Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 8
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 1. Hvers konar fatnað framleiðir Katrín Sylvía Símonardóttir? 2. Hvaða gítarleikari var í fararbroddi á fyrstu tónleikum Jazzhátíðar Reykja- víkur í Fríkirkjunni í gær? 3. Hver er uppáhaldsstaður Katrínar Júlíusdóttur alþingiskonu? SVÖR 1. Sundföt fyrir konur. 2. Jón Páll Bjarna- son. 3. Dimmuborgir. VIÐSKIPTI Smæð markaðar, óöguð hagstjórn, fjarlægð frá öðrum mörkuðum, skattalöggjöf og póli- tísk áhætta eru þess valdandi að Ísland er meðal þeirra landa heims þar sem hömlur á erlendri fjárfest- ingu eru hvað mestar. „Við erum á pari við Kína, Ind- land og Indónesíu varðandi það hversu auðvelt er að fjárfesta hér á landi. Það eru fjögur neðstu löndin af öllum OECD-löndunum,“ segir Björg Hjördís Ragnarsdóttir, höfundur B.Sc-.ritgerðar við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík sem fjallar um það hvort Ísland sé góður fjárfestingarkostur fyrir erlenda fjárfesta. Hún skrifaði ritgerðina í félagi við Þorstein Svavar Fransson. „Sund- urlyndi íslensku stjórnmálaflokk- anna varðandi erlenda fjárfest- ingu veldur pólitískri óvissu, sem leiðir til þess að erlendir fjárfestar treysta sér tæplega til að koma með fjármagn til landsins,“ segir Björg. Björg segir fjárfesta gjarnan háða duttlungum einstakra ráðherra hvað varðar möguleika til fjárfest- inga, sem fæli þá frá. „Það hefur líka brunnið við að það hefur reynst erfitt að treysta orðum ráðherra,“ segir Björg. Björg segir að hugsa þurfi reglur um erlenda fjárfestingu upp á nýtt. „Það er engin heildræn stefna til um erlenda fjárfestingu á Íslandi, sem veldur óstöðugleika og óvissu,“ bætir hún við. Hún segir fjölmörg tækifæri vera hér til fjárfestingar. „Það er nóg af tækifærum, til að mynda í grænni orku og fleira. Það er ekki bara í stóriðju sem hægt er að fjárfesta hér á landi,“ segir Björg Hjördís Ragnarsdóttir. - js Ísland svipað Kína varðandi hömlur á erlendri fjárfestingu, að því er segir nýrri rannsókn: Miklar hömlur og óvissa fæla fjárfesta frá Sundur- lyndi íslensku stjórnmála- flokkanna varð- andi erlenda fjárfestingu veldur óvissu … Björg Hjördís Ragnarsdóttir LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK / SKEIFAN 11 VERSLANIR UM LAND ALLT samsungsetrid.is www.ormsson.is IÐNAÐUR Bandarísk yfir- völd hafa hafið formlega rannsókn á við skiptum fjárfestingabankans Goldman Sachs vegna ásakana um að bankinn hafi vísvitandi reynt að halda álverði uppi. Kall- að hefur verið eftir öllum tölvupóstum, bréfa - skriftum og öðrum gögn- um til að varpa ljósi á málið. Íslenskur ráðgjafi í orkumálum telur að ef undið verður ofan af iðju bankans gæti það leitt til frekari lækkunar á heimsmark- aðsverði áls, sem hefði aftur áhrif á orkufyrirtæki og álfram- leiðendur hér á landi. Ásakanirnar snúast um 27 vöruhús sem Goldman Sachs á og starfrækir í Detroit og hýsa um 1,5 milljón tonna af áli, um fjórðung þess sem til er í heiminum. Ýmsir stórkaupendur áls, til dæmis gosdrykkjafram- leiðendur eins og Coca Cola, segja að Goldman Sachs liggi á birgðunum og tefji afgreiðslu til að stýra verðþróun á heimsmark- aði. Reglur kveða á um að vöru- hús verði að flytja 3.000 tonn áls á hverjum degi, en í nýlegri upp- ljóstrun NY Times kom fram að til þess að komast hjá þessum reglum væru áleiningar fluttar til og frá milli vöruhúsa í eigu Goldman Sachs. Þær tafir sem af þessu hljótast hafa seinkað afgreiðslutíma á áli úr vöruhús- unum úr sex vikum árið 2010, þegar Goldman keypti vöruhúsin, upp í sextán mánuði sem stendur. Greinendur og drykkjarvöru- framleiðendur telja að þessi flétta hafi kostað framleiðendur og neyt- endur um fimm milljarða Bandaríkjadala á fyrr- greindu tímabili. Goldman Sachs hafa lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt ólöglegt og hafi ekki reynt að hafa áhrif á álverð. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir hyggist vinna að því að stytta afgreiðslutíma. Fleira bendir til þess að leyst verði úr þeim flöskuhálsum sem myndast hafa í vöruhúsum. Til dæmis hefur málmefnamarkað- urinn í London, sem setur reglur um vöruhús sem þessi, lagt til breytingar á reglunum til að auka flæði á markaði. Þá hefur einnig komið til álita að bandaríski seðlabankinn fram- lengi ekki sérstakar undan þágur sem gera fjárfestingabönkum kleift að stunda viðskipti á hrá- vörumarkaði. Ketill Sigurjónsson, lögfræð- ingur sem hefur sérhæft sig í auðlindalöggjöf og regluverki raforku- og áliðnaðarins, segir í samtali við Fréttablaðið að aðgerðirnar gegn Goldman Sachs geti haft áhrif hér á landi. „Ef undið verður ofan af þessu myndi maður ætla að álverð myndi lækka eitthvað frá því sem nú er. Hversu mikið er ekki gott að segja, en almennt séð gæti öll lækkun á álverði verið slæm fyrir íslensku orkufyrirtækin því að stór hluti af raforkusölunni er tengdur álverði.“ thorgils@frettabladid.is Aðgerðir gegn risabanka gætu haft áhrif hér á landi Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs liggur undir ámæli fyrir að hafa vísvitandi valdið töfum á álmarkaði til að halda verði uppi. Ráðgjafi í orkumálum segir að uppljóstrunin gæti leitt til þess að álverð muni lækka. KETILL SIGURJÓNSSON Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir að fljótt á litið sé óvíst hvort aðgerðirnar gegn Goldman Sachs muni hafa neikvæð áhrif á álframleiðendur hér á landi, eða hvort álverð lækki í fram- haldinu með tilheyrandi áhrifum á orkufyrirtæki. Þá sagði talsmaður Norðuráls að fyrirtækið vilji ekki tjá sig beint um málið. Þeir fylgist þó með framvindunni og telji langtímahorfur á álmörk- uðum vera góðar. ➜ Telur óvíst með áhrif hér á landi ÁL HRINGEKJA GOLDMAN SACHS 1,5 milljónir tonna af áli eru geymdar í vöruhúsum dótturfélags Goldman Sachs í Detroit. Bankinn er sakaður um að fara á svið við reglur og tefja vísvitandi fyrir afhendingu pantana á áli með því að flytja álbirgðir milli eigin vöruhúsa í þeim tilgangi að halda verði uppi. 1,5 milljónir tonna LÍBANON, AP Að minnsta kosti fjórtán manns létu lífið í mikilli sprengingu síðdegis í gær í einu úthverfa Beirút, höfuðborgar Líbanons. Um tuttugu manns eru særðir. Sjá mátti mikla elda loga í götunni, sem er í Rweiss-hverfinu, en það er íbúðar- og verslanahverfi sem að mestu er byggt sjía-múslímum. Íbúarnir í hverfinu eru margir meðal dyggustu stuðningsmanna Hesbollah-hreyfingarinnar. Í síðasta mánuði sprakk bíl- sprengja í öðru hverfi skammt frá og særðust þar meira en 50 manns. - gb Öflug sprenging í Beirút: Kostaði fjórtán manns lífið ELDAR LOGA Liðsmaður Hesbollah á vettvangi í Beirút í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Stöðug aukning hefur verið á verkefnum lögreglu sem tengd eru fólki með erlent ríkisfang síðustu þrjú árin. Þetta kemur fram í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra. Ekki er einungis um afbrot að ræða heldur einnig verkefni vegna slysa og leitar að fólki. Erlendur ríkisborgari getur verið búsettur hér á landi tímabundið en ekki haft íslenskt ríkisfang eða verið ferðamaður. Í heildina hefur verkefnunum fjölgað um tíu til tólf prósent á ári frá 2010. - vg Álag út af ferðamönnum: Aukning vegna útlendinga VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.