Fréttablaðið - 16.08.2013, Síða 10
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
NEYTENDAMÁL „Menn vilja ekki
upprunamerkja vörur sínar vegna
þess að þeir vilja slá ryki í augu
neytandans, það er ekkert flókn-
ara en það,“ segir Páll Kr. Páls-
son, framkvæmdastjóri Glófa,
sem framleiðir útivistarfatnaðinn
Varma.
Neytendastofa úrskurðaði í gær
að fyrirtækið Drífa, sem fram-
leiðir meðal annars útivistarfatnað-
inn Icewear, væri sekt um villandi
framsetningu á vörum sínum. Fötin
sem úrskurðurinn tók til voru fram-
leidd m.a. í Kína, ólíkt fötum Varma,
og merkt íslenska fánanum.
Páll bendir á að stærstu merk-
in, svo sem 66°Norður og Cin-
tamani, framleiði einnig föt sín
erlendis. „En þeir taka það líka
fram,“ segir Páll og bætir við að
hann hafi ekkert út á það að setja.
Hann segir reglur um uppruna-
merkingar of óljósar. Páll segir
úrskurðinn nú skýra þær að ein-
hverju leyti. „Þetta er skýr vís-
bending um vilja Neytendastofu,“
segir Páll um úrskurð Neytenda-
stofu. - vg
Segir úrskurð Neytendastofu skýra vísbendingu um upprunamerkingar:
Slá ryki í augu neytenda
ÓSÁTTUR Páll Kr. Pálsson segir menn
vilja slá ryki í augu fólks.
DANMÖRK Heilbrigðisyfirvöld í
Danmörku og lögreglan í Kaup-
mannahöfn segja að tilraun með
að koma upp neysluaðstöðu fyrir
sprautufíkla hafi gefið afar góða
raun síðan hún opnaði síðasta haust.
Varanlegri aðstöðu hefur verið
komið upp í gistiheimili fyrir utan-
garðsmenn við Istedgade, kostaðri
af ríkinu og sveitarfélögum.
Þar eru átta klefar þar sem
fíklar geta sprautað sig og sex til
að reykja fíkniefni. Þangað koma á
hverjum degi um 300 fíklar.
„Þetta hefur sannanlega bjargað
mörgum mannslífum,“ sagði Astrid
Krag heilbrigðisráðherra í samtali
við Jótlandspóstinn.
„Neyslan fer nú fram í hreinum
húsakynnum en ekki á götunni,
kjallaraholum eða á almannafæri.
Við viljum ná til þeirra í okkar sam-
félagi sem minnst mega sín og það
er mín trú að þetta sé rétta leiðin.“
Kaj Lykke Majlund varalögreglu-
stjóri segir að með þessu sé neyslan
færð í öruggt umhverfi og auðveld-
ara sé fyrir fíkla að fá ráðgjöf. - þj
Ráðherra um aðstöðu fyrir sprautufíkla í Kaupmannahöfn:
Segir sprautuklefa bjarga lífum
HEILSUVÁ Tilraunir með aðstöðu fyrir
sprautufíkla í Kaupmannahöfn þykja
hafa gefið góða raun.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
7
0
9
*Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri
www.renault.is
SPARNEYTNIR
Á GÓÐU VERÐI
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil
EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil
Sjálfsk. dísil
GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr.
Verð: 3.890 þús. kr.
Verð: 2.890 þús. kr.
Verð: 4.290 þús. kr.
RENAULT MEGANE
RENAULT CLIO
RENAULT SCENIC
L/100 KM*
L/100 KM*
L/100 KM*
4,2
3,4
4,7
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080
MENNTUN Alls eru 1.300 ný nemar
skráðir í nám í Háskólanum í
Reykjavík þetta haustið, sem er það
mesta frá upphafi. Flestir nýnemar
eru skráðir í tölvunarfræðideild,
alls 401, en þeim fjölgar um fimm-
tán prósent milli ára samanborið við
352 í fyrra.
Rektor segir að um ánægjulega
þróun sé að ræða, en þetta sé um
leið ávöxtur markvissrar stefnu um
að skólinn komi til móts við þarfir
atvinnulífsins.
„Það er fjölgun í öllum deildum
en það er sérstaklega gaman að sjá
þessa miklu aukningu í tölvunar-
fræði og verkfræði,“ segir Ari
Kristinn Jónsson, rektor HR.
„Það er einmitt eitt af hlut-
verkum okkar að efla samkeppnis-
hæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi
þessa umtalaða skorts á tækni-
menntuðu fólki sem hefur verið
að standa okkur fyrir þrifum
höfum við verið að vinna að því
að efla áhuga nemenda á þessum
greinum og það er ánægjulegt
að sjá hversu vel það er að skila
sér.“
Ari bætir því við að honum
þyki einnig ánægjulegt að sjá
fjölgun nemenda í viðskipta-
fræðideild skólans, sérstaklega
í grunnámi í viðskiptafræði og
MBA-námi, en þar hafi skólinn
nýlega fengið virtar alþjóðlegar
gæðavottanir. „Þannig að þeir
nemendur munu verða vel í stakk
búnir fyrir framtíðina með þær
prófgráður í höndum.“
Nemendum fjölgar enn fremur
í lagadeild HR. Aðspurður hvort
það sé í takti við eftirspurn, í
ljósi þess að talið er að offramboð
sé af lögfræðingum í dag, segir
Ari ekki líta svo á stöðuna.
„Þessi umræða hefur snúist að
miklu leyti um lögfræðinga sem
stunda lögmennsku en haldgóð
þekking á lögum er nokkuð sem
nýtist í hvaða geira sem er. Eftir
því sem okkar umhverfi verður
flóknara lagalega séð og fyrir-
tækjum vex fiskur um hrygg
verður áfram þörf á lagamennt-
uðu fólki í öllum geirum.“
Ari segir að í tölum um nýnema
ársins sýni sig að starf þeirra síð-
ustu ár sé að skila sér.
„Annars vegar höfum við verið
að leggja mikla áherslu á gæði
starfsins hjá okkur, meðal annars
kennslu og tengingu námsins við
atvinnulífið. Hins vegar höfum
við líka verið að efla áhuga nem-
enda á þessum grunngreinum
atvinnulífsins sem við einbeitum
okkur að og það hefur einnig verið
að takast. Þessir þættir skila sér
svo í þeim árangri sem við sjáum í
dag.“ thorgils@frettabladid.is
Námið mæti þörfum
atvinnulífs á Íslandi
Rektor HR segir að val nýnema við skólann á námsgreinum spegli þarfir atvinnu-
lífsins ágætlega. Þróunina segir hann vera árangur markvissrar stefnu um að efla
tengingu náms við atvinnulífið sem og áhuga nemenda á grunngreinum þess.
NÝNEMAR VIÐ HR
500
400
300
200
100
0
Viðskiptadeild *Lagadeild Tölvunarfræðideild Tækni- og
verkfræðideild
2012 2013 2012 2013 2012 2013 2012 2013
8%
Fjölgun
6%
Fjölgun
19%
Fjölgun
14%
Fjölgun
Stefna að jafnvægi í tölvunáminu
Í tölvugeiranum hér á landi hafa heyrst þær raddir undanfarið að tölvun-
arfræðinemar stefni í síauknum mæli á ný svið, líkt og forritun smáforrita,
svokallaðra appa, fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, en síður á svið eins og
kerfisfræði. Ari segist ekki hafa áhyggjur af því að þróunin verði til vandræða.
„Það hefur alltaf verið áhugavert að fylgjast með þróuninni í þessum geira
en staðreyndin í dag er sú að það er svo mikil þörf fyrir þessa einstaklinga
að þeir geta valið sér að gera það sem hugurinn sækir í. Tíðarandinn hefur
mikil áhrif á það sem fólk vill helst vinna við og í dag eru spennandi tímar
í snjallsímatækni og öðru. Það er þó ekki síður mikilvægt að stóru fyrir-
tækin hér á landi fái gott starfsfólk sem getur unnið að þróun stærri kerfa
og við reynum að ná þessu jafnvægi.“
Tölurnar um Lagadeildina eru ekki alfarið sambærilegar þar sem nemendur á
meistarastigi eru ekki taldir með í tölunum frá 2012.
*