Fréttablaðið - 17.05.2013, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 17. maí 2013
| MENNING | 35
Kelly Rowland, sem var í hljómsveitinni Destiny‘s
Child ásamt Beyoncé, syngur um samband sitt við
stórstjörnuna í laginu Dirty Laundry af næstu plötu
Rowland, Talk a Good Game.
Meginþema textans við Dirty Laundry er gremja
Rowland vegna þess hvernig ferill söngkonunnar hefur
þróast í samanburði við Beyoncé, sem er ein vinsæl-
asta söngkona heims. Rowland segist oft og tíðum bitur
og jafnvel reið út í Beyoncé og kunna því illa að vera
í skugga söngkonunnar. Ekki minni athygli hefur sá
kafli lagsins hlotið sem fjallar um fyrrverandi unnusta
Rowland sem beitti hana ofbeldi. Meðal þess sem kær-
astinn fyrrverandi sagði við söngkonuna, eftir að hafa
brotið rúðu, var að enginn elskaði hana nema hann,
hvorugt foreldra Rowland og sér í lagi ekki Beyoncé.
Rowland er bitur út í Beyoncé
Syngur um samband sitt og stórstjörnunnar í nýjasta smáskífulaginu sínu.
DESTINY‘S CHILD Beyoncé (lengst til vinstri) og Kelly Row-
land (lengst til hægri) hafa átt nokkuð ólíku gengi að fagna
síðan hljómsveitin vinsælda lagði upp laupana.
Ryan Seacrest, kynnirinn í American Idol, er leiður
yfir því að Randy Jackson ætli að hætta sem dóm-
ari í sjónvarpsþáttunum. Jackson tilkynnti fyrr í
mánuðinum að hann yrði ekki á meðal dóm-
ara í næstu þáttaröð.
„Mér fannst leiðinlegt að heyra að
vinur minn Randy væri að hætta,“
sagði Seacrest við E! News. „Frá
mínum bæjardyrum séð þá standa
dyrnar þér alltaf opnar viljir þú
koma aftur heim, Randy.“ Annar
dómari, kántrísöngvarinn Keith
Urban, vill aftur á móti halda áfram
í næstu þáttaröð.
Leiðinlegt að
missa Randy
Leikkonan Scarlett Johansson
ætlar að leikstýra sinni fyrstu
mynd. Hún nefnist Summer
Crossing og er byggð á fyrstu
skáldsögu Trumans Capote.
Tilkynnt var um gerð myndar-
innar á Cannes-hátíðinni í Frakk-
landi. Hún gerist sumarið 1945
og fjallar um sautján ára stúlku
sem ákveður að fara ekki í frí
með foreldrum sínum til Parísar.
Í staðinn vill hún eyða sumr-
inu með kærasta sínum sem er
gyðingur og vinnur við að leggja
bílum í stæði. „Að geta fært
þessa sögu yfir á hvíta tjaldið í
minni fyrstu mynd sem leikstjóri
er algjör draumur fyrir mig og
mikil forréttindi,“ sagði Johans-
son.
Leikstýrir sinni
fyrstu mynd
SCARLETT JOHANSSON Leikkonan
ætlar að leikstýra sinni fyrstu mynd.
Fyrrverandi barnastjarnan
Macaulay Culkin, sem nú er 32
ára, reykir þrjá pakka af sígar-
ettum á dag og vinir og velunn-
arar óttast um heilsu hans, ef
marka má breska dagblaðið
National Enquirer.
Getgátur voru uppi um að
Culkin, sem flestir muna eftir úr
Home Alone-myndunum, væri
djúpt sokkinn í neyslu heróíns og
ljósmyndir af leikaranum renndu
stoðum undir þær. Nú segja
heimildarmenn National Enquire
hins vegar að Culkin hafi skipt
heróíninu út fyrir tóbak. Þá
heyrast einnig raddir þess efnis
að Culkin búi þessa dagana með
eiturlyfjafíklinum Pete Doherty,
söngvara Babyshambles, í París.
Reykir þrjá
pakka á dag
MACAULAY CULKIN Vinir og vel-
unnarar óttast um hann. Hugsanlega er
leikarinn Seth Green þeirra á meðal.
RYAN SEACREST Kynninum
þykir leiðinlegt að sjá á bak
Randy Jackson.
Opnunartímar:
Föstudagur 11-19
Laugardagur 10-16
Mánudagur 10-16 (annar í Hvítasunnu)
Virkir dagar 11-19 (meðan birgðir endast)
NÝTT
kortatímabil
HEILDSÖLU
lager hreinsun
Fatnaður á alla fjölskylduna
Vönduð og góð merkjavara
á mögnuðum afslætti:
Jakkaföt frá 4.000 kr.
Peysur frá 1.500 kr.
Sokkar frá 100 kr.
Gallabuxur frá 3.000 kr.
Herraskyrtur frá 1.990 kr.
Ýmiss konar barnafatnaður
frá 499 kr.
Dömu- og herrabolir frá 990 kr.
Lagerhreinsunin fer fram að Höfðabakka 9,
fyrir aftan þetta þekkta hús á höfðanum.
Höfðabakka 9 110 Reykjavík