Liam Gallagher, fyrrverandi söngvari Oasis og núverandi liðs- maður Beady Eye, hefur óskað eftir svokölluðum „VIP“-miðum á Chelsea-blómasýninguna sem fram fer í næstu viku. Sýningin er ein sú frægasta í heiminum sem tileinkuð er blómum og garð- yrkju og er haldin árlega. Þessi ósk rokkarans óstýri- láta hlýtur að teljast óvænt, enda hefur Gallagher hingað til verið þekktur fyrir allt annað en ást sína á blómum. Aðrir frægir sem sækja sýninguna í ár eru meðal annars Englandsdrottning, Rod Stewart og Ringo Starr. Liam skoðar blómin Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs, heillaðist af honum á fyrstu mínútunum og er enn heilluð. Hún segir hann traust og rómantískt ljúfmenni sem aldrei bregðist. Pólitísk þátttaka hans hefur þó stundum komið út á henni tárunum, einkum skítkastið í kommentakerfunum. FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi Íþróttir haldreipi í lífinu Líf Gunnleifs Gunnleifssonar landsliðs- mark varðar í fótbolta hefur verið kaflaskipt. Hann segir frá fótboltanum, baráttunni við Bakkus og fjölskyldunni í einlægu viðtali. Skemmtilegustu barirnir í bænum Fréttablaðið fór út á galeiðuna og kannaði hverjir skemmta sér á hvaða stöðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.