Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 10
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 NEYTENDAMÁL „Menn vilja ekki upprunamerkja vörur sínar vegna þess að þeir vilja slá ryki í augu neytandans, það er ekkert flókn- ara en það,“ segir Páll Kr. Páls- son, framkvæmdastjóri Glófa, sem framleiðir útivistarfatnaðinn Varma. Neytendastofa úrskurðaði í gær að fyrirtækið Drífa, sem fram- leiðir meðal annars útivistarfatnað- inn Icewear, væri sekt um villandi framsetningu á vörum sínum. Fötin sem úrskurðurinn tók til voru fram- leidd m.a. í Kína, ólíkt fötum Varma, og merkt íslenska fánanum. Páll bendir á að stærstu merk- in, svo sem 66°Norður og Cin- tamani, framleiði einnig föt sín erlendis. „En þeir taka það líka fram,“ segir Páll og bætir við að hann hafi ekkert út á það að setja. Hann segir reglur um uppruna- merkingar of óljósar. Páll segir úrskurðinn nú skýra þær að ein- hverju leyti. „Þetta er skýr vís- bending um vilja Neytendastofu,“ segir Páll um úrskurð Neytenda- stofu. - vg Segir úrskurð Neytendastofu skýra vísbendingu um upprunamerkingar: Slá ryki í augu neytenda ÓSÁTTUR Páll Kr. Pálsson segir menn vilja slá ryki í augu fólks. DANMÖRK Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku og lögreglan í Kaup- mannahöfn segja að tilraun með að koma upp neysluaðstöðu fyrir sprautufíkla hafi gefið afar góða raun síðan hún opnaði síðasta haust. Varanlegri aðstöðu hefur verið komið upp í gistiheimili fyrir utan- garðsmenn við Istedgade, kostaðri af ríkinu og sveitarfélögum. Þar eru átta klefar þar sem fíklar geta sprautað sig og sex til að reykja fíkniefni. Þangað koma á hverjum degi um 300 fíklar. „Þetta hefur sannanlega bjargað mörgum mannslífum,“ sagði Astrid Krag heilbrigðisráðherra í samtali við Jótlandspóstinn. „Neyslan fer nú fram í hreinum húsakynnum en ekki á götunni, kjallaraholum eða á almannafæri. Við viljum ná til þeirra í okkar sam- félagi sem minnst mega sín og það er mín trú að þetta sé rétta leiðin.“ Kaj Lykke Majlund varalögreglu- stjóri segir að með þessu sé neyslan færð í öruggt umhverfi og auðveld- ara sé fyrir fíkla að fá ráðgjöf. - þj Ráðherra um aðstöðu fyrir sprautufíkla í Kaupmannahöfn: Segir sprautuklefa bjarga lífum HEILSUVÁ Tilraunir með aðstöðu fyrir sprautufíkla í Kaupmannahöfn þykja hafa gefið góða raun. E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 0 9 *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri www.renault.is SPARNEYTNIR Á GÓÐU VERÐI BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil Sjálfsk. dísil GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr. Verð: 3.890 þús. kr. Verð: 2.890 þús. kr. Verð: 4.290 þús. kr. RENAULT MEGANE RENAULT CLIO RENAULT SCENIC L/100 KM* L/100 KM* L/100 KM* 4,2 3,4 4,7 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 MENNTUN Alls eru 1.300 ný nemar skráðir í nám í Háskólanum í Reykjavík þetta haustið, sem er það mesta frá upphafi. Flestir nýnemar eru skráðir í tölvunarfræðideild, alls 401, en þeim fjölgar um fimm- tán prósent milli ára samanborið við 352 í fyrra. Rektor segir að um ánægjulega þróun sé að ræða, en þetta sé um leið ávöxtur markvissrar stefnu um að skólinn komi til móts við þarfir atvinnulífsins. „Það er fjölgun í öllum deildum en það er sérstaklega gaman að sjá þessa miklu aukningu í tölvunar- fræði og verkfræði,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Það er einmitt eitt af hlut- verkum okkar að efla samkeppnis- hæfni Íslands til framtíðar. Í ljósi þessa umtalaða skorts á tækni- menntuðu fólki sem hefur verið að standa okkur fyrir þrifum höfum við verið að vinna að því að efla áhuga nemenda á þessum greinum og það er ánægjulegt að sjá hversu vel það er að skila sér.“ Ari bætir því við að honum þyki einnig ánægjulegt að sjá fjölgun nemenda í viðskipta- fræðideild skólans, sérstaklega í grunnámi í viðskiptafræði og MBA-námi, en þar hafi skólinn nýlega fengið virtar alþjóðlegar gæðavottanir. „Þannig að þeir nemendur munu verða vel í stakk búnir fyrir framtíðina með þær prófgráður í höndum.“ Nemendum fjölgar enn fremur í lagadeild HR. Aðspurður hvort það sé í takti við eftirspurn, í ljósi þess að talið er að offramboð sé af lögfræðingum í dag, segir Ari ekki líta svo á stöðuna. „Þessi umræða hefur snúist að miklu leyti um lögfræðinga sem stunda lögmennsku en haldgóð þekking á lögum er nokkuð sem nýtist í hvaða geira sem er. Eftir því sem okkar umhverfi verður flóknara lagalega séð og fyrir- tækjum vex fiskur um hrygg verður áfram þörf á lagamennt- uðu fólki í öllum geirum.“ Ari segir að í tölum um nýnema ársins sýni sig að starf þeirra síð- ustu ár sé að skila sér. „Annars vegar höfum við verið að leggja mikla áherslu á gæði starfsins hjá okkur, meðal annars kennslu og tengingu námsins við atvinnulífið. Hins vegar höfum við líka verið að efla áhuga nem- enda á þessum grunngreinum atvinnulífsins sem við einbeitum okkur að og það hefur einnig verið að takast. Þessir þættir skila sér svo í þeim árangri sem við sjáum í dag.“ thorgils@frettabladid.is Námið mæti þörfum atvinnulífs á Íslandi Rektor HR segir að val nýnema við skólann á námsgreinum spegli þarfir atvinnu- lífsins ágætlega. Þróunina segir hann vera árangur markvissrar stefnu um að efla tengingu náms við atvinnulífið sem og áhuga nemenda á grunngreinum þess. NÝNEMAR VIÐ HR 500 400 300 200 100 0 Viðskiptadeild *Lagadeild Tölvunarfræðideild Tækni- og verkfræðideild 2012 2013 2012 2013 2012 2013 2012 2013 8% Fjölgun 6% Fjölgun 19% Fjölgun 14% Fjölgun Stefna að jafnvægi í tölvunáminu Í tölvugeiranum hér á landi hafa heyrst þær raddir undanfarið að tölvun- arfræðinemar stefni í síauknum mæli á ný svið, líkt og forritun smáforrita, svokallaðra appa, fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, en síður á svið eins og kerfisfræði. Ari segist ekki hafa áhyggjur af því að þróunin verði til vandræða. „Það hefur alltaf verið áhugavert að fylgjast með þróuninni í þessum geira en staðreyndin í dag er sú að það er svo mikil þörf fyrir þessa einstaklinga að þeir geta valið sér að gera það sem hugurinn sækir í. Tíðarandinn hefur mikil áhrif á það sem fólk vill helst vinna við og í dag eru spennandi tímar í snjallsímatækni og öðru. Það er þó ekki síður mikilvægt að stóru fyrir- tækin hér á landi fái gott starfsfólk sem getur unnið að þróun stærri kerfa og við reynum að ná þessu jafnvægi.“ Tölurnar um Lagadeildina eru ekki alfarið sambærilegar þar sem nemendur á meistarastigi eru ekki taldir með í tölunum frá 2012. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.