Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 36

Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 36
Næsta laugardag verður stór stund hjá mörgum áskrifendum Stöðvar 2 þegar enski boltinn byrjar loksins að rúlla aftur eftir sumarfrí. Yfir 380 leikir verða sýndir í beinni útsendingu í vetur á Stöð 2 Sport 2 og fjórum hliðarrásum. Síðasta vetur var Sunnudags- messan vikulega á dagskrá í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Hjörvars Hafliða- sonar. Þátturinn heldur áfram í vetur en færist nú yfir á mánudagskvöld og hefst þegar mánudagsleiknum lýkur. Guðmundur er eðlilega mjög spenntur yfir vetrinum og býst við spennandi tímabili. „Þáttur okkar verður með svip- uðu sniði og í fyrra nema hann færist til á mánudags kvöldið. Sem fyrr verðum við tveir í setti en í vetur fáum við líka Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, í lið með okkur. Ég hvet alla fótboltaáhugamenn til að stilla á Stöð 2 Sport 2 á mánu- dagskvöldið.“ Enska deildin verður gríðarlega sterk í vetur og mörg lið hafa styrkt sig fyrir átökin. „Ég geri ráð fyrir að Manchester City og Chelsea verði mjög sterk í vetur. Bæði liðin hafa nýja knattspyrnustjóra og er til dæmis hinn litríki José Mourinho snúinn aftur til Chelsea. City hefur auk þess bætt við sig fjórum til fimm leikmönnum á heimsmæli- kvarða. United, Arsenal og Tottenham koma þar á eftir og svo er spurning hvað gerist hjá Liverpool. Raunar má segja að öll lið deildar- innar séu sterk og í raun ómögulegt að spá í dag hvernig deildin þróast.“ Félagsskiptaglugginn lokast eftir 15 daga og segir Guðmundur því enn von fyrir mörg lið til að styrkja sig enn frekar. Fyrsti þáttur Mánudagsmessunnar verður á dag- skrá mánudaginn 19. ágúst kl. 21, strax á eftir leik Manchester City – Newcastle. ENSKI BOLTINN Í MÁNUDAGSMESSUNNI ÓMISSANDI STÓRLEIKIR FRAM UNDAN Í ENSKA BOLTANUM Það bíða margir spenntir eftir því að keppni í ensku úrvals- deildinni hefjist á ný. Stóra stundin rennur upp um helgina þegar fyrsta umferðin fer fram og verða allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum. Það eru fjölmargir stórleikir fram undan og strax í annarri umferð tekur Manchester Uni- ted á móti Chelsea á Old Traf- ford. Sunnudagurinn 1. septem- ber er síðan ómissandi fyrir alla fótboltaáhugamenn en þá mæt- ast Liverpool og Manchester United á Anfield Road og strax í kjölfarið er komið að nágranna- slag Arsenal og Tottenham á The Emirates. Hver stórleikurinn rekur annan í allan vetur og Stöð 2 Sport 2 verður á vaktinni með áhugaverða þætti um allt það sem gerist innan sem utan vallar. Fyrsta umferðin Það er við hæfi að fyrsti leikur- inn í úrvalsdeildinni fari fram á Anfield Road í Liverpool, heimavelli eins sigursælasta liðs enska boltans frá upphafi. Liverpool tekur á móti Stoke City sem nú er undir stjórn Mark Hughes, fyrrverandi framherja Manchester United. Útsending hefst klukkan 11.35. Strax að þeim leik loknum taka við fimm leikir í beinni og þar ber hæst viðureign Arsenal og Aston Villa á The Emirates. Á sama tíma er einnig frum- raun Cardiff City með Aron Einar Gunnarsson innanborðs í úrvalsdeildinni en liðið heim- sækir West Ham. Meistararnir í Manchester United mæta til leiks klukkan 16.15 þegar liðið heim sækir Swansea City. Það er fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn David Moyes og það verður spennandi að sjá hvernig liðið leikur undir hans stjórn í vetur. United er með svipað lið og tryggði félaginu titilinn í vor en hefur bætt við sig kantmann- inum Wilfried Zaha, sem hefur slegið í gegn í æfingaleikjunum í sumar. Gylfi klár í slaginn Gylfi Sigurðsson er á sínu öðru tímabili með Tottenham og það má búast við að hann fái stærra hlutverk í vetur ef félagið selur Gareth Bale á næstu vikum eins og búist er við. Tottenham mætir til leiks á sunnudag þegar liðið heimsækir nágranna sína í Crystal Palace. Á sunnudag mætir Jose Mour- inho einnig til leiks í enska bolt- anum á ný sem stjóri Chelsea en liðið tekur á móti nýliðum Hull City klukkan 15.00 á sunnu- daginn. Fyrstu umferðinni lýkur síðan á mánudagskvöld þegar Manchester City tekur á móti Newcastle United. Allir leikirnir verða gerðir upp í Messunni eftir leikinn á mánudagskvöld þar sem Guð- mundur Benediktsson er sem fyrr við stjórnvölinn. Fyrsta umferðin í ensku úrvalsdeildinni fer fram um helgina. Stöð 2 Sport 2 er eina sjónvarpsstöðin í Evrópu sem hefur leyfi til að sýna alla leikina í ensku úrvals deildinni í beinni útsendingu í vetur. Glæný sjónvarpsauglýsing fyrir enska boltann verður frumsýnd í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þar mætir Guðjón Þórðar- son aftur til leiks í enska boltanum og messar yfir íþróttafréttamönnum stöðvar- innar. Hugmyndin að auglýsingunni kviknaði fyrir skömmu þegar Hörður Magnússon gróf upp myndband með Guðjóni frá því hann var þjálfari KR og var að búa liðið undir leik gegn Everton í Evrópukeppni bikarhafa árið 1995. Hann hélt þrumuræðu yfir leikmönnum sínum á hóteli í Liverpool fyrir leikinn og það vakti mikla athygli þegar það var sýnt á Stöð 2 á sínum tíma. Nú verður þessi þrumuræða endurtekin með nýjum áherslum og íþróttafréttamenn Stöðvar 2 eru teknir í bakaríið. Guðjón Þórðarson er öllum hnútum kunnugur í enska boltanum þar sem hann var framkvæmdastjóri hjá Stoke City á árunum 1999-2002 og hóf endurreisn félagsins. Hann hefur einnig stýrt Barns- ley, Notts County og Crewe í neðri deild- unum og það eru fáir sem búa yfir jafn- mikilli þekkingu á boltanum í Englandi og Guðjón. Hann mun fá fast hlutverk á Stöð 2 Sport 2 í vetur og krydda umfjöllunina á stöðinni, enda er Guðjón ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Það eru því spennandi tímar fram undan fyrir íslenska sjónvarpsáhorfendur. GUÐJÓN TEKUR SPORT- STRÁKANA Í BAKARÍIÐ 4 FÖSTUDAGUR 16. ágúst 2013

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.