Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 6
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 ÍSAFJÖRÐUR Oddfellow á Ísafirði, nánar tiltekið Rebekkustúka númer 6, Þórey, gagnrýnir Ísafjarðarbæ harðlega fyrir framkvæmdir vegna breytinga á skólalóð fyrir Grunn- skólann á Austurvegi. Í bréfi stúku- manna til Ísafjarðarbæjar koma fram ítrekuð mótmæli vegna þrengingar á aðkomu að húsnæði Oddfellow-reglunnar við Aðal- stræti og bæjaryfirvöld gagnrýnd fyrir samráðsleysi. Svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi aðeins sent einum fulltrúa Oddfellow-stúknanna tölvupóst og segir í fundargerð bæjarins að bæjar yfirvöld hefðu mátt gera betur í að ná fundi með stúku- mönnum vegna málsins. Framkvæmdirnar hafa að auki verið kærðar af öðrum ná grönnum skólans. Þar er því haldið fram að deiluskipulagið sé ólöglegt. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hefur því gefið bæjar yfirvöldum 30 daga frest til þess að leggja fram gögn og svara kærunni. - vg Kæra deiliskipulag vegna framkvæmda við grunnskóla: Ísfirskir stúkumenn aðþrengdir FRÁ ÍSAFIRÐI Oddfellow-menn eru ósáttir við framkvæmdir við grunn- skólann. SLYS Lífsspeki skáldsagnapersón- unnar Pollýönnu, sem alltaf reyndi að horfa á það jákvæða í lífinu, hefur að sögn Katrínar Bjarkar Baldvinsdóttur reynst henni vel í þeim erfiðleikum sem hún hefur þurft að takast á við undanfarin ár. Eiginmaður Katrínar, Eyþór Már Bjarnason, lenti í alvar- legu vélhjólaslysi í Mosfellsdal á sunnudaginn. Honum er enn haldið sofandi en Katrín segir mikilvægt að líkami hans nái að jafna sig sem best áður en hægt er að vekja hann. Hún sé ekki orðin óþreyju- full enda geri hún sér grein fyrir því að langt og strangt ferli er eftir. Aðaláverkarnir sem Eyþór Már fékk eru í andliti en aðgerðin sem hann fór í tók nær ellefu klukku- stundir. Aðgerðin mun hafa tekist nokkuð vel því Katrín segir lítið sjást á honum miðað við þá miklu áverka sem hann fékk. Auk and- litsáverkanna fékk hann loftbrjóst og er með dren úr lunganu, með brotið bringubein, rifbein, úlnlið og vinstra herðablað. Engar breytingar sjást þó á heila, hálsinn er óskaddaður og hann getur hreyft alla útlimi. Katrín er ekki óvön áföllum. Sjálf glímir hún við brjósta- krabbamein og missti barn árið 2007, þegar einn þríburanna sem hún gekk með fæddist andvana. „Ég fékk góða þjálfun í að takast á við áföll eftir þá meðgöngu,“ segir Katrín. „Við eigum marga góða að og höfum fengið margar fallegar kveðjur. Í einu skiptin sem ég hef beygt af er þegar ég hef séð fallegar kveðjur á Facebook. Ég verð eiginlega gáttuð þegar ég sé hlýhug fólks.“ Fjölskylda þeirra Eyþórs Más og Katrínar Bjarkar hefur stofnað styrktarreikning til að að létta undir með þeim fjárhagslega í erfiðleikunum. Reikningurinn er 0315-13-110046 og kt. 270645-4539. karen@stod2.is Fjölskylda tekst á við áföllin af æðruleysi Fjölskyldufaðir úr Mosfellsbæ liggur þungt haldinn á spítala eftir vélhjólaslys á sunnudaginn. Eiginkona hans kom úr krabbameinsuppskurði fimm dögum fyrir slysið. Aðstandendur hafa stofnað styrktarreikning til að létta undir með þeim. ERFIÐLEIKUM MÆTT MEÐ JÁKVÆÐNI Mikil áföll hafa dunið yfir fjölskyld- una að undanförnu en Katrín segir létt- bærara að takast á við sársauka af jákvæðni. MYND/ÚR EINKASAFNI SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði, metinn á föstu verði, var 0,8% meiri en í júlí í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Aflinn dróst hins vegar saman í heildartonnum, nam alls 101.444 tonnum í júlí samanborið við 113.051 tonn í júlí 2012. Botnfiskafli jókst um tæp 2.800 tonn frá júlí 2012 og nam tæpum 27.100 tonnum. Um helmingur aflans er þorskur. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 70.900 tonnum, sem er rúmlega 14.400 tonnum minni afli en í júlí 2012. Samdráttinn má rekja til 8.900 tonna samdráttar í síldarafla og rúmlega 8.100 tonna samdráttar í makrílafla. - þj Aflatölur um júlímánuð: Aflaverðmæti jókst um 0,8% SÖFNUN Rúmar sex milljónir hafa safnast handa fjölskyldum Nataliu Gabinsku og Mögdu Hyz, sem lét- ust í bílslysi á Suðurlandsvegi um verslunarmannahelgina. Stúlkurnar voru fimmtán og sextán ára gamlar og voru hér á landi til að heimsækja ættingja sína. Þær voru búsettar í Póllandi. Bálför fór fram í fyrradag en ýmis kostnaður vegna andlátanna hljóp á tveimur milljónum króna. Það sem safnaðist umfram það verður gefið til góðgerðarmála. - js Söfnun fyrir aðstandendur: Yfir 6 milljónir safnast í styrk INNANRÍKISMÁL Hafin er vinna í innanríkisráðuneytinu sem snýr að því að stytta málsmeðferðar- tíma hælisumsókna, skýra og einfalda verklagsreglur sem og reglugerðir og lög. Hanna Birna Kristjáns dóttir innanríkisráðherra átti fund með Grete Faremo, dómsmála- ráðherra Noregs, í síðustu viku. Þar ræddu þær um löggjöf á sviði útlendinga mála í Noregi og það skipulag og verklag sem Norðmenn hafa komið sér upp í málaflokknum. Þá fundaði Hanna Birna einnig með helstu stjórnendum Útlendingastofnun- ar Noregs. Vænta má frekari kynningar um málið frá ráðherra er líða fer á haustið. - le Fylgja fordæmi Norðmanna: Vilja einfalda hælisumsóknir AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 95 myndbandaleigur voru skrásettar á landinu árið 2010 samkvæmt bókum Hag- stofunnar. Tíu árum áður, eða árið 2000, voru þær 202. Búast má við að leigum hafi fækkað enn frekar á síðustu þremur árum. Heimild: Hagstofan FRAMKVÆMDIR Það fer nú varla fram hjá neinum, sem á leið sína fram hjá Kórahverfi í Kópavogi, að mikil uppbygging er hafin þar á ný. Verktakafyrirtækið Eykt vinnur nú að byggingu sextán íbúða við Austur- kór sem verða afhentar í nóvember á þessu ári. „Salan á íbúðunum hefur gengið vonum framar og höfum við nú þegar selt um þriðjung íbúðanna,“ segir Páll Daníel Sigurðsson, sviðstjóri framkvæmdasviðs Eyktar. Hann segir að það sé að glæðast yfir markaðnum á ný, en uppbygging á svæðinu hefur verið í lægð allt frá hruni. „Við erum einnig að byggja þarna leikskóla sem vekur mikinn áhuga á hverfinu,“ segir Páll en leikskólann á að opna í janúar á næsta ári. - le Byggja nýjan leikskóla í hverfinu sem eykur eftirspurn: Uppbygging í Kórahverfi hafin á ný GLÆÐIST YFIR MARKAÐNUM Eykt vinnur nú að því að byggja sextán íbúðir við Austurkór í Kópavogi, ásamt leikskóla, en varla nokkuð hefur verið byggt þar frá hruni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Hæg breytileg átt. SNÝST Í NORÐANÁTT Hann snýr sér í hæga norðlæga átt til morguns og léttir smám saman til á suðvesturhorninu. Annars víða skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum fyrir norðan. 8° 4 m/s 12° 4 m/s 12° 5 m/s 12° 7 m/s Á morgun Hæg norðanátt víðast hvar. Gildistími korta er um hádegi 12° 9° 12° 10° 10° Alicante Basel Berlín 30° 27° 27° Billund Frankfurt Friedrichshafen 23° 28° 27° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 24° 24° 29° London Mallorca New York 22° 30° 26° Orlando Ósló París 30° 20° 29° San Francisco Stokkhólmur 20° 20° 14° 4 m/s 13° 6 m/s 15° 5 m/s 12° 3 m/s 13° 2 m/s 12° 3 m/s 7° 4 m/s 13° 8° 15° 10° 8°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.